Á sjóðheitu stefnumóti í pottinum Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 11. janúar 2024 13:01 Þorleifur Örn leikstýrir Eddu sem er til sýninga í Þjóðleikhúsinu. Vísir/Vilhelm Sundhöll Reykjavíkur er sjóðandi heitur stefnumótastaður og það vita þau Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri og Erna Mist listmálari sem böðuðu sig í heitu vatninu í gær. Um er að ræða eitt nýjasta og heitasta par landsins. Fleiri fóru á heit stefnumót í gær en reyndar utan landsteinanna. Dorrit Moussaieff fyrrverandi forsetafrú og stórleikarinn Michael Caine snæddu mat á The Ivy Chelsea Garden í London. Dorrit birti mynd af sér með hinum níræða Caine sem óhætt er að segja að sé goðsögn í kvikmyndabransanum. Þekktir Íslendingar hafa verið á ferð og flugi. Margir stunda líkamsræktina grimmt og Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, betur þekkt sem söngkonan GDRN, skellti sér í World Class í Ögurhvarfi. Björg Magnúsdóttir, sjónvarpskona og nýráðinn aðstoðarmaður Einars Þorsteinssonar borgarstjóra, endurnýjaði kynnin við Vesturbæinn með heimsókn á Kaffi Vest á þriðjudaginn. Björg bjó lengi í Vesturbænum en hefur flutt sig um set í Reykjavík. Þar var útvarpsmaðurinn Gunnar Hanson, samstarfsmaður hennar á RÚV, sömuleiðis og trymbillinn Sigtryggur Baldursson. Fá kaffihús komast með tærnar þar sem Kaffi Vest hefur hælana hvað varðar fræga fólkið á Íslandi. Hrafn Gunnlaugsson leikstjóri skellti sér í gulu CROCS-skóna sína og pantaði sér hamborgara á Metro í Skeifunni. Handboltakempan Sigurður Valur Sveinsson færði skátunum dósir í gjöf á grenndarstöð í Vogunum. Íslenska karlalandsliðið hefur keppni á morgum og Siggi vill mögulega rýma fyrir dósum sem kunna að tæmast á meðan mótinu stendur. Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason lætur vætuna í janúar ekki stoppa sig á Hopphjólinu og sást á einu slíku í Hallarmúlanum í vikunni. Ingólfur Þórarinsson veðurguð undirbýr tónleika á Selfossi og hefur safnað kröftum fyrir þá í útlandinu. Hann kom til landsins á föstudaginn en margur Íslendingurinn varði áramótunum í heitara loftslagi. Lokað hefur verið í Bláfjöllum undanfarna fjóra daga en skíðasvæðið var vel sótt þar á undan. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir sjónvarpskona og Haukur Ingi Guðnason verslunareigandi lögðust í það metnaðarfulla verkefni að henda sér með alla krakkana á skíði. Miðað við mynd sem tekin var af hópnum tókst ferðin vel. Þó vika sé liðin þá er ekki hægt að sleppa því að greina frá vel mönnuðu kvöldi á Apótekinu síðastliðinn fimmtudag. Þar sátu Tinna Aðalbjörnsdóttir, sem starfar við leikaraval og er annar eigandi Ey agency, og Elías Guðmundsson hjá Héðni Kitchen í hrókasamræðum. Þar var líka Jökull Júlíusson söngvari Kaleo ásamt kærustu sinni Telmu Fanneyju Magnúsdóttur í góðra vina hópi. Frægir á ferð Ástin og lífið Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Fleiri fóru á heit stefnumót í gær en reyndar utan landsteinanna. Dorrit Moussaieff fyrrverandi forsetafrú og stórleikarinn Michael Caine snæddu mat á The Ivy Chelsea Garden í London. Dorrit birti mynd af sér með hinum níræða Caine sem óhætt er að segja að sé goðsögn í kvikmyndabransanum. Þekktir Íslendingar hafa verið á ferð og flugi. Margir stunda líkamsræktina grimmt og Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, betur þekkt sem söngkonan GDRN, skellti sér í World Class í Ögurhvarfi. Björg Magnúsdóttir, sjónvarpskona og nýráðinn aðstoðarmaður Einars Þorsteinssonar borgarstjóra, endurnýjaði kynnin við Vesturbæinn með heimsókn á Kaffi Vest á þriðjudaginn. Björg bjó lengi í Vesturbænum en hefur flutt sig um set í Reykjavík. Þar var útvarpsmaðurinn Gunnar Hanson, samstarfsmaður hennar á RÚV, sömuleiðis og trymbillinn Sigtryggur Baldursson. Fá kaffihús komast með tærnar þar sem Kaffi Vest hefur hælana hvað varðar fræga fólkið á Íslandi. Hrafn Gunnlaugsson leikstjóri skellti sér í gulu CROCS-skóna sína og pantaði sér hamborgara á Metro í Skeifunni. Handboltakempan Sigurður Valur Sveinsson færði skátunum dósir í gjöf á grenndarstöð í Vogunum. Íslenska karlalandsliðið hefur keppni á morgum og Siggi vill mögulega rýma fyrir dósum sem kunna að tæmast á meðan mótinu stendur. Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason lætur vætuna í janúar ekki stoppa sig á Hopphjólinu og sást á einu slíku í Hallarmúlanum í vikunni. Ingólfur Þórarinsson veðurguð undirbýr tónleika á Selfossi og hefur safnað kröftum fyrir þá í útlandinu. Hann kom til landsins á föstudaginn en margur Íslendingurinn varði áramótunum í heitara loftslagi. Lokað hefur verið í Bláfjöllum undanfarna fjóra daga en skíðasvæðið var vel sótt þar á undan. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir sjónvarpskona og Haukur Ingi Guðnason verslunareigandi lögðust í það metnaðarfulla verkefni að henda sér með alla krakkana á skíði. Miðað við mynd sem tekin var af hópnum tókst ferðin vel. Þó vika sé liðin þá er ekki hægt að sleppa því að greina frá vel mönnuðu kvöldi á Apótekinu síðastliðinn fimmtudag. Þar sátu Tinna Aðalbjörnsdóttir, sem starfar við leikaraval og er annar eigandi Ey agency, og Elías Guðmundsson hjá Héðni Kitchen í hrókasamræðum. Þar var líka Jökull Júlíusson söngvari Kaleo ásamt kærustu sinni Telmu Fanneyju Magnúsdóttur í góðra vina hópi.
Frægir á ferð Ástin og lífið Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira