Spyr hvort „önnur öfl“ hafi haft áhrif á ákvörðun lögreglustjórans Lovísa Arnardóttir og Erla Björg Gunnarsdóttir skrifa 4. janúar 2024 22:53 Gunnar Örn Petersen formaður Landssambands segir skýrslu MAST lýsa vel fúskinu sem eigi sér stað í sjókvíaeldi. Stöð 2 Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir það sem kemur fram í nýrri skýrslu MAST um sjókvíaeldi Arctic Fish í Patreksfirði ekki endilega nýtt. Hann spyr hvort önnur öfl hafi haft áhrif á ákvörðun lögreglustjórans að láta mál embættisisins niður falla. Gunnar Örn segir að í skýrslunni sé alvarlegri vanrækslu lýst og að tvennt standi upp úr við lestur hennar. „Það er bæði það að á þessum tíma virðist starfsemi Arctic Fish á svæðinu hafa verið í einhvers konar lamasessi. Stjórnendur og starfsmenn svara MAST þannig að það hafi verið svo mikið að gera að þeir ráði ekki neitt við neitt. Staðreynd málsins er í raun sú að alveg sama hversu mikið þú vandar þig þá mun eldislax sleppa í opnu sjókvíaeldi. Þá einhvern veginn lýsir þetta bara því fúski sem viðgengst í greininni,“ segir Gunnar Örn en hann var til viðtals í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Í öðru lagi segir hann að starfsmenn viðurkenni að það hafi átt að framkvæma neðansjávareftirlit fyrir löngu í þessari kví en að því hafi ítrekað verið slegið á frest. „Það er mjög alvarlegt mál þegar það er svona mikið í húfi.“ Lögreglustjórinn á Vestfjörðum tilkynnti í desember að rannsókn embættisins á máli tengt Arctic Fish hefði verið hætt. Málið varðaði það þegar á fjórða þúsund eldislaxa sluppu úr sjókví hjá Arctic Fish í Patreksfirði í ágúst í fyrra. Landssamband veiðifélaga sagði í yfirlýsingu fyrir áramót að þau ætluðu að kæra ákvörðunina. Gunnar Örn segir lögin mjög skýr og setur stórar spurningar við það að lögreglustjórinn hafi látið rannsóknina niður falla. „Við trúum því að lögin séu mjög skýr um þetta og þetta snúist í raun um vankunnáttu lögreglustjórans á Vestfjörðum í málinu. Einfaldlega misskilningi og vankunnáttu á refsiheimildum laganna. Þau lögin séu óskýr um margt þá eru þau skýr um þetta,“ segir Gunnar Örn og að það væri hægt að leysa þetta með því að ráða einfaldlega fólk til vinnu sem getur skilið lögin. „En það vakna spurningar, að því þetta er svo augljóst, hvort það séu einhver önnur öfl sem ráða þarna ferðinni. Hvort lögreglustjórinn á Vestfjörðum einfaldlega treysti sér ekki til að fara áfram gegn þessu fyrirtæki með málið. Sem hafa svona mikil völd í samfélögunum fyrir vestan.“ Spurður hvað honum finnist um það eftirlit sem er í boði núna segir hann að það þurfi að stórauka það. Hann vonar að MAST kæri einnig ákvörðun lögreglustjórans eins og Landssambandið ætlar að gera. Hann segir að hans mati sé ekki hægt að halda laxeldi áfram í óbreyttri mynd. Fiskeldi Matvælaframleiðsla Lax Vesturbyggð Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Tvö alvarleg frávik hjá Arctic Sea Farm Matvælastofnun hefur gefið Arctic Sea Farm hf, dótturfyrirtæki Arctic Fish, frest til 19. janúar að bregðast við tveimur alvarlegum frávikum sem greindust við eftirlit á starfsemi í sjókvíeldi í Kvígindisdal í Patreksfirði í september. Annað frávikið varðar ljósabúnað en hitt eftirlit neðansjávar. 4. janúar 2024 14:51 Norðmenn ábyrgir fyrir skaðlegu sjókvíaeldi á Íslandi Árið 2020 áttaði ég mig á því að hörmungar gætu fylgt stórfeldu sjókvíaeldi í opnum kvíum í fjörðum landsins. Þá skrifaði ég grein í Þjóðmál „Um nýsköpun og sjálfbærni“ þar sem ég lagði áherslu á að við héldum auðlindum landsins sem mest í okkar eigu og varaði við yfirgangi Norðmanna. 2. janúar 2024 10:31 Lögregla hætt rannsókn á slysasleppingum í Patreksfirði Lögreglustjórinn á Vestfjörðun hefur hætt rannsókn á slysasleppingu eldislax úr fiskeldisstöð Arctic Sea Farm ehf í Kvígindisdal í Patreskfirði í ágúst síðastliðnum en hún var hafin í kjölfar kæru Matvælastofnunar í september. 21. desember 2023 09:20 Segir Vestfirðinga óttast að gagnrýna fiskeldi Veiga Grétarsdóttir, kajakræðari og náttúruverndarsinni, segist vona að myndir sem hún birti af lúsugum löxum í sjókvíum í Tálknafirði verði vendipunktur í málum fiskeldis hér á landi. Hún segir marga Vestfirðinga óttast að lýsa andstöðu sinni gegn fiskeldi. 6. nóvember 2023 10:17 Forviða yfir því að enginn hafi stöðvað útbreiðslu lúsarinnar Fyrrverandi prófessor í velferð fiska segist aldrei hafa séð eins sára laxa eftir lús og þá sem eru í kvíum Arctic Fish og Arnarlax í Tálknafirði. Hann segist forviða yfir því að ekki hafi verið brugðist fyrr við. 3. nóvember 2023 23:30 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Gunnar Örn segir að í skýrslunni sé alvarlegri vanrækslu lýst og að tvennt standi upp úr við lestur hennar. „Það er bæði það að á þessum tíma virðist starfsemi Arctic Fish á svæðinu hafa verið í einhvers konar lamasessi. Stjórnendur og starfsmenn svara MAST þannig að það hafi verið svo mikið að gera að þeir ráði ekki neitt við neitt. Staðreynd málsins er í raun sú að alveg sama hversu mikið þú vandar þig þá mun eldislax sleppa í opnu sjókvíaeldi. Þá einhvern veginn lýsir þetta bara því fúski sem viðgengst í greininni,“ segir Gunnar Örn en hann var til viðtals í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Í öðru lagi segir hann að starfsmenn viðurkenni að það hafi átt að framkvæma neðansjávareftirlit fyrir löngu í þessari kví en að því hafi ítrekað verið slegið á frest. „Það er mjög alvarlegt mál þegar það er svona mikið í húfi.“ Lögreglustjórinn á Vestfjörðum tilkynnti í desember að rannsókn embættisins á máli tengt Arctic Fish hefði verið hætt. Málið varðaði það þegar á fjórða þúsund eldislaxa sluppu úr sjókví hjá Arctic Fish í Patreksfirði í ágúst í fyrra. Landssamband veiðifélaga sagði í yfirlýsingu fyrir áramót að þau ætluðu að kæra ákvörðunina. Gunnar Örn segir lögin mjög skýr og setur stórar spurningar við það að lögreglustjórinn hafi látið rannsóknina niður falla. „Við trúum því að lögin séu mjög skýr um þetta og þetta snúist í raun um vankunnáttu lögreglustjórans á Vestfjörðum í málinu. Einfaldlega misskilningi og vankunnáttu á refsiheimildum laganna. Þau lögin séu óskýr um margt þá eru þau skýr um þetta,“ segir Gunnar Örn og að það væri hægt að leysa þetta með því að ráða einfaldlega fólk til vinnu sem getur skilið lögin. „En það vakna spurningar, að því þetta er svo augljóst, hvort það séu einhver önnur öfl sem ráða þarna ferðinni. Hvort lögreglustjórinn á Vestfjörðum einfaldlega treysti sér ekki til að fara áfram gegn þessu fyrirtæki með málið. Sem hafa svona mikil völd í samfélögunum fyrir vestan.“ Spurður hvað honum finnist um það eftirlit sem er í boði núna segir hann að það þurfi að stórauka það. Hann vonar að MAST kæri einnig ákvörðun lögreglustjórans eins og Landssambandið ætlar að gera. Hann segir að hans mati sé ekki hægt að halda laxeldi áfram í óbreyttri mynd.
Fiskeldi Matvælaframleiðsla Lax Vesturbyggð Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Tvö alvarleg frávik hjá Arctic Sea Farm Matvælastofnun hefur gefið Arctic Sea Farm hf, dótturfyrirtæki Arctic Fish, frest til 19. janúar að bregðast við tveimur alvarlegum frávikum sem greindust við eftirlit á starfsemi í sjókvíeldi í Kvígindisdal í Patreksfirði í september. Annað frávikið varðar ljósabúnað en hitt eftirlit neðansjávar. 4. janúar 2024 14:51 Norðmenn ábyrgir fyrir skaðlegu sjókvíaeldi á Íslandi Árið 2020 áttaði ég mig á því að hörmungar gætu fylgt stórfeldu sjókvíaeldi í opnum kvíum í fjörðum landsins. Þá skrifaði ég grein í Þjóðmál „Um nýsköpun og sjálfbærni“ þar sem ég lagði áherslu á að við héldum auðlindum landsins sem mest í okkar eigu og varaði við yfirgangi Norðmanna. 2. janúar 2024 10:31 Lögregla hætt rannsókn á slysasleppingum í Patreksfirði Lögreglustjórinn á Vestfjörðun hefur hætt rannsókn á slysasleppingu eldislax úr fiskeldisstöð Arctic Sea Farm ehf í Kvígindisdal í Patreskfirði í ágúst síðastliðnum en hún var hafin í kjölfar kæru Matvælastofnunar í september. 21. desember 2023 09:20 Segir Vestfirðinga óttast að gagnrýna fiskeldi Veiga Grétarsdóttir, kajakræðari og náttúruverndarsinni, segist vona að myndir sem hún birti af lúsugum löxum í sjókvíum í Tálknafirði verði vendipunktur í málum fiskeldis hér á landi. Hún segir marga Vestfirðinga óttast að lýsa andstöðu sinni gegn fiskeldi. 6. nóvember 2023 10:17 Forviða yfir því að enginn hafi stöðvað útbreiðslu lúsarinnar Fyrrverandi prófessor í velferð fiska segist aldrei hafa séð eins sára laxa eftir lús og þá sem eru í kvíum Arctic Fish og Arnarlax í Tálknafirði. Hann segist forviða yfir því að ekki hafi verið brugðist fyrr við. 3. nóvember 2023 23:30 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Tvö alvarleg frávik hjá Arctic Sea Farm Matvælastofnun hefur gefið Arctic Sea Farm hf, dótturfyrirtæki Arctic Fish, frest til 19. janúar að bregðast við tveimur alvarlegum frávikum sem greindust við eftirlit á starfsemi í sjókvíeldi í Kvígindisdal í Patreksfirði í september. Annað frávikið varðar ljósabúnað en hitt eftirlit neðansjávar. 4. janúar 2024 14:51
Norðmenn ábyrgir fyrir skaðlegu sjókvíaeldi á Íslandi Árið 2020 áttaði ég mig á því að hörmungar gætu fylgt stórfeldu sjókvíaeldi í opnum kvíum í fjörðum landsins. Þá skrifaði ég grein í Þjóðmál „Um nýsköpun og sjálfbærni“ þar sem ég lagði áherslu á að við héldum auðlindum landsins sem mest í okkar eigu og varaði við yfirgangi Norðmanna. 2. janúar 2024 10:31
Lögregla hætt rannsókn á slysasleppingum í Patreksfirði Lögreglustjórinn á Vestfjörðun hefur hætt rannsókn á slysasleppingu eldislax úr fiskeldisstöð Arctic Sea Farm ehf í Kvígindisdal í Patreskfirði í ágúst síðastliðnum en hún var hafin í kjölfar kæru Matvælastofnunar í september. 21. desember 2023 09:20
Segir Vestfirðinga óttast að gagnrýna fiskeldi Veiga Grétarsdóttir, kajakræðari og náttúruverndarsinni, segist vona að myndir sem hún birti af lúsugum löxum í sjókvíum í Tálknafirði verði vendipunktur í málum fiskeldis hér á landi. Hún segir marga Vestfirðinga óttast að lýsa andstöðu sinni gegn fiskeldi. 6. nóvember 2023 10:17
Forviða yfir því að enginn hafi stöðvað útbreiðslu lúsarinnar Fyrrverandi prófessor í velferð fiska segist aldrei hafa séð eins sára laxa eftir lús og þá sem eru í kvíum Arctic Fish og Arnarlax í Tálknafirði. Hann segist forviða yfir því að ekki hafi verið brugðist fyrr við. 3. nóvember 2023 23:30