„Hornsteinar menntakerfisins eru ekki á góðum stað“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. janúar 2024 09:31 Jón Zimsen er aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla. Aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla segir að í stað þess að menntakerfið, skólastjórnendur og kennarar fari í vörn þurfi menn að horfa inn á við, viðurkenna að það verði að gera betur. Seint á síðasta ári kom í ljós að fjörutíu prósent fimmtán ára nemenda á Ísland búi ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi. Hlutfall nemenda sem nær þessari grunnhæfni hefur lækkað um fjórtán prósentustig frá síðustu könnun. Á sama tíma er þessi tala í kringum þrjú til átta prósent hjá löndum sem við berum okkur saman við. Sindri Sindrason hitti Jón Zimsen í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi en hann segir að við séum einfaldlega í ruglinu. „Auðvitað er ofboðslega margt gott gert hjá okkur og bara fullt af hlutum en hornsteinar menntakerfisins eru ekki á góðum stað. Núna frá 2018 höfum við tapað tæpum tveimur skólaárum, sem þýðir það að ef við ætluðum að fá tíu ára menntun þá fáum við aðeins átta ára menntun í lesskilningi og stærðfræði þrátt fyrir að skólarnir hafi mest verið opnir hér á Íslandi í Covid af öllum skólum í heiminum,“ segir Jón sem bætir við að fólk í menntakerfinu sé mjög mikið að tala niður þessar niðurstöður. „En um leið eru þetta fjörutíu prósent nemanda sem geta ekki lesið sér til gagns. Sem þýðir það að þau geta ekki túlkað upplýsingar á netinu, þau skilja ekki boðskap eða innihald texta og út á það gengur PISA prófið, próf sem er mjög gott að mæla lesskilning. Og lesskilningur er hornsteinn okkar sem þjóðar, tungumálsins og svo að sjálfsögðu lýðræðisins. Þegar við höfum ekki lesskilning og getum ekki hlustað til gagns þá er mjög auðvelt að stjórna okkur,“ segir Jón sem bætir við að það sé hættulegt þegar umræðan gangi út á það að það skuli enginn leita að sökudólgum. „Það er akkúrat þessi firring ábyrgðar í menntakerfinu,“ segir Jón en hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins. Áskrifendur geta séð það í heild sinni á Stöð 2+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2. Klippa: Hornsteinar menntakerfisins eru ekki á góðum stað PISA-könnun Ísland í dag Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Seint á síðasta ári kom í ljós að fjörutíu prósent fimmtán ára nemenda á Ísland búi ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi. Hlutfall nemenda sem nær þessari grunnhæfni hefur lækkað um fjórtán prósentustig frá síðustu könnun. Á sama tíma er þessi tala í kringum þrjú til átta prósent hjá löndum sem við berum okkur saman við. Sindri Sindrason hitti Jón Zimsen í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi en hann segir að við séum einfaldlega í ruglinu. „Auðvitað er ofboðslega margt gott gert hjá okkur og bara fullt af hlutum en hornsteinar menntakerfisins eru ekki á góðum stað. Núna frá 2018 höfum við tapað tæpum tveimur skólaárum, sem þýðir það að ef við ætluðum að fá tíu ára menntun þá fáum við aðeins átta ára menntun í lesskilningi og stærðfræði þrátt fyrir að skólarnir hafi mest verið opnir hér á Íslandi í Covid af öllum skólum í heiminum,“ segir Jón sem bætir við að fólk í menntakerfinu sé mjög mikið að tala niður þessar niðurstöður. „En um leið eru þetta fjörutíu prósent nemanda sem geta ekki lesið sér til gagns. Sem þýðir það að þau geta ekki túlkað upplýsingar á netinu, þau skilja ekki boðskap eða innihald texta og út á það gengur PISA prófið, próf sem er mjög gott að mæla lesskilning. Og lesskilningur er hornsteinn okkar sem þjóðar, tungumálsins og svo að sjálfsögðu lýðræðisins. Þegar við höfum ekki lesskilning og getum ekki hlustað til gagns þá er mjög auðvelt að stjórna okkur,“ segir Jón sem bætir við að það sé hættulegt þegar umræðan gangi út á það að það skuli enginn leita að sökudólgum. „Það er akkúrat þessi firring ábyrgðar í menntakerfinu,“ segir Jón en hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins. Áskrifendur geta séð það í heild sinni á Stöð 2+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2. Klippa: Hornsteinar menntakerfisins eru ekki á góðum stað
PISA-könnun Ísland í dag Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira