Með ríkisborgararétt en telst áfram erlendur leikmaður hjá KKÍ Smári Jökull Jónsson skrifar 5. janúar 2024 08:00 Dani hefur verið á meðal bestu leikmanna Subway-deildarinnar í vetur. Vísir/Vilhelm Danielle Rodriguez er orðin íslenskur ríkisborgari og því gjaldgeng með íslenska landsliðinu. Hún telst samt áfram erlendur leikmaður samkvæmt reglum Körfuknattleikssambandsins. Danielle Rodriguez, leikmaður Grindavíkur í Subway-deild kvenna, fékk íslenskan ríkisborgararétt í desember. Hún lék fyrst hér á landi árið 2016 og hefur búið á Íslandi síðan þá utan eins árs þegar hún flutti til Bandaríkjanna. Samkvæmt reglum Körfuknattleikssambands Íslands má aðeins einn leikmaður frá landi utan EES vera inni á vellinum hverju sinni í Subway-deildunum. Þegar tímabilið í Subway-deild kvenna hófst í september var Dani Rodriguez ekki komin með íslenskan ríkisborgararétt og því skráð sem leikmaður utan EES. Samkvæmt reglum gildir sú skráning út tímabilið og því telst Rodriguez enn sem erlendur leikmaður þrátt fyrir að vera orðin Íslendingur. „Það er fundur á mánudag til að ræða þetta. Ég veit að Grindavík hefur haft samband við KKÍ og ég hef gert það sömuleiðis. Ég veit ekki hvort Grindavík ætli sér að bæta við leikmanni,“ segir Rodriguez en yrði hún skráð í kerfi KKÍ sem Íslendingur gæti Grindavík bætt við sig leikmanni frá landi utan EES, til dæmis frá Bandaríkjunum þaðan sem flestir af sterkustu erlendu leikmönnum Subway-deildanna koma. „Gefur þeim meira vald en þau í raun hafa“ „Fyrir mér snýst þetta um það að eftir að hafa verið hér í sjö ár og verið veittur sá heiður af stjórnvöldum að vera orðin Íslendingur þá finnst mér það ekki vera hlutverk KKÍ að veita mér rétt að leika sem Íslendingur. Ríkisstjórnin hefur nú þegar veitt mér þann rétt. Lög og reglur KKÍ eru ekki æðri lögum íslenskra stjórnvalda,“ segir Dani og segir að KKÍ muni funda um málið í næstu viku. „Þetta er mín persónulega skoðun og ég veit ekki hvað Grindvík ætlar sér að gera. Þetta breytir í raun engum plönum því við vorum ekki einu sinni viss hvort ég fengi ríkisborgararétt. Mér skilst að það verði kosið um þetta á fundi KKÍ og mér finnst það gefa þeim meira vald en þau í raun hafa.“ Í 15. grein relgugerðar KKÍ um körfuknattleiksmót er fjallað um erlenda leikmenn. Þar segir að erlendur leikmaður sem hefji tímabilið sem leikmaður utan EES-ríkis teljist sem slíkur út leiktíðina, nema að fenginni undanþágu KKÍ. Brjóti félag gegn reglunni telst það hafa notað ólöglegan leikmann. Í reglugerðinni er einnig rætt um að erlendir ríkisborgarar sem búið hafa á Íslandi samfellt í þrjú ár eða meira teljist ekki sem erlendir leikmenn. Dani Rodriguez fellur ekki undir þá reglu þar sem hún bjó í Bandaríkjunum tímabilið 2021-22. Aðspurð hvort Dani finnist reglan vera ósanngjörn vill hún ekki nota það orð. „Þetta breytir ekki miklu fyrir mig núna. Það er hægt að tala um „hvað ef“ og alls konar slíkt. Það gætu komið upp aðrar kringumstæður, ef ég myndi missa vinnuna og annað lið myndi bjóða mér samning en aðeins sem Íslendingur. Þá gæti ég ekki tekið því starfi því lög KKÍ myndi koma í veg fyrir að ég fengi vinnu þó ég sé íslenskur ríkisborgari.“ „Það eru margar leiðir að horfa á þetta. Ég myndi ekki segja að þetta sé ósanngjarnt vegna stöðu minnar núna þar sem ég er með vinnu. Fyrir mér snýst þetta um að þau telji sig hafa völd til að veita mér eitthvað sem ég hef nú þegar fengið.“ Segir Grindavík geta gert atlögu að titlinum Grindavík hefur verið að spila vel í Subway-deildinni til þessa og komist nær toppliðunum heldur en á síðasta tímabili. Liðið er í fjórða sæti deildarinnar og komið í 8-liða úrslit bikarkeppninnar. „Mér finnst við vera að gera mjög vel. Við byrjuðum vel og miðað við allt sem hefur gengið á í Grindavík þá höfum við staðið okkur vel. Auðvitað er tímabilið bara hálfnað en ég er mjög ánægð með hvar liðið er statt. Ég hef miklar væntingar fyrir liðið og þjálfararnir sömuleiðis. Við getum enn vaxið og vorum að breyta liðinu okkar sem ég held að muni bara hjálpa okkur,“ en fyrr í vikunni var tilkynnt að Grindavík hefði sent Charisse Fairley heim og samið við dönsku landsliðskonuna Sarah Mortensen. Dani Rodriguez í leik með Grindavík í Subway-deildinni í vetur.Vísir/Vilhelm „Með nýjustu viðbótinni, og ef við náum því besta úr liðinu, þá finnst mér við eiga góða möguleika á að gera atlögu að titlinum. Það er líka mikilvægt að halda öllum heilum.“ Grindavík átti að mæta Breiðabliki í fyrstu umferð Subway-deildarinnar sem fram fór í þessari viku. Blikar drógu lið sitt hins vegar úr keppni fyrir áramótinu og því fékk Grindavík lengra jólafrí en önnur lið deildarinnar. „Það var gott að fá lengra frí. Það er örugglega erfitt að spila 2. eða 3. janúar þegar leikmenn eru að koma aftur eftir jólafrí. Það var fínt að fá tækifæri til að koma sér aftur inn í hlutina.“ Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Sjá meira
Danielle Rodriguez, leikmaður Grindavíkur í Subway-deild kvenna, fékk íslenskan ríkisborgararétt í desember. Hún lék fyrst hér á landi árið 2016 og hefur búið á Íslandi síðan þá utan eins árs þegar hún flutti til Bandaríkjanna. Samkvæmt reglum Körfuknattleikssambands Íslands má aðeins einn leikmaður frá landi utan EES vera inni á vellinum hverju sinni í Subway-deildunum. Þegar tímabilið í Subway-deild kvenna hófst í september var Dani Rodriguez ekki komin með íslenskan ríkisborgararétt og því skráð sem leikmaður utan EES. Samkvæmt reglum gildir sú skráning út tímabilið og því telst Rodriguez enn sem erlendur leikmaður þrátt fyrir að vera orðin Íslendingur. „Það er fundur á mánudag til að ræða þetta. Ég veit að Grindavík hefur haft samband við KKÍ og ég hef gert það sömuleiðis. Ég veit ekki hvort Grindavík ætli sér að bæta við leikmanni,“ segir Rodriguez en yrði hún skráð í kerfi KKÍ sem Íslendingur gæti Grindavík bætt við sig leikmanni frá landi utan EES, til dæmis frá Bandaríkjunum þaðan sem flestir af sterkustu erlendu leikmönnum Subway-deildanna koma. „Gefur þeim meira vald en þau í raun hafa“ „Fyrir mér snýst þetta um það að eftir að hafa verið hér í sjö ár og verið veittur sá heiður af stjórnvöldum að vera orðin Íslendingur þá finnst mér það ekki vera hlutverk KKÍ að veita mér rétt að leika sem Íslendingur. Ríkisstjórnin hefur nú þegar veitt mér þann rétt. Lög og reglur KKÍ eru ekki æðri lögum íslenskra stjórnvalda,“ segir Dani og segir að KKÍ muni funda um málið í næstu viku. „Þetta er mín persónulega skoðun og ég veit ekki hvað Grindvík ætlar sér að gera. Þetta breytir í raun engum plönum því við vorum ekki einu sinni viss hvort ég fengi ríkisborgararétt. Mér skilst að það verði kosið um þetta á fundi KKÍ og mér finnst það gefa þeim meira vald en þau í raun hafa.