Stjórnarsamstarfi VG og Sjálfstæðisflokksins í sjálfu sér lokið Margrét Björk Jónsdóttir og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 10. janúar 2024 12:57 Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor. Vísir/Vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði segir mjög alvarlega stöðu komna upp innan ríkisstjórnarinnar. Óvíst er hvort ríkisstjórnin muni hanga saman fram að kosningum eða springa, en ljóst sé að stjórnarsamstarfi Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokknum sé í sjálfu sér lokið. „Það er komin upp mjög alvarleg staða innan ríkisstjórnarinnar þegar þingmenn stjórnarflokkanna eru farnir að hafa frumkvæði að því sjálfir að lýsa efasemdum sínum um að geta stutt vantrausttillögu,“ segir Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor í samtali við fréttastofu. Mikil ólga hefur verið meðal þingmanna í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis um að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hafi ekki farið að lögum þegar hún stöðvaði veiðar á langreyðum í sumar degi áður en þær áttu að hefjast. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa staðfest að þeir hyggist leggja fram vantraust á ráðherra ef stjórnvöld grípa ekki til ráðstafana að eigin frumkvæði. Grein Óla Björns Kárasonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi þingflokksformanns, í Morgunblaðinu í dag, virðist benda til þess að að minnsta kosti einhverjir þingmenn Sjálfstæðisflokksins myndu styðja tillöguna. „Það hefur í sjálfu sér sér áður gerst, að einstaka þingmenn hafa hætt að styðja þá ríkisstjórn sem flokkurinn stendur að. Nærtækast væri einfaldlega að nefna ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna þar sem þingmenn VG létu af stuðningi við þá ríkisstjorn. Sumir sögðu sig úr flokknum sem er kannski hreinlegasta leiðin við slíkt ástand. En þetta sýnir klemmuna sem ríkisstjórnin er komin í.“ Blasir við að það styttist í kosningar Eiríkur segir það blasa við að það styttist í kosningar og beri að skoða ummæli Óla Björns í því ljósi. Flokkarnir séu að setja sig í stellingar fyrir nýja kosningabaráttu. „Þessi ríkisstjórn mun ekki halda áfram eftir kosningar, ég held að það blasi algjörlega við. Í það minnsta geta Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir sennilega ekki hugsað sér áframhaldandi stjórnarsamstarf. Þannig að því samstarfi er í sjálfu sér lokið, einfaldlega nú þegar. Hvort að ríkisstjórnin haldi áfram fram að kjördegi eða springi fyrr, ég held að það eigi einfaldlega eftir að koma í ljós.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira
„Það er komin upp mjög alvarleg staða innan ríkisstjórnarinnar þegar þingmenn stjórnarflokkanna eru farnir að hafa frumkvæði að því sjálfir að lýsa efasemdum sínum um að geta stutt vantrausttillögu,“ segir Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor í samtali við fréttastofu. Mikil ólga hefur verið meðal þingmanna í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis um að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hafi ekki farið að lögum þegar hún stöðvaði veiðar á langreyðum í sumar degi áður en þær áttu að hefjast. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa staðfest að þeir hyggist leggja fram vantraust á ráðherra ef stjórnvöld grípa ekki til ráðstafana að eigin frumkvæði. Grein Óla Björns Kárasonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi þingflokksformanns, í Morgunblaðinu í dag, virðist benda til þess að að minnsta kosti einhverjir þingmenn Sjálfstæðisflokksins myndu styðja tillöguna. „Það hefur í sjálfu sér sér áður gerst, að einstaka þingmenn hafa hætt að styðja þá ríkisstjórn sem flokkurinn stendur að. Nærtækast væri einfaldlega að nefna ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna þar sem þingmenn VG létu af stuðningi við þá ríkisstjorn. Sumir sögðu sig úr flokknum sem er kannski hreinlegasta leiðin við slíkt ástand. En þetta sýnir klemmuna sem ríkisstjórnin er komin í.“ Blasir við að það styttist í kosningar Eiríkur segir það blasa við að það styttist í kosningar og beri að skoða ummæli Óla Björns í því ljósi. Flokkarnir séu að setja sig í stellingar fyrir nýja kosningabaráttu. „Þessi ríkisstjórn mun ekki halda áfram eftir kosningar, ég held að það blasi algjörlega við. Í það minnsta geta Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir sennilega ekki hugsað sér áframhaldandi stjórnarsamstarf. Þannig að því samstarfi er í sjálfu sér lokið, einfaldlega nú þegar. Hvort að ríkisstjórnin haldi áfram fram að kjördegi eða springi fyrr, ég held að það eigi einfaldlega eftir að koma í ljós.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira