Bjarni: Stórskrýtið að spila ekki síðustu vikuna fyrir jól Andri Már Eggertsson skrifar 3. janúar 2024 21:29 Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var svekktur eftir leik Diego Haukar töpuðu fyrir toppliði Keflavíkur í Blue-höllinni 66-59. Þetta var jafn og spennandi leikur alveg þar til undir lok fjórða leikhluta þá tók toppliðið yfir og vann að lokum sjö stiga sigur. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, fannst sitt lið kasta leiknum frá sér í fjórða leikhluta og var einnig ósáttur við þá ákvörðun að ekki hafi verið spilað síðustu vikuna fyrir jól. Haukar töpuðu fyrir toppliði Keflavíkur í Blue-höllinni 66-59. Þetta var jafn og spennandi leikur alveg þar til undir lok fjórða leikhluta þá tók Keflavík völdin í leiknum. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var svekktur eftir leik. „Þegar að 3-4 mínútur voru eftir af fjórða leikhluta fórum við að gera barnaleg mistök sem gerði það að verkum að Keflavík fékk þrjá þrista og það var helvíti dýrt.“ „Þetta var jafn leikur en þetta var ekki geggjaður körfubolti en við náðum að gera ágætlega og vorum með stjórn á mörgu sem gerði þeim erfitt fyrir en um leið og við gerðum barnaleg mistök þá refsaði Keflavík og kláraði leikinn.“ Haukar voru í kjörstöðu í upphafi fjórða leikhluta. Gestirnir voru einu stigi yfir þegar að fjórði leikhluti fór af stað og gerðu fyrstu tvær körfurnar í leikhlutanum. Bjarni var svekktur með kaflann sem fylgdi eftir því. „Við fórum úr því sem við vildum gera sóknarlega og mér fannst algjör óþarfi að við skildum gefa þeim þennan leik.“ Þetta var fyrsti leikur liðanna síðan 12. desember á síðasta ári. Leikurinn var ekki góður að mati Bjarna og hann var ekki ánægður með þessa löngu pásu sem liðin hafa verið í. „Ég skil ekki þetta fyrirkomulag að spila síðasta leik 12. desember og síðan kom heil vika þar á eftir fyrir jól. Það átti ekki að spila á milli jóla og nýárs. Ég skil að vissu leyti þá hugmynd en að spila ekki vikuna fyrir jól og þurfa að bíða í þrjár vikur á miðju tímabili og það er erfitt fyrir öll lið að halda takti.“ „Mér finnst það stórskrýtin ákvörðun en það sitja öll lið við sama borð. Það eru öll lið í fínu standi en þú dettur úr takti en það var tækifæri fyrir okkur að stela þessum leik í kvöld og ná í þessi tvö stig en mér fannst við henda því frá okkur á eigin klaufaskap,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum. Haukar Subway-deild kvenna Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Sjá meira
Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, fannst sitt lið kasta leiknum frá sér í fjórða leikhluta og var einnig ósáttur við þá ákvörðun að ekki hafi verið spilað síðustu vikuna fyrir jól. Haukar töpuðu fyrir toppliði Keflavíkur í Blue-höllinni 66-59. Þetta var jafn og spennandi leikur alveg þar til undir lok fjórða leikhluta þá tók Keflavík völdin í leiknum. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var svekktur eftir leik. „Þegar að 3-4 mínútur voru eftir af fjórða leikhluta fórum við að gera barnaleg mistök sem gerði það að verkum að Keflavík fékk þrjá þrista og það var helvíti dýrt.“ „Þetta var jafn leikur en þetta var ekki geggjaður körfubolti en við náðum að gera ágætlega og vorum með stjórn á mörgu sem gerði þeim erfitt fyrir en um leið og við gerðum barnaleg mistök þá refsaði Keflavík og kláraði leikinn.“ Haukar voru í kjörstöðu í upphafi fjórða leikhluta. Gestirnir voru einu stigi yfir þegar að fjórði leikhluti fór af stað og gerðu fyrstu tvær körfurnar í leikhlutanum. Bjarni var svekktur með kaflann sem fylgdi eftir því. „Við fórum úr því sem við vildum gera sóknarlega og mér fannst algjör óþarfi að við skildum gefa þeim þennan leik.“ Þetta var fyrsti leikur liðanna síðan 12. desember á síðasta ári. Leikurinn var ekki góður að mati Bjarna og hann var ekki ánægður með þessa löngu pásu sem liðin hafa verið í. „Ég skil ekki þetta fyrirkomulag að spila síðasta leik 12. desember og síðan kom heil vika þar á eftir fyrir jól. Það átti ekki að spila á milli jóla og nýárs. Ég skil að vissu leyti þá hugmynd en að spila ekki vikuna fyrir jól og þurfa að bíða í þrjár vikur á miðju tímabili og það er erfitt fyrir öll lið að halda takti.“ „Mér finnst það stórskrýtin ákvörðun en það sitja öll lið við sama borð. Það eru öll lið í fínu standi en þú dettur úr takti en það var tækifæri fyrir okkur að stela þessum leik í kvöld og ná í þessi tvö stig en mér fannst við henda því frá okkur á eigin klaufaskap,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum.
Haukar Subway-deild kvenna Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Sjá meira