Snýr aftur á golfvöllinn eftir heilaskurðaðgerð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. janúar 2024 15:00 Gary Woodland fagnar sigrinum á Opna bandaríska meistaramótinu sumarið 2019. getty/Christian Petersen Gary Woodland, sem vann Opna bandaríska meistaramótið 2019, er að snúa aftur á golfvöllinn eftir að hafa gengist undir heilaskurðaðgerð. Æxli fannst í heila Woodlands í maí í fyrra, skömmu eftir Masters-mótið. Æxlið var fjarlægt með aðgerð í september. Síðan hefur hann verið í endurhæfingu. Woodland virðist vera búinn að ná góðum bata því hann ætlar að keppa á Sony Open á Hawaii á morgun. Það er fyrsta mót hans síðan í ágúst í fyrra. „Ég vil ekki að þetta verði ljón í veginum fyrir mig. Ég vil að þetta ræsi ferilinn aftur af stað. Þú getur komist yfir ýmislegt í lífinu. Ekki er allt auðvelt. Þetta kom upp úr þurru en ég læt þetta ekki stöðva mig,“ sagði Woodland. „Þegar öllu er á botninn hvolft er ég hér því ég trúi því að ég hafi fæðst til að gera þetta; spila frábært golf. Ég vil gera það aftur. Ekkert mun stöðva mig. Ég trúi því að góðir hlutir séu handan við hornið.“ Woodland lék á 24 mótum í fyrra og endaði tvisvar sinnum meðal tíu efstu manna. Hans stærsta stund á ferlinum var þegar hann vann Opna bandaríska fyrir fimm árum. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Æxli fannst í heila Woodlands í maí í fyrra, skömmu eftir Masters-mótið. Æxlið var fjarlægt með aðgerð í september. Síðan hefur hann verið í endurhæfingu. Woodland virðist vera búinn að ná góðum bata því hann ætlar að keppa á Sony Open á Hawaii á morgun. Það er fyrsta mót hans síðan í ágúst í fyrra. „Ég vil ekki að þetta verði ljón í veginum fyrir mig. Ég vil að þetta ræsi ferilinn aftur af stað. Þú getur komist yfir ýmislegt í lífinu. Ekki er allt auðvelt. Þetta kom upp úr þurru en ég læt þetta ekki stöðva mig,“ sagði Woodland. „Þegar öllu er á botninn hvolft er ég hér því ég trúi því að ég hafi fæðst til að gera þetta; spila frábært golf. Ég vil gera það aftur. Ekkert mun stöðva mig. Ég trúi því að góðir hlutir séu handan við hornið.“ Woodland lék á 24 mótum í fyrra og endaði tvisvar sinnum meðal tíu efstu manna. Hans stærsta stund á ferlinum var þegar hann vann Opna bandaríska fyrir fimm árum.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira