Mátti synja meintum nasista um inngöngu í lögregluskólann Árni Sæberg skrifar 4. janúar 2024 15:17 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, Ríkislögreglustjóri, þarf ekki veita mönnum, sem hliðhollir eru nasistum, inngöngu í lögregluskólann. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur með áliti lagt blessun sína yfir ákvörðun Ríkislögreglustjóra um að synja manni um inngöngu í starfsnám hjá mennta- og starfsþróunarsetri lögreglu. Í ákvörðun sinni leit Ríkislögreglustjóri meðal annars til þess að starfsfólk framhaldsskóla, sem maðurinn gekk í, hafi lýst yfir áhyggjum af ummælum hans um múslima og að hann væri hliðhollur nasistum. Í áliti umboðsmanns, sem birt var aðilum þann 22. desember síðastliðinn en á vef umboðsmanns í dag, segir að maðurinn hafi leitað til umboðsmanns Alþingis og kvartað yfir ákvörðun Ríkislögreglustjóra um synjun umsóknar hans um starfsnám hjá mennta- og starfsþróunarsetri lögreglu. Ákvörðunin hafi byggst á því að maðurinn uppfyllti ekki skilyrði lögreglulaga fyrir inngöngu í námið vegna þess að hann hefði sýnt af sér háttsemi sem gæti rýrt það traust sem lögreglumenn yrðu almennt að njóta. Í kvörtuninni hafi verið byggt á því að ákvörðunin hefði verið efnislega röng og rannsókn málsins ófullnægjandi þar sem dregnar hefðu verið ályktanir af sögusögnum frá ónafngreindum aðilum sem ekki hefðu verið rannsakaðar eða bornar undir manninn. Þá hafi kvörtunin lotið að því að maðurinn hefði ekki fengið aðgang að öllum samskiptum Ríkislögreglustjóra eða annarra lögregluembætta við erlend lögregluyfirvöld sem hann vörðuðu. Kom með hníf í skólann og viðhafði ummæli um múslima Í ákvörðun Ríkislögreglustjóra um að synja manninum um inngöngu segir að í bakgrunnsskoðun vegna umsóknar hans hafi komið í ljós við skoðun í málaskrá lögreglu skráð mál hjá lögreglunni. Þar komi fram að maðirinn hafi mætt með hníf í skólann, sem ekki er tilgreindur í áliti umboðsmanns. Að sögn skólastjóra skólans hefði starfsfólk skólans einnig lýst yfir áhyggjum af framkomu mannsins og þá sérstaklega í tengslum við ummæli hans um múslima og jafnframt að starfsfólkið teldi hann hliðhollan nasisma. Ástæða þess er afmáð úr birtu áliti umboðsmanns. Þá hefði Ríkislögreglustjóri jafnframt upplýsingar frá erlendum lögregluyfirvöldum, um að manninum hefði verið vísað úr skóla þar í landi vegna svipaðra atriða. Óumdeilt að atvikin hafi átt sér stað Í áliti umboðsmanns segir að af skýringum Ríkislögreglustjóra yrði ráðið að embættið teldi sjálft að rannsókn málsins hefði að vissu marki verið ábótavant og að ekki hefði mátt leggja óstaðfestar upplýsingar ónafngreindra aðila um viðhorf mannsins einar og sér til grundvallar synjun. Hins vegar hefðu tiltekin atvik, sem óumdeilt væri að hefðu átt sér stað, í heild verið nægileg til að hann teldist ekki fullnægja skilyrðum fyrir inngöngu í námið. Umboðsmaður teldi sig ekki hafa forsendur til að fullyrða að mat Ríkislögreglustjóra hefði að því leyti verið ómálefnalegt eða bersýnilega óforsvaranlegt með tilliti til þeirra upplýsinga sem fyrir lágu um atvikin. Þá hefði lýsing mannsins sjálfs á öðru atvikinu verið lögð til grundvallar við matið samkvæmt skýringum embættisins. Þar sem umboðsmaður taldi ekki ástæðu til að gera athugasemdir við þá efnislegu niðurstöðu Ríkislögreglustjóra að synja manninum um inngöngu í starfsnámið taldi hann ekki ástæðu til að beina tilmælum til embættisins um endurupptöku málsins. Lögreglan Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Skóla - og menntamál Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Í áliti umboðsmanns, sem birt var aðilum þann 22. desember síðastliðinn en á vef umboðsmanns í dag, segir að maðurinn hafi leitað til umboðsmanns Alþingis og kvartað yfir ákvörðun Ríkislögreglustjóra um synjun umsóknar hans um starfsnám hjá mennta- og starfsþróunarsetri lögreglu. Ákvörðunin hafi byggst á því að maðurinn uppfyllti ekki skilyrði lögreglulaga fyrir inngöngu í námið vegna þess að hann hefði sýnt af sér háttsemi sem gæti rýrt það traust sem lögreglumenn yrðu almennt að njóta. Í kvörtuninni hafi verið byggt á því að ákvörðunin hefði verið efnislega röng og rannsókn málsins ófullnægjandi þar sem dregnar hefðu verið ályktanir af sögusögnum frá ónafngreindum aðilum sem ekki hefðu verið rannsakaðar eða bornar undir manninn. Þá hafi kvörtunin lotið að því að maðurinn hefði ekki fengið aðgang að öllum samskiptum Ríkislögreglustjóra eða annarra lögregluembætta við erlend lögregluyfirvöld sem hann vörðuðu. Kom með hníf í skólann og viðhafði ummæli um múslima Í ákvörðun Ríkislögreglustjóra um að synja manninum um inngöngu segir að í bakgrunnsskoðun vegna umsóknar hans hafi komið í ljós við skoðun í málaskrá lögreglu skráð mál hjá lögreglunni. Þar komi fram að maðirinn hafi mætt með hníf í skólann, sem ekki er tilgreindur í áliti umboðsmanns. Að sögn skólastjóra skólans hefði starfsfólk skólans einnig lýst yfir áhyggjum af framkomu mannsins og þá sérstaklega í tengslum við ummæli hans um múslima og jafnframt að starfsfólkið teldi hann hliðhollan nasisma. Ástæða þess er afmáð úr birtu áliti umboðsmanns. Þá hefði Ríkislögreglustjóri jafnframt upplýsingar frá erlendum lögregluyfirvöldum, um að manninum hefði verið vísað úr skóla þar í landi vegna svipaðra atriða. Óumdeilt að atvikin hafi átt sér stað Í áliti umboðsmanns segir að af skýringum Ríkislögreglustjóra yrði ráðið að embættið teldi sjálft að rannsókn málsins hefði að vissu marki verið ábótavant og að ekki hefði mátt leggja óstaðfestar upplýsingar ónafngreindra aðila um viðhorf mannsins einar og sér til grundvallar synjun. Hins vegar hefðu tiltekin atvik, sem óumdeilt væri að hefðu átt sér stað, í heild verið nægileg til að hann teldist ekki fullnægja skilyrðum fyrir inngöngu í námið. Umboðsmaður teldi sig ekki hafa forsendur til að fullyrða að mat Ríkislögreglustjóra hefði að því leyti verið ómálefnalegt eða bersýnilega óforsvaranlegt með tilliti til þeirra upplýsinga sem fyrir lágu um atvikin. Þá hefði lýsing mannsins sjálfs á öðru atvikinu verið lögð til grundvallar við matið samkvæmt skýringum embættisins. Þar sem umboðsmaður taldi ekki ástæðu til að gera athugasemdir við þá efnislegu niðurstöðu Ríkislögreglustjóra að synja manninum um inngöngu í starfsnámið taldi hann ekki ástæðu til að beina tilmælum til embættisins um endurupptöku málsins.
Lögreglan Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Skóla - og menntamál Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira