Glatað að vera niðurlægður á almannafæri Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. janúar 2024 19:00 Max er að sögn Más augun hans og besti vinur hans. Már Gunnarsson Má Gunnarssyni og leiðsöguhundi hans var meinaður aðgangur að Langbest í Keflavík vegna stefnu veitingastaðarins um að leyfa ekki gæludýr. Forsvarsmenn Langbest bera fyrir sig vanþekkingu á lögum um leiðsöguhunda og hafa beðið Má afsökunar. Már segir glatað að vera niðurlægður á þennan máta en kann að meta skjót viðbrögð staðarins. Langbest birti færslu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag þar sem þau greindu frá atvikinu. „Það atvik gerðist á veitingastað okkar að blindur einstaklingur kom til okkar ásamt leiðsöguhundi sínum. Á Langbest er það yfirlýst stefna að gæludýr eru ekki leyfð yfir höfuð og því varð uppi fótur og fit hvort gefa ætti undanþágu vegna þessa aðstæðna,“ segir í færslunni. „Satt best að segja þá vorum við á Langbest illa upplýst um að það væru lög í landinu sem banna að aðskilja leiðsöguhunda frá eigendum sínum og hikuðum við að bjóða hann velkominn á staðinn. Við það yfirgáfu þessir gestir staðinn okkar verulega ósáttir, skiljanlega,“ segir jafnframt. „Af því tilefni viljum við öll á Langbest biðjast afsökunar á þessum mistökum okkar og viljum að það komi skýrt fram að allir leiðsöguhundar blindra einstaklinga eru velkomnir á veitingastað okkar. Það er mikilvægt að koma þessum skilaboðum á framfæri sem víðast þannig að sem flestir séu upplýstir um þessi mál,“ segir að lokum í færslunni. Bæði í ósamræmi við lög og niðurlægjandi Þegar skoðað er hverjir hafa deilt færslu Langbest kemur í ljós að Már Gunnarsson, Ólympíufari og söngvari, er sá sem lenti í þessu leiðinlega atviki. Már sem hefur áður talað hispurslaust um reynslu sína af því að vera blindur einstaklingur deildi færslunni fyrir skömmu og greinir frá sinni hlið af atvikinu. „Nú fyrir helgi gerðist það í fyrsta skipti á Íslandi að mér og leiðsöguhundinum Max var meinaður aðgangur að veitingarstað. Við fjölskyldan höfðum hugsað okkur að eiga saman ánægjulega stund áður enn ég færi aftur út til Englands en augljóslega settu þessar móttökur strik í reikninginn!“ skrifar hann í færslunni. Már og Max hafa fylgst að í rúmlega tvö ár.Már Gunnarsson „Það er eitt að þetta er í ósamræði við lög, en tilfinningalega er það glatað að fá svona höfnun og niðurlægingu á almannafæri í andlitið þegar maður er að gera sitt besta að lifa eðlilegu og sjálfstæðu lífi sem blindur einstaklingur!“ segir Már jafnframt. Már segist hafa fengið hringingu frá eiganda Langbest snemma morguns daginn eftir atvikið. Hann hafi verið miður sín yfir atvikinu og beðist innilega afsökunar fyrir hönd staðarins. Enn fremur vildi eigandinn koma skilaboðum á framfæri svo aðrir veitingastaðir myndu læra af mistökum þeirra. „Ég kann að meta þessi skjótu viðbrögð og hlakka til að mæta með Max á Langbest, fá mér m.a brauðstangir þegar ég verð á landinu næst!“ skrifar Már að lokum. Ekki náðist í Langbest við skrif fréttarinnar. Málefni fatlaðs fólks Hundar Tengdar fréttir Þakklátur fyrir fagmennsku og góðvild Sundkappinn söngelski Már Gunnarsson segist gríðarlega ánægður með þjónustu Play í flugi sínu heim til landsins í dag. Hann og hundurinn hans Max voru kampakátir og segja það hafa verið besta flug þeirra til þessa. 17. desember 2023 11:15 „Líður eins og það sé verið að segja mér að skilja augun mín eftir“ Már Gunnarsson, söngvari og námsmaður, þarf að borga háan kostnað í hvert skipti sem hann heimsækir fjölskylduna til Íslands með leiðsöguhundinn sinn. Hann segir það eina í stöðunni að láta hundinn frá sér verði ekkert gert. 18. júní 2023 15:39 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Sjá meira
Langbest birti færslu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag þar sem þau greindu frá atvikinu. „Það atvik gerðist á veitingastað okkar að blindur einstaklingur kom til okkar ásamt leiðsöguhundi sínum. Á Langbest er það yfirlýst stefna að gæludýr eru ekki leyfð yfir höfuð og því varð uppi fótur og fit hvort gefa ætti undanþágu vegna þessa aðstæðna,“ segir í færslunni. „Satt best að segja þá vorum við á Langbest illa upplýst um að það væru lög í landinu sem banna að aðskilja leiðsöguhunda frá eigendum sínum og hikuðum við að bjóða hann velkominn á staðinn. Við það yfirgáfu þessir gestir staðinn okkar verulega ósáttir, skiljanlega,“ segir jafnframt. „Af því tilefni viljum við öll á Langbest biðjast afsökunar á þessum mistökum okkar og viljum að það komi skýrt fram að allir leiðsöguhundar blindra einstaklinga eru velkomnir á veitingastað okkar. Það er mikilvægt að koma þessum skilaboðum á framfæri sem víðast þannig að sem flestir séu upplýstir um þessi mál,“ segir að lokum í færslunni. Bæði í ósamræmi við lög og niðurlægjandi Þegar skoðað er hverjir hafa deilt færslu Langbest kemur í ljós að Már Gunnarsson, Ólympíufari og söngvari, er sá sem lenti í þessu leiðinlega atviki. Már sem hefur áður talað hispurslaust um reynslu sína af því að vera blindur einstaklingur deildi færslunni fyrir skömmu og greinir frá sinni hlið af atvikinu. „Nú fyrir helgi gerðist það í fyrsta skipti á Íslandi að mér og leiðsöguhundinum Max var meinaður aðgangur að veitingarstað. Við fjölskyldan höfðum hugsað okkur að eiga saman ánægjulega stund áður enn ég færi aftur út til Englands en augljóslega settu þessar móttökur strik í reikninginn!“ skrifar hann í færslunni. Már og Max hafa fylgst að í rúmlega tvö ár.Már Gunnarsson „Það er eitt að þetta er í ósamræði við lög, en tilfinningalega er það glatað að fá svona höfnun og niðurlægingu á almannafæri í andlitið þegar maður er að gera sitt besta að lifa eðlilegu og sjálfstæðu lífi sem blindur einstaklingur!“ segir Már jafnframt. Már segist hafa fengið hringingu frá eiganda Langbest snemma morguns daginn eftir atvikið. Hann hafi verið miður sín yfir atvikinu og beðist innilega afsökunar fyrir hönd staðarins. Enn fremur vildi eigandinn koma skilaboðum á framfæri svo aðrir veitingastaðir myndu læra af mistökum þeirra. „Ég kann að meta þessi skjótu viðbrögð og hlakka til að mæta með Max á Langbest, fá mér m.a brauðstangir þegar ég verð á landinu næst!“ skrifar Már að lokum. Ekki náðist í Langbest við skrif fréttarinnar.
Málefni fatlaðs fólks Hundar Tengdar fréttir Þakklátur fyrir fagmennsku og góðvild Sundkappinn söngelski Már Gunnarsson segist gríðarlega ánægður með þjónustu Play í flugi sínu heim til landsins í dag. Hann og hundurinn hans Max voru kampakátir og segja það hafa verið besta flug þeirra til þessa. 17. desember 2023 11:15 „Líður eins og það sé verið að segja mér að skilja augun mín eftir“ Már Gunnarsson, söngvari og námsmaður, þarf að borga háan kostnað í hvert skipti sem hann heimsækir fjölskylduna til Íslands með leiðsöguhundinn sinn. Hann segir það eina í stöðunni að láta hundinn frá sér verði ekkert gert. 18. júní 2023 15:39 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Sjá meira
Þakklátur fyrir fagmennsku og góðvild Sundkappinn söngelski Már Gunnarsson segist gríðarlega ánægður með þjónustu Play í flugi sínu heim til landsins í dag. Hann og hundurinn hans Max voru kampakátir og segja það hafa verið besta flug þeirra til þessa. 17. desember 2023 11:15
„Líður eins og það sé verið að segja mér að skilja augun mín eftir“ Már Gunnarsson, söngvari og námsmaður, þarf að borga háan kostnað í hvert skipti sem hann heimsækir fjölskylduna til Íslands með leiðsöguhundinn sinn. Hann segir það eina í stöðunni að láta hundinn frá sér verði ekkert gert. 18. júní 2023 15:39