„Reynslunni ríkari í dag“ Sindri Sverrisson skrifar 11. janúar 2024 14:30 Gísli Þorgeir Kristjánsson á ferðinni í Ólympíuhöllinni í München í dag en þar spilaði hann á sínu fyrsta stórmóti. VÍSIR/VILHELM Gísli Þorgeir Kristjánsson á góðar minningar úr Ólympíuhöllinni í München en hann sneri aftur þangað í dag, á æfingu vegna fyrsta leiks á EM í handbolta sem er við Serbíu á morgun. „Ég spilaði hérna árið 2019, á mínu fyrsta stórmóti, og er reynslunni ríkari í dag,“ segir Gísli Þorgeir en heimsmeistaramótið fór fram í Þýskalandi árið 2019 og Íslandi spilaði einmitt hér í München í upphafi móts. „Já, við áttum góða leiki hér. Unnum Makedóníu og komumst áfram í milliriðla, þar sem við vissulega töpuðum í Köln gegn Þýskalandi og fleirum. En við eigum góðar minningar héðan,“ segir Gísli. Klippa: Gísli kannast vel við sig í München Óhætt er að segja að fjöldi Íslendinga bíði spenntur eftir morgundeginum og búist er við að um 4.000 Íslendingar komi til München vegna leikja Íslands, til að styðja við strákana. „Það er súrrealískt. Maður er hrærður yfir þessum stuðningi og ég get ekki beðið.“ „Það er allt upp á tíu“ Gísli vann kapphlaupið við tímann um að geta verið með á EM, en hann fór í aðgerð vegna axlarmeiðsla síðasta sumar eftir að hafa tryggt Magdeburg Evrópumeistaratitilinn. Hann lætur engan bilbug á sér finna varðandi líkamlegt ástand, þó að rétt mánuður sé síðan hann gat byrjað að spila aftur handbolta: „Það er allt upp á tíu. Ég er klár í slaginn á morgun. Fullur fókus og við ætlum að gefa allt í þennan leik, það er engin spurning.“ Gísli var einnig spurður út í stemninguna í upphafi æfingar liðsins í dag, en leikmenn virtust laufléttir og komu í salinn með íslenska tónlist á fullu blasti: „Skímó hefur aldrei drepið neinn,“ segir Gísli léttur. „Það er alltaf góð stemning yfir því, léttur andi og menn eru klárir í þetta að því leytinu líka. En léttur andi gefur þér ekki sigur á EM. Við þurfum að standa okkur á vellinum. En það skaðar engan að hafa léttan móral og góðan anda.“ EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
„Ég spilaði hérna árið 2019, á mínu fyrsta stórmóti, og er reynslunni ríkari í dag,“ segir Gísli Þorgeir en heimsmeistaramótið fór fram í Þýskalandi árið 2019 og Íslandi spilaði einmitt hér í München í upphafi móts. „Já, við áttum góða leiki hér. Unnum Makedóníu og komumst áfram í milliriðla, þar sem við vissulega töpuðum í Köln gegn Þýskalandi og fleirum. En við eigum góðar minningar héðan,“ segir Gísli. Klippa: Gísli kannast vel við sig í München Óhætt er að segja að fjöldi Íslendinga bíði spenntur eftir morgundeginum og búist er við að um 4.000 Íslendingar komi til München vegna leikja Íslands, til að styðja við strákana. „Það er súrrealískt. Maður er hrærður yfir þessum stuðningi og ég get ekki beðið.“ „Það er allt upp á tíu“ Gísli vann kapphlaupið við tímann um að geta verið með á EM, en hann fór í aðgerð vegna axlarmeiðsla síðasta sumar eftir að hafa tryggt Magdeburg Evrópumeistaratitilinn. Hann lætur engan bilbug á sér finna varðandi líkamlegt ástand, þó að rétt mánuður sé síðan hann gat byrjað að spila aftur handbolta: „Það er allt upp á tíu. Ég er klár í slaginn á morgun. Fullur fókus og við ætlum að gefa allt í þennan leik, það er engin spurning.“ Gísli var einnig spurður út í stemninguna í upphafi æfingar liðsins í dag, en leikmenn virtust laufléttir og komu í salinn með íslenska tónlist á fullu blasti: „Skímó hefur aldrei drepið neinn,“ segir Gísli léttur. „Það er alltaf góð stemning yfir því, léttur andi og menn eru klárir í þetta að því leytinu líka. En léttur andi gefur þér ekki sigur á EM. Við þurfum að standa okkur á vellinum. En það skaðar engan að hafa léttan móral og góðan anda.“
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira