Elvar Örn verkjalaus og klár í mínútur í dag Aron Guðmundsson skrifar 6. janúar 2024 09:31 Staðan á Elvari Erni Jónssyni virðist skána með hverjum deginum sem líður. Eftir margra vikna meiðslatímabil lítur út fyrir að hann geti verið klár í slaginn með íslenska landsliðinu á komandi Evrópumóti. Vísir/Einar Það bendir allt til þess landsliðsmaðurinn öflugi. Elvar Örn Jónsson, geti beitt sér að fullu með íslenska landsliðinu á komandi Evrópumóti í Þýskalandi. Elvar lenti í því að rífa kviðvöðva í leik með félagsliði sínu Melsungen í Þýskalandi fyrir um sex vikum síðan. Meðhöndlun við meiðslunum hefur falið í sér að Elvar hefur þurft að hvíla mikið, leyfa vöðvanum að gróa í friði og koma sér hægt og rólega aftur inn á völlinn. Nú sér til sólar í þeim efnum. „Mér líður bara mjög vel,“ segir Elvar Örn aðspurður um stöðuna á sér en íslenska landsliðið mun á næstu dögum fyrir EM leika tvo æfingarleiki gegn Austurríki. „Þetta er allt á lokastigi hjá mér. Ég er búinn að taka eina æfingu á fullu og batinn er bara virkilega góður. Þetta lítur vel út eins og er. Við erum bara fullir bjartsýni með þetta fyrir mót.“ Meiðslin voru af þeim toga að fann fyrir verkjum af þeim valdandi í öllum hliðum daglegs lífs. „Þegar að ég labbaði um og já bara í öllu. Mér finnst hins vegar jákvætt að þessa stundina finn ég ekki neitt fyrir þessu. Þannig ætlum við að reyna halda þessu áfram og ná fullum bata fyrir mót.“ Þannig að þú ert bjartsýnn á að geta tekið þátt í þessum komandi æfingarleikjum fyrir EM til að láta reyna almennilega á þetta? „Já, það væri flott ef ég myndi ná því. Fá svona aðeins leiktilfinninguna og láta mér líða vel inn á vellinum áður en að Evrópumótið byrjar. Að ná einhverjum mínútum í þessum æfingarleikjum væri mjög gott.“ Slétt vika er í fyrsta leik Strákanna okkar á EM í Þýskalandi gegn Serbíu. Því næst mætir liðið Svartfellingum og svo Ungverjalandi í lokaleik riðlakeppninnar. Þetta verður fyrsta stórmót íslenska landsliðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar og Elvari Erni lýst vel á framhaldið undir stjórn þessa fyrrum landsliðsfyrirliða. Greina megi ákveðna áherslubreytingu með hans komu. „Æfingarnar hafa verið mjög góðar. Það kemur annar leikstíll inn í þetta með innkomu Snorra. Við erum að hlaupa meira og erum aðeins að breyta áherslum í vörn. Erum komnir aftar þar og byrjaðir að vinna meira með markmönnunum, hjálpa þeim að verja nokkra bolta. En annars finnst mér undirbúningurinn fyrir þessi stórmót alltaf vera svipaður. Það eru allir vel gíraðir í þetta verkefni, allir að leggja allt í æfingarnar og róa í sömu átt. Ég er því virkilega spenntur fyrir þessu móti.“ Viðtalið allt við Elvar og innslag hans í Sportpakka Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sjá meira
Elvar lenti í því að rífa kviðvöðva í leik með félagsliði sínu Melsungen í Þýskalandi fyrir um sex vikum síðan. Meðhöndlun við meiðslunum hefur falið í sér að Elvar hefur þurft að hvíla mikið, leyfa vöðvanum að gróa í friði og koma sér hægt og rólega aftur inn á völlinn. Nú sér til sólar í þeim efnum. „Mér líður bara mjög vel,“ segir Elvar Örn aðspurður um stöðuna á sér en íslenska landsliðið mun á næstu dögum fyrir EM leika tvo æfingarleiki gegn Austurríki. „Þetta er allt á lokastigi hjá mér. Ég er búinn að taka eina æfingu á fullu og batinn er bara virkilega góður. Þetta lítur vel út eins og er. Við erum bara fullir bjartsýni með þetta fyrir mót.“ Meiðslin voru af þeim toga að fann fyrir verkjum af þeim valdandi í öllum hliðum daglegs lífs. „Þegar að ég labbaði um og já bara í öllu. Mér finnst hins vegar jákvætt að þessa stundina finn ég ekki neitt fyrir þessu. Þannig ætlum við að reyna halda þessu áfram og ná fullum bata fyrir mót.“ Þannig að þú ert bjartsýnn á að geta tekið þátt í þessum komandi æfingarleikjum fyrir EM til að láta reyna almennilega á þetta? „Já, það væri flott ef ég myndi ná því. Fá svona aðeins leiktilfinninguna og láta mér líða vel inn á vellinum áður en að Evrópumótið byrjar. Að ná einhverjum mínútum í þessum æfingarleikjum væri mjög gott.“ Slétt vika er í fyrsta leik Strákanna okkar á EM í Þýskalandi gegn Serbíu. Því næst mætir liðið Svartfellingum og svo Ungverjalandi í lokaleik riðlakeppninnar. Þetta verður fyrsta stórmót íslenska landsliðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar og Elvari Erni lýst vel á framhaldið undir stjórn þessa fyrrum landsliðsfyrirliða. Greina megi ákveðna áherslubreytingu með hans komu. „Æfingarnar hafa verið mjög góðar. Það kemur annar leikstíll inn í þetta með innkomu Snorra. Við erum að hlaupa meira og erum aðeins að breyta áherslum í vörn. Erum komnir aftar þar og byrjaðir að vinna meira með markmönnunum, hjálpa þeim að verja nokkra bolta. En annars finnst mér undirbúningurinn fyrir þessi stórmót alltaf vera svipaður. Það eru allir vel gíraðir í þetta verkefni, allir að leggja allt í æfingarnar og róa í sömu átt. Ég er því virkilega spenntur fyrir þessu móti.“ Viðtalið allt við Elvar og innslag hans í Sportpakka Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sjá meira