“ Í 15. grein relgugerðar KKÍ um körfuknattleiksmót er fjallað um erlenda leikmenn. Þar segir að erlendur leikmaður sem hefji tímabilið sem leikmaður utan EES-ríkis teljist sem slíkur út leiktíðina, nema að fenginni undanþágu KKÍ. Brjóti félag gegn reglunni telst það hafa notað ólöglegan leikmann. Í reglugerðinni er einnig rætt um að erlendir ríkisborgarar sem búið hafa á Íslandi samfellt í þrjú ár eða meira teljist ekki sem erlendir leikmenn. Dani Rodriguez fellur ekki undir þá reglu þar sem hún bjó í Bandaríkjunum tímabilið 2021-22. Aðspurð hvort Dani finnist reglan vera ósanngjörn vill hún ekki nota það orð. „Þetta breytir ekki miklu fyrir mig núna. Það er hægt að tala um „hvað ef“ og alls konar slíkt. Það gætu komið upp aðrar kringumstæður, ef ég myndi missa vinnuna og annað lið myndi bjóða mér samning en aðeins sem Íslendingur. Þá gæti ég ekki tekið því starfi því lög KKÍ myndi koma í veg fyrir að ég fengi vinnu þó ég sé íslenskur ríkisborgari.“ „Það eru margar leiðir að horfa á þetta. Ég myndi ekki segja að þetta sé ósanngjarnt vegna stöðu minnar núna þar sem ég er með vinnu. Fyrir mér snýst þetta um að þau telji sig hafa völd til að veita mér eitthvað sem ég hef nú þegar fengið.“ Segir Grindavík geta gert atlögu að titlinum Grindavík hefur verið að spila vel í Subway-deildinni til þessa og komist nær toppliðunum heldur en á síðasta tímabili. Liðið er í fjórða sæti deildarinnar og komið í 8-liða úrslit bikarkeppninnar. „Mér finnst við vera að gera mjög vel. Við byrjuðum vel og miðað við allt sem hefur gengið á í Grindavík þá höfum við staðið okkur vel. Auðvitað er tímabilið bara hálfnað en ég er mjög ánægð með hvar liðið er statt. Ég hef miklar væntingar fyrir liðið og þjálfararnir sömuleiðis. Við getum enn vaxið og vorum að breyta liðinu okkar sem ég held að muni bara hjálpa okkur,“ en fyrr í vikunni var tilkynnt að Grindavík hefði sent Charisse Fairley heim og samið við dönsku landsliðskonuna Sarah Mortensen. Dani Rodriguez í leik með Grindavík í Subway-deildinni í vetur.Vísir/Vilhelm „Með nýjustu viðbótinni, og ef við náum því besta úr liðinu, þá finnst mér við eiga góða möguleika á að gera atlögu að titlinum. Það er líka mikilvægt að halda öllum heilum.“ Grindavík átti að mæta Breiðabliki í fyrstu umferð Subway-deildarinnar sem fram fór í þessari viku. Blikar drógu lið sitt hins vegar úr keppni fyrir áramótinu og því fékk Grindavík lengra jólafrí en önnur lið deildarinnar. „Það var gott að fá lengra frí. Það er örugglega erfitt að spila 2. eða 3. janúar þegar leikmenn eru að koma aftur eftir jólafrí. Það var fínt að fá tækifæri til að koma sér aftur inn í hlutina.“
Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn