Sagt upp hjá Sinfó vegna orðsporsáhættu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. janúar 2024 07:00 Nýlegar starfsmannakannanir hjá Sinfóníuhljómsveitinni hafa sýnt fram á aukna óánægju með starfsaðstæður og laun. Þá eru vísbendingar um aukið álag, einelti og ofbeldi sem vinna þurfi bug á. Jafnframt er minnst á að starfsfólk hafi upplifað vanvirðingu og kynþáttafordóma. Vísir/Vilhelm Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur verið dæmd til að greiða hljóðfæraleikara í sveitinni 3,5 milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar árið 2022. Uppsögnin byggði á því að hann hefði verið borinn sökum um kynferðislega misnotkun og orðspor hljómsveitarinnar væri í hættu. Fimm ár voru þá liðin frá því rannsókn málsins var felld niður hjá héraðs- og ríkissaksóknara. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 13. desember síðastliðinn en málið á sér tæplega átta ára aðdraganda. Fyrrverandi eiginkona hljóðfæraleikarans, sem einnig spilar í hljómsveitinni, lagði árið 2015 fram kæru á hendur honum fyrir kynferðisbrot gegn barni. Lögregla rannsakaði málið, það fór á borð héraðssaksóknara sem tilkynnti árið 2016 að málið væri fellt niður. Það sem fram hefði komið væri ekki nægilegt eða líklegt til sakfellingar. Konan kærði niðurstöðuna til ríkissaksóknara sem staðfesti ákvörðunina árið 2017. Skrifaði bréf og lýsti einelti Það var svo árið 2022 sem eiginkonan fyrrverandi skrifaði Sinfóníuhljómsveitinni bréf og lýsti meintu einelti hljóðfæraleikarans gagnvart henni á vinnustaðnum og greindi frá fyrrnefndri meintri kynferðislegri misnotkun. Stjórn Sinfóníuhljómsveitarinnar fékk málið á sitt borð og fjallaði um stöðuna sem upp var komin alls átta sinnum á árinu. Stjórnin leitaði álits tveggja ráðgjafarfyrirtækja. Bæði litu svo á að umtalsverð orðsporsáhætta væri fyrir hljómsveitina að hafa hljóðfæraleikarann áfram við störf. Því gætu fylgt fjárhagslegar afleiðingar enda reksturinn háður miðasölu og styrkjum. Þá kom fram í skýrslu annars ráðgjafans að því fylgdu neikvæð áhrif á starfsanda hjá Sinfó að bæði hljóðfæraleikarinn og konan fyrrverandi væru þar við störf. Sú hegðun sem konan kvartaði undan félli þó ekki undir skilgreiningu á einelti á vinnustað. Í málatilbúnaði Sinfóníunnar var vísað til fjölmiðlaumfjöllunar um málið sem hefði skaðað sveitina. Vegna þeirrar umfjöllunar hefði einn aðili í ferðaþjónustu helst úr lestinni sem styrktaraðili sveitarinnar. Einn lagðist gegn uppsögn Fór svo að stjórnin ákvað að segja hljóðfæraleikaranum upp eftir að hafa gefið honum færi á að útskýra mál sitt. Heildarhagsmunir Sinfó hefðu verið hafðir að leiðarljósi. Einn stjórnarmaður af fimm lagðist alfarið gegn ákvörðuninni og sagði hana ganga langt fram úr meðalhófi. Var hljóðfæraleikaranum sagt upp með bréfi Láru Sóleyjar Jóhannsdóttur framkvæmdastjóra. Í rökstuðningi fyrir uppsögninni kom fram að mat sérfræðinga hefði verið afgerandi um þá áhættu sem fylgdi áframhaldandi störfum hans fyrir heildarhagsmuni Sinfó. Bæði þá er vörðuðu vinnu- og rekstrarumhverfi. Aðrar leiðir hefðu verið skoðaðar en í ljósi niðurstaðna tveggja ráðgjafa hafi þær ekki verið metnar fýsilegar heldur kynnu að auka áhættuna fyrir orðspor hljómsveitarinnar. Héraðsdómur taldi í niðurstöðu sinni málið hafa fengið nokkuð mikla umfjöllun á vettvangi stjórnar Sinfóníunnar áður en ákvörðun um uppsögn var tekin. Þá hefði farið fram ítarlega rannsókn á áhrifum þess að hafa hljóðfæraleikarann áfram við störf. Rannsókn hefði því ekki verið áfátt, andmælaréttur hljóðfæraleikarans virtur og lagt mat á þau andmæli. Ekki var fallist á það með hljóðfæraleikaranum að vægari úrræði hefðu verið möguleg við þessar aðstæður. Þannig hefði ekki verið brotið gegn meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar við uppsögnina. Ómálefnaleg uppsögn vegna óstaðfestra ásakana Hins vegar horfði dómurinn til þess að hin ætlaða orðsporsáhætta hefði einkum byggst á því að hljóðfæraleikarinn hefði verið borinn sökum um kynferðislega misnotkun. Hann hefði þó ekki verið fundinn sekur um slíka háttsemi eða verið ákærður. Réttmæti ásakana á hendur honum hefðu því ekki verið staðfestar með sakfellingu, þvert á móti hefði verið komist að þeirri niðurstöðu að það sem fram hefði komið um meinta háttsemi hljóðfæraleikarans væri ekki nægilegt eða líklegt til sakfellingar að undangenginni lögreglurannsókn. Vísað var til stjórnarskrárinnar þar sem mælt er fyrir um að fólk skuli talið saklaust þar til sekt þess sé sönnuð. Reglan setji Sinfóníuhljómsveit Íslands sem stjórnvalds skorður . Þótt skýrt hafi komið fram að Sinfó hafi ekki tekið afstöðu til þess hvort umræddar ásakanir væru réttmætar hefði þetta þýðingu við mat dómsins á því hvort Sinfó hefði verið heimilt að byggja ákvörðun sína á orðsporsáhættu sem leiddi af ásökununum. Þótt fallast mætti á það með Sinfó að orðsporsáhætta hafi verið fyrir hendi tengd störfum hljóðfæraleikarans hjá sveitinni vegna ásakananna yrði ekki litið fram hjá því að ekki lá fyrir sönnun um að ásakanirnar ættu við rök að styðjast. Það væri ekki málefnalegt sjónarmið að byggja ákvörðun um jafn íþyngjandi ráðstöfun og að segja hljóðfæraleikaranum upp sökum orðsporsáhættu vegna óstaðfestra ásakana. Því var fallist á það með hljóðfæraleikaranum að uppsögnin væri ólögmæt. Hljóðfæraleikaranum voru dæmdar tvær milljónir króna í skaðabætur og 1250 þúsund krónur í miskabætur. Sinfóníuhljómsveit Íslands Dómsmál Tengdar fréttir Hljóðfæraleikarar landa kjarasamningi við ríkið Samningar hafa náðst í kjaradeilu hljóðfæraleikara Sinfoníuhljómsveitar Íslands við ríkið. Skrifað var undir samninga hjá ríkissáttasemjara á sjöunda tímanum í kvöld. 27. september 2023 20:48 Vísbendingar um ofbeldi innan Sinfóníuhljómsveitarinnar Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Íslands er að finna vísbendingar um einelti og ofbeldi innan sveitarinnar. 18. september 2023 21:46 Segir ásakanirnar blöndu af rangfærslum og ósannindum Árni Heimir Ingólfsson sver af sér allar ásakanir Bjarna Frímanns Bjarnasonar í hans garð. Í september í fyrra steig Bjarni Frímann fram og sakaði Árna Heimi um að hafa brotið á honum kynferðislega þegar hann var sautján ára gamall. 27. júní 2023 14:36 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 13. desember síðastliðinn en málið á sér tæplega átta ára aðdraganda. Fyrrverandi eiginkona hljóðfæraleikarans, sem einnig spilar í hljómsveitinni, lagði árið 2015 fram kæru á hendur honum fyrir kynferðisbrot gegn barni. Lögregla rannsakaði málið, það fór á borð héraðssaksóknara sem tilkynnti árið 2016 að málið væri fellt niður. Það sem fram hefði komið væri ekki nægilegt eða líklegt til sakfellingar. Konan kærði niðurstöðuna til ríkissaksóknara sem staðfesti ákvörðunina árið 2017. Skrifaði bréf og lýsti einelti Það var svo árið 2022 sem eiginkonan fyrrverandi skrifaði Sinfóníuhljómsveitinni bréf og lýsti meintu einelti hljóðfæraleikarans gagnvart henni á vinnustaðnum og greindi frá fyrrnefndri meintri kynferðislegri misnotkun. Stjórn Sinfóníuhljómsveitarinnar fékk málið á sitt borð og fjallaði um stöðuna sem upp var komin alls átta sinnum á árinu. Stjórnin leitaði álits tveggja ráðgjafarfyrirtækja. Bæði litu svo á að umtalsverð orðsporsáhætta væri fyrir hljómsveitina að hafa hljóðfæraleikarann áfram við störf. Því gætu fylgt fjárhagslegar afleiðingar enda reksturinn háður miðasölu og styrkjum. Þá kom fram í skýrslu annars ráðgjafans að því fylgdu neikvæð áhrif á starfsanda hjá Sinfó að bæði hljóðfæraleikarinn og konan fyrrverandi væru þar við störf. Sú hegðun sem konan kvartaði undan félli þó ekki undir skilgreiningu á einelti á vinnustað. Í málatilbúnaði Sinfóníunnar var vísað til fjölmiðlaumfjöllunar um málið sem hefði skaðað sveitina. Vegna þeirrar umfjöllunar hefði einn aðili í ferðaþjónustu helst úr lestinni sem styrktaraðili sveitarinnar. Einn lagðist gegn uppsögn Fór svo að stjórnin ákvað að segja hljóðfæraleikaranum upp eftir að hafa gefið honum færi á að útskýra mál sitt. Heildarhagsmunir Sinfó hefðu verið hafðir að leiðarljósi. Einn stjórnarmaður af fimm lagðist alfarið gegn ákvörðuninni og sagði hana ganga langt fram úr meðalhófi. Var hljóðfæraleikaranum sagt upp með bréfi Láru Sóleyjar Jóhannsdóttur framkvæmdastjóra. Í rökstuðningi fyrir uppsögninni kom fram að mat sérfræðinga hefði verið afgerandi um þá áhættu sem fylgdi áframhaldandi störfum hans fyrir heildarhagsmuni Sinfó. Bæði þá er vörðuðu vinnu- og rekstrarumhverfi. Aðrar leiðir hefðu verið skoðaðar en í ljósi niðurstaðna tveggja ráðgjafa hafi þær ekki verið metnar fýsilegar heldur kynnu að auka áhættuna fyrir orðspor hljómsveitarinnar. Héraðsdómur taldi í niðurstöðu sinni málið hafa fengið nokkuð mikla umfjöllun á vettvangi stjórnar Sinfóníunnar áður en ákvörðun um uppsögn var tekin. Þá hefði farið fram ítarlega rannsókn á áhrifum þess að hafa hljóðfæraleikarann áfram við störf. Rannsókn hefði því ekki verið áfátt, andmælaréttur hljóðfæraleikarans virtur og lagt mat á þau andmæli. Ekki var fallist á það með hljóðfæraleikaranum að vægari úrræði hefðu verið möguleg við þessar aðstæður. Þannig hefði ekki verið brotið gegn meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar við uppsögnina. Ómálefnaleg uppsögn vegna óstaðfestra ásakana Hins vegar horfði dómurinn til þess að hin ætlaða orðsporsáhætta hefði einkum byggst á því að hljóðfæraleikarinn hefði verið borinn sökum um kynferðislega misnotkun. Hann hefði þó ekki verið fundinn sekur um slíka háttsemi eða verið ákærður. Réttmæti ásakana á hendur honum hefðu því ekki verið staðfestar með sakfellingu, þvert á móti hefði verið komist að þeirri niðurstöðu að það sem fram hefði komið um meinta háttsemi hljóðfæraleikarans væri ekki nægilegt eða líklegt til sakfellingar að undangenginni lögreglurannsókn. Vísað var til stjórnarskrárinnar þar sem mælt er fyrir um að fólk skuli talið saklaust þar til sekt þess sé sönnuð. Reglan setji Sinfóníuhljómsveit Íslands sem stjórnvalds skorður . Þótt skýrt hafi komið fram að Sinfó hafi ekki tekið afstöðu til þess hvort umræddar ásakanir væru réttmætar hefði þetta þýðingu við mat dómsins á því hvort Sinfó hefði verið heimilt að byggja ákvörðun sína á orðsporsáhættu sem leiddi af ásökununum. Þótt fallast mætti á það með Sinfó að orðsporsáhætta hafi verið fyrir hendi tengd störfum hljóðfæraleikarans hjá sveitinni vegna ásakananna yrði ekki litið fram hjá því að ekki lá fyrir sönnun um að ásakanirnar ættu við rök að styðjast. Það væri ekki málefnalegt sjónarmið að byggja ákvörðun um jafn íþyngjandi ráðstöfun og að segja hljóðfæraleikaranum upp sökum orðsporsáhættu vegna óstaðfestra ásakana. Því var fallist á það með hljóðfæraleikaranum að uppsögnin væri ólögmæt. Hljóðfæraleikaranum voru dæmdar tvær milljónir króna í skaðabætur og 1250 þúsund krónur í miskabætur.
Sinfóníuhljómsveit Íslands Dómsmál Tengdar fréttir Hljóðfæraleikarar landa kjarasamningi við ríkið Samningar hafa náðst í kjaradeilu hljóðfæraleikara Sinfoníuhljómsveitar Íslands við ríkið. Skrifað var undir samninga hjá ríkissáttasemjara á sjöunda tímanum í kvöld. 27. september 2023 20:48 Vísbendingar um ofbeldi innan Sinfóníuhljómsveitarinnar Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Íslands er að finna vísbendingar um einelti og ofbeldi innan sveitarinnar. 18. september 2023 21:46 Segir ásakanirnar blöndu af rangfærslum og ósannindum Árni Heimir Ingólfsson sver af sér allar ásakanir Bjarna Frímanns Bjarnasonar í hans garð. Í september í fyrra steig Bjarni Frímann fram og sakaði Árna Heimi um að hafa brotið á honum kynferðislega þegar hann var sautján ára gamall. 27. júní 2023 14:36 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira
Hljóðfæraleikarar landa kjarasamningi við ríkið Samningar hafa náðst í kjaradeilu hljóðfæraleikara Sinfoníuhljómsveitar Íslands við ríkið. Skrifað var undir samninga hjá ríkissáttasemjara á sjöunda tímanum í kvöld. 27. september 2023 20:48
Vísbendingar um ofbeldi innan Sinfóníuhljómsveitarinnar Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Íslands er að finna vísbendingar um einelti og ofbeldi innan sveitarinnar. 18. september 2023 21:46
Segir ásakanirnar blöndu af rangfærslum og ósannindum Árni Heimir Ingólfsson sver af sér allar ásakanir Bjarna Frímanns Bjarnasonar í hans garð. Í september í fyrra steig Bjarni Frímann fram og sakaði Árna Heimi um að hafa brotið á honum kynferðislega þegar hann var sautján ára gamall. 27. júní 2023 14:36