„Ég hef enga eftirsjá“ Margrét Helga Erlingsdóttir og Jón Þór Stefánsson skrifa 2. janúar 2024 16:04 „Ég er búinn að heyra allt sem ég vil heyra. Ég er búinn að sjá allt sem ég vil sjá,“ segir fráfarandi forsetinn, Guðni Th. Jóhannesson. Vísir/Einar „Hér sit ég sjö mánuði enn, eftir það geri ég fastlega ráð fyrir því að sinna fræða og rannsóknarstörfum, hverfa á ný í þann heim sem ég kom úr. En annars veit ég ekkert hvað framtíðin beri í skauti sér þar fyrir utan. Við látum það ráðast,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, sem tilkynnti í gær að hann ætlaði að láta tvö kjörtímabil nægja og ætlar ekki að gefa kost á sér aftur. Hann segir fræðaheiminn hafa kallað á sig. „Ætli hann hafi ekki gert það. Mér hefur auðnast að sinna skrifum meðfram mínum embættisskyldum og öðrum önnum,“ segir Guðni í samtali við Fréttastofu. „En það réði ekki úrslitum samt, heldur hitt. Mér fannst rétt að hætta leik er hæst fram fer, eins og séra Hallgrímur kvað á sínum tíma. Sáttur við sjálfan mig, innilega þakklátur fyrir þann stuðning sem ég hef notið.“ Guðni segir að frami fyrir honum hafi beðið ákvörðun um hvort hann skyldi halda áfram. Hann hafi þurft að íhuga margt og ákvörðunin verið flókin, en telur sig hafa komist að réttri niðurstöðu. „Ég hefði alveg verið til í að sækjast eftir fylgi til að sitja hér áfram, en þegar til kastanna kom, þegar allt kom til alls, þá lét ég hjartað ráða.“ Lokaákvörðunin kom á síðustu vikum að sögn Guðna. „Auðvitað er þetta þannig að maður íhugar, hvern einasta dag liggur við.“ Óskar fleiri stunda með fjölskyldunni Aðspurður um hvort fjölskyldan hafi verið farin að heimta að fá Guðna aftur til sín segir hann að á Íslandi sé hann svo heppinn að fá að eiga sitt einkalíf í friði. „Auðvitað er það er samt þannig með mig, eins og með allt annað fólk sinnir annasömum störfum, að maður óski þess að geta varið meiri tíma með fjölskyldunni. En ég er ekkert einn um það,“ segir Guðni og hvetur fólk til að huga að því sem raunverulega skipti máli. Forsetahjónin ásamt Margréti Danadrottningu.Þjóðhöfðingjarnir tilkynntu um brotthvarf sitt innan við sólarhring frá hvoru öðru.Vísir/Vilhelm Engin efirsjá „Ég vil nú helst ekki leggja mat á það. Því það yrði túlkað sem svo að ég væri að skipta mér af vali á næsta forseta. Fólkið velur forsetann,“ segir Guðni aðspurður um hvaða eiginleika forseti eigi að bera. „Eigum við ekki að segja að okkur hafi tekist þokkalega að velja þjóðhöfðingja hér á Íslandi í tímans rás.“ Guðni segir þó ljóst að fram undan séu spennandi tímar hjá þjóðinni við að velja sér nýjan forseta. Hann telur sig hafa tekist að fylgja sinni eigin hugsjón í forsetastarfinu. „Auðvitað erum ýmsir þættir sem ég hefði kosið að hefðu breyst, eða að sátt hefði nást um. Þar hef ég í huga breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins, ekki síst kaflann um þjóðhöfðingja sem þarfnast endurskoðunar.“ Guðni viðurkennir að honum sé nokkuð létt. „Það er alltaf svoleiðis þegar maður stendur frami fyrir flókinni ákvörðun, þá krefst ferlið ákveðinnar orku, en þegar ákvörðunin er tekin þá er hún hin rétta,“ segir hann. „Ég hef enga eftirsjá þetta hafa verið einstök forréttindi. Ég er búinn að heyra allt sem ég vil heyra. Ég er búinn að sjá allt sem ég vil sjá. Ég er ekki sá sem þarf alltaf meira og meira.“ Hægt er að sjá viðtalið við Guðna í heild sinni hér fyrir neðan. Þar ræðir hann einnig um hvað orsakaði það að hann hafi farið í forsetaframboð árið 2016, hvaða augum hann lýti ákvörðun sína, og framhaldið hjá sér. Guðni Th. Jóhannesson Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tímamót Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Hann segir fræðaheiminn hafa kallað á sig. „Ætli hann hafi ekki gert það. Mér hefur auðnast að sinna skrifum meðfram mínum embættisskyldum og öðrum önnum,“ segir Guðni í samtali við Fréttastofu. „En það réði ekki úrslitum samt, heldur hitt. Mér fannst rétt að hætta leik er hæst fram fer, eins og séra Hallgrímur kvað á sínum tíma. Sáttur við sjálfan mig, innilega þakklátur fyrir þann stuðning sem ég hef notið.“ Guðni segir að frami fyrir honum hafi beðið ákvörðun um hvort hann skyldi halda áfram. Hann hafi þurft að íhuga margt og ákvörðunin verið flókin, en telur sig hafa komist að réttri niðurstöðu. „Ég hefði alveg verið til í að sækjast eftir fylgi til að sitja hér áfram, en þegar til kastanna kom, þegar allt kom til alls, þá lét ég hjartað ráða.“ Lokaákvörðunin kom á síðustu vikum að sögn Guðna. „Auðvitað er þetta þannig að maður íhugar, hvern einasta dag liggur við.“ Óskar fleiri stunda með fjölskyldunni Aðspurður um hvort fjölskyldan hafi verið farin að heimta að fá Guðna aftur til sín segir hann að á Íslandi sé hann svo heppinn að fá að eiga sitt einkalíf í friði. „Auðvitað er það er samt þannig með mig, eins og með allt annað fólk sinnir annasömum störfum, að maður óski þess að geta varið meiri tíma með fjölskyldunni. En ég er ekkert einn um það,“ segir Guðni og hvetur fólk til að huga að því sem raunverulega skipti máli. Forsetahjónin ásamt Margréti Danadrottningu.Þjóðhöfðingjarnir tilkynntu um brotthvarf sitt innan við sólarhring frá hvoru öðru.Vísir/Vilhelm Engin efirsjá „Ég vil nú helst ekki leggja mat á það. Því það yrði túlkað sem svo að ég væri að skipta mér af vali á næsta forseta. Fólkið velur forsetann,“ segir Guðni aðspurður um hvaða eiginleika forseti eigi að bera. „Eigum við ekki að segja að okkur hafi tekist þokkalega að velja þjóðhöfðingja hér á Íslandi í tímans rás.“ Guðni segir þó ljóst að fram undan séu spennandi tímar hjá þjóðinni við að velja sér nýjan forseta. Hann telur sig hafa tekist að fylgja sinni eigin hugsjón í forsetastarfinu. „Auðvitað erum ýmsir þættir sem ég hefði kosið að hefðu breyst, eða að sátt hefði nást um. Þar hef ég í huga breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins, ekki síst kaflann um þjóðhöfðingja sem þarfnast endurskoðunar.“ Guðni viðurkennir að honum sé nokkuð létt. „Það er alltaf svoleiðis þegar maður stendur frami fyrir flókinni ákvörðun, þá krefst ferlið ákveðinnar orku, en þegar ákvörðunin er tekin þá er hún hin rétta,“ segir hann. „Ég hef enga eftirsjá þetta hafa verið einstök forréttindi. Ég er búinn að heyra allt sem ég vil heyra. Ég er búinn að sjá allt sem ég vil sjá. Ég er ekki sá sem þarf alltaf meira og meira.“ Hægt er að sjá viðtalið við Guðna í heild sinni hér fyrir neðan. Þar ræðir hann einnig um hvað orsakaði það að hann hafi farið í forsetaframboð árið 2016, hvaða augum hann lýti ákvörðun sína, og framhaldið hjá sér.
Guðni Th. Jóhannesson Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tímamót Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira