Neyðist til að hætta vegna hjartasjúkdóms Sindri Sverrisson skrifar 5. janúar 2024 14:31 Rikke Sevecke lék á fimmta tug A-landsleikja fyrir Danmörku, og einnig fyrir yngri landslið, en þarf nú að hætta. Getty/Aitor Alcalde Danska landsliðskonan Rikke Sevecke hefur neyðst til að leggja knattspyrnuskóna á hilluna, 27 ára gömul, vegna hjartasjúkdóms. Sevecke greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni. Hún á að baki 44 A-landsleiki fyrir Danmörku og sá fyrsti var einmitt gegn Íslandi í Algarve-bikarnum árið 2016. „Síðustu mánuði hef ég verið í rannsóknum og niðurstöðurnar úr þeim sýna að ég er með hjartasjúkdóm. Það þýðir að ég get ekki spilað fótbolta áfram sem atvinnumaður, og þess vegna lýkur fótboltaferli mínum nú þegar,“ skrifar Sevecke sem í haust gekk í raðir bandaríska félagsins Portland Thorns en náði aldrei að spila fyrir það. View this post on Instagram A post shared by æ s (@sevecke) „Það er óhemju erfitt að geta ekki tekið þessa ákvörðun sjálf á þeim tímapunkti sem ég hefði kosið. Ég hlakkaði til svo margra ævintýra. Eitt af þeim var að leika fyrir Portland Thorns og geta spilað með svo góðum leikmönnum í einni bestu deild heims. Ég get heldur ekki haldið áfram að vera hluti af landsliðinu og fulltrúi Danmerkur næstu árin. Það að klæðast rauðu og hvítu treyjunni, fara út á völl og syngja þjóðsönginn er það stærsta. Það er eitthvað sem ég er óhemju stolt af að hafa náð, og mun ávallt hugsa til baka með bros á vör. Ég er þakklát fyrir allt fólkið sem ég hef kynnst á minni leið, og þá vini sem ég hef eignast fyrir lífstíð,“ skrifar Sevecke. Tak for indsatsen, Rikke! Rikke Sevecke stopper sin fodboldkarriere på grund af en hjertesygdom: Jeg er desværre nødt til at stoppe min fodboldkarriere. Jeg er rigtig ked af ikke at kunne fortsætte mit eventyr med Kvindelandsholdet, hvor jeg har uforglemmelige minder pic.twitter.com/TuX5Ba5LbW— Fodboldlandsholdene (@dbulandshold) January 5, 2024 Sevecke, sem var varnarmaður, hóf ferilinn í Danmörku en lék svo með franska liðinu FC Fleury 91 tímabilið 2019-2020 áður en hún fór til enska félagsins Everton þar sem hún var í þrjú ár. Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira
Sevecke greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni. Hún á að baki 44 A-landsleiki fyrir Danmörku og sá fyrsti var einmitt gegn Íslandi í Algarve-bikarnum árið 2016. „Síðustu mánuði hef ég verið í rannsóknum og niðurstöðurnar úr þeim sýna að ég er með hjartasjúkdóm. Það þýðir að ég get ekki spilað fótbolta áfram sem atvinnumaður, og þess vegna lýkur fótboltaferli mínum nú þegar,“ skrifar Sevecke sem í haust gekk í raðir bandaríska félagsins Portland Thorns en náði aldrei að spila fyrir það. View this post on Instagram A post shared by æ s (@sevecke) „Það er óhemju erfitt að geta ekki tekið þessa ákvörðun sjálf á þeim tímapunkti sem ég hefði kosið. Ég hlakkaði til svo margra ævintýra. Eitt af þeim var að leika fyrir Portland Thorns og geta spilað með svo góðum leikmönnum í einni bestu deild heims. Ég get heldur ekki haldið áfram að vera hluti af landsliðinu og fulltrúi Danmerkur næstu árin. Það að klæðast rauðu og hvítu treyjunni, fara út á völl og syngja þjóðsönginn er það stærsta. Það er eitthvað sem ég er óhemju stolt af að hafa náð, og mun ávallt hugsa til baka með bros á vör. Ég er þakklát fyrir allt fólkið sem ég hef kynnst á minni leið, og þá vini sem ég hef eignast fyrir lífstíð,“ skrifar Sevecke. Tak for indsatsen, Rikke! Rikke Sevecke stopper sin fodboldkarriere på grund af en hjertesygdom: Jeg er desværre nødt til at stoppe min fodboldkarriere. Jeg er rigtig ked af ikke at kunne fortsætte mit eventyr med Kvindelandsholdet, hvor jeg har uforglemmelige minder pic.twitter.com/TuX5Ba5LbW— Fodboldlandsholdene (@dbulandshold) January 5, 2024 Sevecke, sem var varnarmaður, hóf ferilinn í Danmörku en lék svo með franska liðinu FC Fleury 91 tímabilið 2019-2020 áður en hún fór til enska félagsins Everton þar sem hún var í þrjú ár.
Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira