CrossFit krakkarnir fá allan hagnaðinn af sölu „Þeir fiska sem róa“ bolanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2024 14:00 Bergrós Björnsdóttir og Tindur Eliasen ætla sér stóra hluti í framtíðinni og fá bæði dýmæta reynslu í Miami í þessum mánuði. @hybrd.is Bergrós Björnsdóttir og Tindur Eliasen eru bæði á leiðinni til Miami í Bandaríkjunum seinna í þessum mánuði til að keppa á stóru CrossFit móti. Þau munu þar bæði keppa á Wodapalooza mótinu eftir að hafa unnið sér þátttökurétt á einu af stærsta CrossFit móti ársins í gegnum sérstaka undankeppni hennar. Wodapalooza mótið fer fram frá 11. til 14. janúar næstkomandi. Það kostar sitt að keppa í móti sem þessu enda ferðalagið til og upphaldið á Flórída ekki ódýrt. Bergrós og Tindur hafa nú fengið góðan byr í seglin eftir að Hybrd.is ákvað að styrkja þau bæði. Fyrirtækið hefur hannað sérmerkta „Þeir fiska sem róa“ boli fyrir þau og allur hagnaðurinn af sölu þeirra rennur til krakanna og þjálfara þeirra í keppnisferðinni. Það er hægt að kaupa bolina hér. Bergrós og Tindur áttu fyrst að keppa í unglingaflokknum en Bergrós þáði það hins vegar að keppa í flokki fullorðinna þegar hún fékk boð um það fyrir stuttu. Hún var aðeins tveimur sætum frá því að tryggja sér sætið í aðalkeppni kvenna þegar hún tók þátt í undankeppninni. Wodapalooza hafði hins vegar samband og bauð henni að koma inn eftir að aðrir keppendur forfölluðust. Þetta verður því í fyrsta sinn sem Bergrós fær tækifæri til að keppa við bestu CrossFit konur heims. Bergrós varð í þriðja sæti í unglingaflokki á heimsleikunum síðasta haust og fær annað tækifæri til að keppa í flokki sextán til sautján ára á þessu ári. Reynslan af því að keppa við þær bestu mun örugglega nýtast henni vel á komandi tímabili. View this post on Instagram A post shared by Hybrd (@hybrd.is) CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Þau munu þar bæði keppa á Wodapalooza mótinu eftir að hafa unnið sér þátttökurétt á einu af stærsta CrossFit móti ársins í gegnum sérstaka undankeppni hennar. Wodapalooza mótið fer fram frá 11. til 14. janúar næstkomandi. Það kostar sitt að keppa í móti sem þessu enda ferðalagið til og upphaldið á Flórída ekki ódýrt. Bergrós og Tindur hafa nú fengið góðan byr í seglin eftir að Hybrd.is ákvað að styrkja þau bæði. Fyrirtækið hefur hannað sérmerkta „Þeir fiska sem róa“ boli fyrir þau og allur hagnaðurinn af sölu þeirra rennur til krakanna og þjálfara þeirra í keppnisferðinni. Það er hægt að kaupa bolina hér. Bergrós og Tindur áttu fyrst að keppa í unglingaflokknum en Bergrós þáði það hins vegar að keppa í flokki fullorðinna þegar hún fékk boð um það fyrir stuttu. Hún var aðeins tveimur sætum frá því að tryggja sér sætið í aðalkeppni kvenna þegar hún tók þátt í undankeppninni. Wodapalooza hafði hins vegar samband og bauð henni að koma inn eftir að aðrir keppendur forfölluðust. Þetta verður því í fyrsta sinn sem Bergrós fær tækifæri til að keppa við bestu CrossFit konur heims. Bergrós varð í þriðja sæti í unglingaflokki á heimsleikunum síðasta haust og fær annað tækifæri til að keppa í flokki sextán til sautján ára á þessu ári. Reynslan af því að keppa við þær bestu mun örugglega nýtast henni vel á komandi tímabili. View this post on Instagram A post shared by Hybrd (@hybrd.is)
CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira