Körfubolti

Jaka: Liðsheildin okkar skilaði þessu

Árni Jóhannsson skrifar
Jaka Brodnik
Jaka Brodnik Vísir / Bára Dröfn Kristinsdóttir

Jaka Brodnik var að vonum kampakátur með sigur sinna manna og gerði liðsheild Keflvíkinga að umtalsefni í viðtalinu við blaðamann Vísis. Keflvíkingar unnu leikinn með 13 stigum, 99-86, en Stólarnir leiddu lungan úr leiknum. Jaka skoraði 12 stig og þar af 10 í seinni hálfleik. 

„Ég held að liðsheildin hjá okkur hafi skilað þessu að endingu fyrir okkur. Við vorum einbeittir og þegar Tindastóll fór á sprett þá bognuðum við ekki og náðu vopnum okkar alltaf aftur“, sagði Jaka þegar hann var spurður að því hvað hafi gengið vel og skilað sigirinum fyrir Keflavík í kvöld.

Varnarleikur Keflvíkinga hefur verið á milli tannanna á fólki í vetur en Keflvíkingar náðu að halda Stólunum í 28 stigum í seinni hálfleik sem er 30 stigum minna en þeir skoruðu í þeim fyrri.

„Ég er ekki alltaf sammála fólki um vöntun á varnarleik hjá okkur. Við erum náttúrlega að spila mjög hraðan bolta og það gerir það að verkum ða vörnin er kannski mikið á hreyfingu. Við hinsvegar gerum þetta saman, erum einbeittir og erum alltaf tilbúnir í hjálparvörnina og það er það sem skila okkur þessum góðu úrslitum.“

Þessi sigur hlýtur að vera mjög góður vísir fyirr lið Keflvíkinga.

„Ég er sammála, við erum að vaxa og erum á réttri leið.“

Jaka skoraði nánast öll stigin sín í seinni hálfleik eins og komið hefur fram. Hann var spurður að því hvað hafi gerst hjá honum í seinni hálfleik og sérstaklega í fjórða leikhluta.

„Aftur þarf ég að nefna liðsheildina hjá okkur. Svona erum við. Þó einhver sé ekki að standa sig nógu vel sóknarlega þá er alltaf einhver sem getur tekið við keflinu. Við treystum hvor öðrum og þó að maður sé ekki að standa sig sóknarlega þá er alltaf hægt að leggja sig fram á öðrum sviðum. Taka fráköst, spila vörn og við sýndum það vel í dag. Þetta er á réttri leið hjá okkur.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×