Innlent

Í leyfi vegna gruns um brot gegn sam­starfs­konu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lögreglustöðin á Selfossi.
Lögreglustöðin á Selfossi. Vísir/Vilhelm

Yfirmaður hjá lögreglunni á Suðurlandi hefur verið marga mánuði í leyfi á meðan héraðssaksóknari hefur haft kæru samstarfskonu hans til rannsóknar. Málið er nú á borði ríkissaksóknara.

RÚV greindi fyrst frá málinu. Þar segir að héraðssaksóknari hafi fellt niður rannsókn málsins í nóvember þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Lögreglukonan kærði þá niðurstöðu til ríkissaksóknara sem hefur málið til skoðunar.

Um er að ræða enn eitt málið þar sem lögreglukona sakar karlmann í sömu stétt um að hafa brotið á sér. Tveir yfirmenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru á síðasta ári sendir í leyfi vegna mála af svipuðum toga.


Tengdar fréttir

Fimm erfið starfsmannamál litin alvarlegum augum

Fimm mál er varða kynferðislega eða kynbundna áreitni, einelti eða ofbeldi starfsfólks lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa verið til meðferðar hjá embættinu á árinu. Upplýsingafulltrúi lögreglu segir í öllum tilvikum hafa verið brugðist við í samræmi við reglugerð. Málin séu öll sem eitt litin alvarlegum augum. Veita á starfsfólki aukna fræðslu um mörk í samskiptum

Enn einn yfirmaður lögreglu sendur í leyfi

Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er kominn í leyfi frá störfum. Þetta staðfestir embættið í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann er þriðji stjórnandi embættisins sem sendur er í leyfi á innan við ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×