Innlent

Út­lit fyrir ró­legt veður

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Veðrið verður með ágætum víðast hvar á landinu í dag.
Veðrið verður með ágætum víðast hvar á landinu í dag. Vísir/Vilhelm

Það er útlit fyrir rólegt veður á landinu í dag. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Þar segir í dag verði fremur hæg breytileg átt víðast hvar, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Hiti um eða undir frostmarki, en sums staðar kaldara inn til landsins.

Í kvöld snýst í hægt vaxandi suðaustanátt suðvestan-og vestantil á landinu. Það hlýnar með lítilsháttar vættu.

Þá segir Veðurstofan að næstu daga sé útlit fyrir að hæð yfir Bretlandseyjum og lægðasvæði suður af Grænlandi beini til okkar suðlægum áttum. Vindhraði verði víða á bilinu 10 til 18 metrar á sekúndu en þó getur orðið hvassara í staðbundnum vindstrengjum, til dæmis á norðanverðu Snæfellsnesi.

Sunnanáttinni fylgir hlýtt og rakt loft, því má búast við súld eða rigningu með köflum sunnan-og vestantil á landinu. Norðaustanlands verður lengst af þurrt. Hiti víða 4 til 11 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á sunnudag:

Suðaustan og sunnan 10-18 m/s, en lengst af hægari um landið austanvert. Lítilsháttar væta sunnan- og vestantil, annars bjart með köflum. Hiti yfirleitt 2 til 8 stig.

Á mánudag og þriðjudag:

Sunnan og suðaustan 10-18, hvassast vestantil. Rigning eða súld með köflum, en þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi. Hiti 4 til 11 stig.

Á miðvikudag og fimmtudag:

Ákveðin sunnan- og suðvestanátt og rigning, en úrkomulítið um landið austanvert. Áfram hlýtt í veðri.

Á föstudag:

Snýst í norðlæga átt og kólnar talsvert með snjókomu um landið norðanvert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×