Bendi ekki til tengsla við sjálfsvígshugsanir Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. janúar 2024 15:44 Lyfin hafa notið gríðarlegra vinsælda. EPA-EFE/Ida Marie Odgaard Viðamikil bandarísk rannsókn bendir til þess að engin tengsl séu á milli notkunar sykursýkis-og megrunarlyfjanna Ozempic og Wegovy og aukinnar tíðni sjálfsskaða-og sjálfsvígshugsana. Reuters greinir frá en í umfjöllun miðilsins kemur fram að rannsóknin nái til 1,8 milljóna sjúklinga. Lyfin njóta gríðarlegra vinsælda og innihalda virka efnið semaglútín sem stemma stigu við blóðsykursmagni í líkamanum og slá á hungurtilfinningu. Áður hefur Lyfjastofnun Evrópu fengið ábendingu frá Lyfjastofnun Íslands um möguleg tengsl milli lyfjanna og sjálfsvígs-og sjálfsskaðahugsana. Sagði forstjóri Lyfjastofnunar við fréttastofu að um væri að ræða neytendavernd. Í umfjöllun Reuters kemur fram að rannsóknin, þar sem skoðuð voru gögn fleiri en 1,8 milljóna sjúklinga, til þess að hið gagnstæða sé raunin. Sjúklingar á lyfjunum séu ólíklegri en aðrir í svipaðri meðferð til þess að upplifa sjálfsvígs-og sjálfsskaðahugsanir. Fram kemur að 53 þúsund manns á Wegovy hafi verið bornir saman við sambærilega sjúklinga á öðrum megrunarlyfjum. Á fyrstu sex mánuðum á lyfinu hafi 0,11 prósent fundið fyrir sjálfsskaða-og sjálfsvígshugsunum en 0,43 prósent sjúklinga í hinum hópnum. Að teknu tilliti til annarra þátta hafi 73 prósent færri sjúklinga á Wegovy upplifað slíkar hugsanir en hinna lyfjanna. Segir í umfjöllun Reuters að tölurnar hafi verið sambærilegar fyrir Ozempic. Tekið er fram að rannsóknin sanni ekki með endanlegum hætti að lyfin valdi ekki slíkum hugsunum, en ætti þó að verða til þess að lægja áhyggjur af tengslunum. „Gríðarlegar vinsældir þessara lyfja gera það að verkum að það er nauðsynlegt að skilja þau til hlýtar,“ segir Pamela Davis, einn af vísindamönnunum á bakvið rannsóknina. Lyf Bandaríkin Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Reuters greinir frá en í umfjöllun miðilsins kemur fram að rannsóknin nái til 1,8 milljóna sjúklinga. Lyfin njóta gríðarlegra vinsælda og innihalda virka efnið semaglútín sem stemma stigu við blóðsykursmagni í líkamanum og slá á hungurtilfinningu. Áður hefur Lyfjastofnun Evrópu fengið ábendingu frá Lyfjastofnun Íslands um möguleg tengsl milli lyfjanna og sjálfsvígs-og sjálfsskaðahugsana. Sagði forstjóri Lyfjastofnunar við fréttastofu að um væri að ræða neytendavernd. Í umfjöllun Reuters kemur fram að rannsóknin, þar sem skoðuð voru gögn fleiri en 1,8 milljóna sjúklinga, til þess að hið gagnstæða sé raunin. Sjúklingar á lyfjunum séu ólíklegri en aðrir í svipaðri meðferð til þess að upplifa sjálfsvígs-og sjálfsskaðahugsanir. Fram kemur að 53 þúsund manns á Wegovy hafi verið bornir saman við sambærilega sjúklinga á öðrum megrunarlyfjum. Á fyrstu sex mánuðum á lyfinu hafi 0,11 prósent fundið fyrir sjálfsskaða-og sjálfsvígshugsunum en 0,43 prósent sjúklinga í hinum hópnum. Að teknu tilliti til annarra þátta hafi 73 prósent færri sjúklinga á Wegovy upplifað slíkar hugsanir en hinna lyfjanna. Segir í umfjöllun Reuters að tölurnar hafi verið sambærilegar fyrir Ozempic. Tekið er fram að rannsóknin sanni ekki með endanlegum hætti að lyfin valdi ekki slíkum hugsunum, en ætti þó að verða til þess að lægja áhyggjur af tengslunum. „Gríðarlegar vinsældir þessara lyfja gera það að verkum að það er nauðsynlegt að skilja þau til hlýtar,“ segir Pamela Davis, einn af vísindamönnunum á bakvið rannsóknina.
Lyf Bandaríkin Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent