Talinn vera sá fyrsti til þess að „vinna“ Tetris Bjarki Sigurðsson skrifar 3. janúar 2024 20:44 Skjáskot af Gibson að spila Tetris. Þrettán ára Bandaríkjamaðurinn Willis Gibson er sagður vera fyrsta manneskjan í heiminum til að sigra einn klassískasta tölvuleik sögunnar, Tetris. Leikurinn hrundi þegar Gibson var kominn í 157. borð leiksins. Tetris var gefinn út árið 1984 en náði hápunkti sínum árið 1989 þegar leikurinn var gefinn út á Nintendo-tölvunum. Leikurinn gengur út á það að raða kubbum sem eru mismunandi í laginu á sem bestan máta. Fyrst um sinn var talið að leikurinn væri einungis með 29 borð, þar til árið 2010 þegar spilarinn Thor Aackerlund afsannaði það með því að komast í borð 30. Seinna kom í ljós að borðin væru 157 talsins áður en leikurinn gæfi sig, en ekkert „endaborð“ hafði verið forritað inn í leikinn. Þar til í síðasta mánuði hafði einungis gervigreind komist svo langt í leiknum. Þá birti Gibson myndband af sér þar sem hann sést komast í borð 157 áður en leikurinn gefur sig. BBC greinir frá. Það tók Gibson 38 mínútur að komast í borðið en með árangri sínum sló hann fleiri heimsmet, til að mynda fyrir flest stig í Tetris-leik. Leikjavísir Bandaríkin Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Fleiri fréttir Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Tetris var gefinn út árið 1984 en náði hápunkti sínum árið 1989 þegar leikurinn var gefinn út á Nintendo-tölvunum. Leikurinn gengur út á það að raða kubbum sem eru mismunandi í laginu á sem bestan máta. Fyrst um sinn var talið að leikurinn væri einungis með 29 borð, þar til árið 2010 þegar spilarinn Thor Aackerlund afsannaði það með því að komast í borð 30. Seinna kom í ljós að borðin væru 157 talsins áður en leikurinn gæfi sig, en ekkert „endaborð“ hafði verið forritað inn í leikinn. Þar til í síðasta mánuði hafði einungis gervigreind komist svo langt í leiknum. Þá birti Gibson myndband af sér þar sem hann sést komast í borð 157 áður en leikurinn gefur sig. BBC greinir frá. Það tók Gibson 38 mínútur að komast í borðið en með árangri sínum sló hann fleiri heimsmet, til að mynda fyrir flest stig í Tetris-leik.
Leikjavísir Bandaríkin Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Fleiri fréttir Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira