Axel Pétur og Dóri DNA mættir til leiks sem forsetaframbjóðendur Jakob Bjarnar skrifar 2. janúar 2024 11:10 Dóri DNA og Axel Pétur vita að það þarf að koma til frumkvæði og þeir hafa þergar gefið það út að þeir ætli að sækjast eftir því að verða forsetar íslenska lýðveldisins. Fleiri eiga eflaust eftir að bætast í hópinn. Tveir hafa þegar riðið fram á völlinn og lýst yfir framboði til forseta Íslands. Guðni Th. Jóhannesson lýsti því yfir að hann hyggðist ekki sækjast eftir embættinu og þessir tveir biðu ekki boðanna. Axel Pétur Axelsson hefur verið þekktur fyrir efahyggju sína, hann efast um hvað eina og hafa sumir lýst honum sem samsæriskenningasmiði. Hann hefur ákveðið að bjóða sig aftur fram til forseta Íslands 2024 en það gerði hann einnig 2020. Þetta kemur í 20 mínútna ræðu sem hann birtir á Brotkasti þar sem hann segist hafa ákveðið að hafa boðið sig fram til „forseta lýgræðis ísland“. Hann segist ætla að nýta sér betur reynsluna frá tilraun hans 2020. Annar sem hefur gefið það út að hann vilji verða forseti lýðveldisins er Halldór Laxness eða Dóri DNA, skemmtikraftur. Hans helsti vettvangur á samfélagsmiðlum er X áður Twitter. Hann hóf leikinn með því að fiska, „500 like og ég fer í forsetaframboð. Án djóks.“ Það vafðist ekki fyrir honum að fá það og tilkynnti hann um framboð sitt klukkustund síðar: „Hér með tilkynni ég framboð mitt til forseta Íslands. Montnar kerlingar úr viðskiptalífinu beware.“ Hér með tilkynni ég framboð mitt til forseta Íslands.Montnar kerlingar úr viðskiptalífinu beware. https://t.co/8c8eDKneGc— Halldór Halldórsson (@doridna) January 1, 2024 Halldór Laxness hefur þegar lýst eftir kosningastjóra sem og fjárhagslegum bakhjörlum. „Kosningaherferðin verður keyrð á svona 60% Andra Snæs dæmi og 40% funked out gangster twist.“ Þá ætlar Dóri að setja upp bekkpressu og litla box-aðstöðu á Bessastöðum. Mörgum kom í opna skjöldu að Guðni skyldi ekki láta hafa sig í eitt kjörtímabil til en nú er sem sagt búið að lyfta lokinu af þessu gríni, trúðasýningu, en kosið verður 1. júní. Forseti Íslands Samfélagsmiðlar Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Guðni lætur hjartað ráða og býður sig ekki fram að nýju Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hyggst ekki bjóða sig aftur fram til forseta Íslands næsta sumar. Sjöundi forseti lýðveldisins verður því kjörinn í forsetakosningum í júní næstkomandi. 1. janúar 2024 13:07 Hjónin hafi ákveðið að verja lífinu á annan hátt Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur og prófessor emiritus, segir að ákvörðun Guðna Th. Jóhannessonar forseta að sækjast ekki eftir endurkjöri hafi komið sér ákaflega mikið á óvart. „Ég, eins og fleiri, átti von á því að hann myndi taka eitt kjörtímabil í viðbót þannig að þetta yrðu samtals tólf ár.“ 1. janúar 2024 14:12 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Axel Pétur Axelsson hefur verið þekktur fyrir efahyggju sína, hann efast um hvað eina og hafa sumir lýst honum sem samsæriskenningasmiði. Hann hefur ákveðið að bjóða sig aftur fram til forseta Íslands 2024 en það gerði hann einnig 2020. Þetta kemur í 20 mínútna ræðu sem hann birtir á Brotkasti þar sem hann segist hafa ákveðið að hafa boðið sig fram til „forseta lýgræðis ísland“. Hann segist ætla að nýta sér betur reynsluna frá tilraun hans 2020. Annar sem hefur gefið það út að hann vilji verða forseti lýðveldisins er Halldór Laxness eða Dóri DNA, skemmtikraftur. Hans helsti vettvangur á samfélagsmiðlum er X áður Twitter. Hann hóf leikinn með því að fiska, „500 like og ég fer í forsetaframboð. Án djóks.“ Það vafðist ekki fyrir honum að fá það og tilkynnti hann um framboð sitt klukkustund síðar: „Hér með tilkynni ég framboð mitt til forseta Íslands. Montnar kerlingar úr viðskiptalífinu beware.“ Hér með tilkynni ég framboð mitt til forseta Íslands.Montnar kerlingar úr viðskiptalífinu beware. https://t.co/8c8eDKneGc— Halldór Halldórsson (@doridna) January 1, 2024 Halldór Laxness hefur þegar lýst eftir kosningastjóra sem og fjárhagslegum bakhjörlum. „Kosningaherferðin verður keyrð á svona 60% Andra Snæs dæmi og 40% funked out gangster twist.“ Þá ætlar Dóri að setja upp bekkpressu og litla box-aðstöðu á Bessastöðum. Mörgum kom í opna skjöldu að Guðni skyldi ekki láta hafa sig í eitt kjörtímabil til en nú er sem sagt búið að lyfta lokinu af þessu gríni, trúðasýningu, en kosið verður 1. júní.
Forseti Íslands Samfélagsmiðlar Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Guðni lætur hjartað ráða og býður sig ekki fram að nýju Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hyggst ekki bjóða sig aftur fram til forseta Íslands næsta sumar. Sjöundi forseti lýðveldisins verður því kjörinn í forsetakosningum í júní næstkomandi. 1. janúar 2024 13:07 Hjónin hafi ákveðið að verja lífinu á annan hátt Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur og prófessor emiritus, segir að ákvörðun Guðna Th. Jóhannessonar forseta að sækjast ekki eftir endurkjöri hafi komið sér ákaflega mikið á óvart. „Ég, eins og fleiri, átti von á því að hann myndi taka eitt kjörtímabil í viðbót þannig að þetta yrðu samtals tólf ár.“ 1. janúar 2024 14:12 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Guðni lætur hjartað ráða og býður sig ekki fram að nýju Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hyggst ekki bjóða sig aftur fram til forseta Íslands næsta sumar. Sjöundi forseti lýðveldisins verður því kjörinn í forsetakosningum í júní næstkomandi. 1. janúar 2024 13:07
Hjónin hafi ákveðið að verja lífinu á annan hátt Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur og prófessor emiritus, segir að ákvörðun Guðna Th. Jóhannessonar forseta að sækjast ekki eftir endurkjöri hafi komið sér ákaflega mikið á óvart. „Ég, eins og fleiri, átti von á því að hann myndi taka eitt kjörtímabil í viðbót þannig að þetta yrðu samtals tólf ár.“ 1. janúar 2024 14:12