Körfubolti

Grind­víkingar fá danskan landsliðsframherja í stað Fairley

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sarah Mortensen er gengin í raðir Grindvíkinga.
Sarah Mortensen er gengin í raðir Grindvíkinga. Körfuknattleiksdeild Grindavíkur

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur samið við danska landsliðsframherjan Söruh Mortensen um að leika með liðinu á yfirstandandi tímabili í Subway-deild kvenna í körfubolta.

Grindvíkingar greina frá tíðindunum á samfélagsmiðlum sínum, en fyrr í dag birtist yfirlýsing þess efnis að félagið hafi ákveðið að segja upp samningi sínum við bandaríska framherjan Charisse Fairley.

Sarah Mortensen, sem er fædd árið 1997, er 185 cm hár framherji. Í tilkynningu Grindvíkinga kemur einnig fram að hún sé liðtæk þriggja stiga skytta, líkt og bróðir hennar, Daniel Mortensen, sem leikur með karlaliði Grindavíkur.

Sarah kemur til Grindavíkur frá Estepona á Spáni, en áður hefur hún einnig leikið með Villanova Wildcats í bandaríska háskólaboltanum og sem atvinnumaður í Ástralíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×