Skaupinu hafi tekist að forðast stærsta álitamálið í þætti Hemma Jón Þór Stefánsson skrifar 4. janúar 2024 21:31 „Hemmi var ekki látinn gera nokkuð eða segja sem hann hefði ekki gert í lifandi lífi við sama tækifæri,“ segir Henry Alexander Henrysson. Heimspekingurinn Henry Alexander Henrysson segir gríðarlega mikilvægt að rætt sé um hvað sé gert með svokallaða deepfake-tækni og við hvaða aðstæður hún sé notuð. Tækninni sem um ræðir brá fyrir í Áramótaskaupinu, þar sem líkt var eftir útliti og rödd þekktra Íslendinga, en þar má nefna Boga Ágústsson, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, Björk Guðmundsdóttur, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, Ólaf Ragnar Grímsson, og Hermann heitinn Gunnarsson. Þáttur þess síðastnefnda í Skaupinu hefur verið umdeildur, þar sem Hermann, betur þekktur sem Hemmi Gunn, lést árið 2013. Umsjónarmenn atriðisins vilja meina að samþykkis hafi verið leitað hjá fjölskyldu Hemma, en bróðir hans, Ragnar Gunnarsson, sagði í samtali við Vísi að hann hefði ekki verið spurður og kvaðst mjög sár vegna atriðisins. Hemma ekki lögð orð í munn Að mati Henrys tókst höfundum skaupsins þó að forðast stærsta álitamálið, að leggja látnu fólki orð í munn. „Í bili held ég að við skulum bara gleðjast yfir því að þessi fyrstu kynni áhorfenda RÚV af tækninni hafi verið frasi sem ekki gat komið frá annarri persónu en Hemma Gunn. Gagnrýnin á atriðið hefur verið ýmiss konar, en ég held að engum hafi komið í hug að þarna væri verið að leggja honum orð í munn,“ segir Henry í samtali við fréttastofu. „Ég vil ekki útiloka að það kunni að vera áhugavert, og jafnvel mikilvægt, að skapa efni þar sem látnir einstaklingar ávarpa afkomendur sína eða samborgara,“ segir Henry. „En ég myndi þó halda að við viljum takmarka notkun þessarar tækni eins mikið og mögulegt er.“ Hann nefnir einnig að lagarammi þurfi að vera til staðar varðandi tæknina sem tryggi að aðstandendur þurfi ekki að þola að gengið sé á sæmdarrétt. Gluggi í framtíðina Aðspurður segir Henry að viðbrögð sín við umræddu atriði hafa verið þrenns konar. „Í fyrsta lagi gat maður ímyndað sér að þetta yrði flókið mál fyrir aðstandendur. Það var fjölmennur hópur sem stóð að Hemma Gunn og ljóst að einhverjum myndi bregða illa við enda varla hægt að ná í alla og ekki ljóst hvers eðlis samþykki fyrir atriðinu yrði að vera.“ Í öðru lagi segist Henry hafa verið feginn hversu smekklega hafi verið farið að í atriðinu. „Hemmi var ekki látinn gera nokkuð eða segja sem hann hefði ekki gert í lifandi lífi við sama tækifæri. Vissulega voru líka aðrir einstaklingar þarna í atriðinu sem eru enn í fullu fjöri, en hið siðferðilega álitamál er allt annað varðandi þá enda geta þeir sjálfir svarað fyrir sig.“ Og í þriðja lagi segir Henry að viðbrögð sín hafi ekki einungis varðað innkoma Hemma Gunn, heldur hafi áhorfendum verið veittur gluggi í mjög nálæga framtíð. Um mikilvæga vakningu væri því að ræða. „Maður heyrir að alls staðar í kringum sig hvernig fólk sem hefur ekki hugsað mikið út í þessa tækni hefur nú vaknað til vitundar um hana. Er ekki einmitt markmið Áramótaskaupsins að vera spegill á þessum tímamótum?“ Vinsæll samkvæmisleikur gæti liðið undir lok Henry nefnir einnig að lagarammi þurfi að vera til staðar varðandi tæknina sem tryggi að aðstandendur þurfi ekki að þola að gengið sé á sæmdarrétt. „Auðvitað er eðlilegt að áhorfendur hafi staldrað sérstaklega við það að látinn einstaklingur hafi birst á skjánum. Eðlilega er þarna að mestu leyti um tilfinningalegt uppnám að ræða en svo vakna auðvitað upp mikilvægar spurningar um réttindi látinna einstaklinga og skyldur okkar gagnvart þeim.“ Pétur Eggerz Pétursson, maðurinn sem sá um tæknina á bak við atriðið, tók í sama streng í viðtali við Vísi í gær. Hann sagði mikilvægt að löggjafinn tæki upp hanskann og ynni að skýrara regluverki. Henry bendir á að tæknin sé að þróast gríðarlega hratt. Mikilvægir listamenn sem mikið myndefni sé til af muni geta leikið, dansað og sungið til eilífðar með því að stöðugum straumi af nýju efni. „Og við munum ekki einu sinni þurfa leikara til að leika þekktar persónur sem hafa verið mikið í fjölmiðlum. Samkvæmisleikurinn um hvaða leikari sé líkastur tiltekinni persónu í þjóðlífinu mun mögulega líða undir lok,“ spáir Henry. Fleiri spurningar en svör Aðspurður um hvort uppi séu fleiri spurningar með, eða án svara varðandi tilkomu deepfake-tækninnar segir Henry hið síðarnefnda vera nær raunveruleikanum. „Núna í upphafi árs höfum við miklu frekar spurningar heldur en svör við því hvert þessi tækni mun leiða okkur. Öll svið mannlegrar tilveru munu taka breytingum með þessum möguleikum,“ Hann telur að kosningar í nokkrum fjölmennustu löndum heims, sem fram munu fara á þessu ári líklega verða stærsta prófsteininn. „Maður getur ímyndað sér hvað gerist ef myndbönd af frambjóðendum að segja og gera einhverja vitleysu fara í dreifingu svo skömmu fyrir kosningar að ekki næst að koma fram með leiðréttingar.“ Henry minnist einnig á afþreyingariðnaðinn, stjórnmál, menntun og menningu, en telur þau atriði líkleg til að þróast hratt á næstu misserum. „Vonandi náum við einhverjum tökum á þeirri þróun í stað þess að fylgjast bara með henni opinmynnt.“ Áramótaskaupið Gervigreind Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Tækninni sem um ræðir brá fyrir í Áramótaskaupinu, þar sem líkt var eftir útliti og rödd þekktra Íslendinga, en þar má nefna Boga Ágústsson, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, Björk Guðmundsdóttur, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, Ólaf Ragnar Grímsson, og Hermann heitinn Gunnarsson. Þáttur þess síðastnefnda í Skaupinu hefur verið umdeildur, þar sem Hermann, betur þekktur sem Hemmi Gunn, lést árið 2013. Umsjónarmenn atriðisins vilja meina að samþykkis hafi verið leitað hjá fjölskyldu Hemma, en bróðir hans, Ragnar Gunnarsson, sagði í samtali við Vísi að hann hefði ekki verið spurður og kvaðst mjög sár vegna atriðisins. Hemma ekki lögð orð í munn Að mati Henrys tókst höfundum skaupsins þó að forðast stærsta álitamálið, að leggja látnu fólki orð í munn. „Í bili held ég að við skulum bara gleðjast yfir því að þessi fyrstu kynni áhorfenda RÚV af tækninni hafi verið frasi sem ekki gat komið frá annarri persónu en Hemma Gunn. Gagnrýnin á atriðið hefur verið ýmiss konar, en ég held að engum hafi komið í hug að þarna væri verið að leggja honum orð í munn,“ segir Henry í samtali við fréttastofu. „Ég vil ekki útiloka að það kunni að vera áhugavert, og jafnvel mikilvægt, að skapa efni þar sem látnir einstaklingar ávarpa afkomendur sína eða samborgara,“ segir Henry. „En ég myndi þó halda að við viljum takmarka notkun þessarar tækni eins mikið og mögulegt er.“ Hann nefnir einnig að lagarammi þurfi að vera til staðar varðandi tæknina sem tryggi að aðstandendur þurfi ekki að þola að gengið sé á sæmdarrétt. Gluggi í framtíðina Aðspurður segir Henry að viðbrögð sín við umræddu atriði hafa verið þrenns konar. „Í fyrsta lagi gat maður ímyndað sér að þetta yrði flókið mál fyrir aðstandendur. Það var fjölmennur hópur sem stóð að Hemma Gunn og ljóst að einhverjum myndi bregða illa við enda varla hægt að ná í alla og ekki ljóst hvers eðlis samþykki fyrir atriðinu yrði að vera.“ Í öðru lagi segist Henry hafa verið feginn hversu smekklega hafi verið farið að í atriðinu. „Hemmi var ekki látinn gera nokkuð eða segja sem hann hefði ekki gert í lifandi lífi við sama tækifæri. Vissulega voru líka aðrir einstaklingar þarna í atriðinu sem eru enn í fullu fjöri, en hið siðferðilega álitamál er allt annað varðandi þá enda geta þeir sjálfir svarað fyrir sig.“ Og í þriðja lagi segir Henry að viðbrögð sín hafi ekki einungis varðað innkoma Hemma Gunn, heldur hafi áhorfendum verið veittur gluggi í mjög nálæga framtíð. Um mikilvæga vakningu væri því að ræða. „Maður heyrir að alls staðar í kringum sig hvernig fólk sem hefur ekki hugsað mikið út í þessa tækni hefur nú vaknað til vitundar um hana. Er ekki einmitt markmið Áramótaskaupsins að vera spegill á þessum tímamótum?“ Vinsæll samkvæmisleikur gæti liðið undir lok Henry nefnir einnig að lagarammi þurfi að vera til staðar varðandi tæknina sem tryggi að aðstandendur þurfi ekki að þola að gengið sé á sæmdarrétt. „Auðvitað er eðlilegt að áhorfendur hafi staldrað sérstaklega við það að látinn einstaklingur hafi birst á skjánum. Eðlilega er þarna að mestu leyti um tilfinningalegt uppnám að ræða en svo vakna auðvitað upp mikilvægar spurningar um réttindi látinna einstaklinga og skyldur okkar gagnvart þeim.“ Pétur Eggerz Pétursson, maðurinn sem sá um tæknina á bak við atriðið, tók í sama streng í viðtali við Vísi í gær. Hann sagði mikilvægt að löggjafinn tæki upp hanskann og ynni að skýrara regluverki. Henry bendir á að tæknin sé að þróast gríðarlega hratt. Mikilvægir listamenn sem mikið myndefni sé til af muni geta leikið, dansað og sungið til eilífðar með því að stöðugum straumi af nýju efni. „Og við munum ekki einu sinni þurfa leikara til að leika þekktar persónur sem hafa verið mikið í fjölmiðlum. Samkvæmisleikurinn um hvaða leikari sé líkastur tiltekinni persónu í þjóðlífinu mun mögulega líða undir lok,“ spáir Henry. Fleiri spurningar en svör Aðspurður um hvort uppi séu fleiri spurningar með, eða án svara varðandi tilkomu deepfake-tækninnar segir Henry hið síðarnefnda vera nær raunveruleikanum. „Núna í upphafi árs höfum við miklu frekar spurningar heldur en svör við því hvert þessi tækni mun leiða okkur. Öll svið mannlegrar tilveru munu taka breytingum með þessum möguleikum,“ Hann telur að kosningar í nokkrum fjölmennustu löndum heims, sem fram munu fara á þessu ári líklega verða stærsta prófsteininn. „Maður getur ímyndað sér hvað gerist ef myndbönd af frambjóðendum að segja og gera einhverja vitleysu fara í dreifingu svo skömmu fyrir kosningar að ekki næst að koma fram með leiðréttingar.“ Henry minnist einnig á afþreyingariðnaðinn, stjórnmál, menntun og menningu, en telur þau atriði líkleg til að þróast hratt á næstu misserum. „Vonandi náum við einhverjum tökum á þeirri þróun í stað þess að fylgjast bara með henni opinmynnt.“
Áramótaskaupið Gervigreind Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira