Melissa lést eftir að hafa orðið fyrir bíl rétt fyrir utan heimili sitt í Medindie í suður Ástralíu en ástralskir fjölmiðlar segja að eiginmaðurinn hafi verið við stýrið.
BREAKING: World champion cyclist Rohan Dennis has been arrested accused of killing his own wife. https://t.co/5zYfOfGqUb #7NEWS pic.twitter.com/xp05AMAMBs
— 7NEWS Melbourne (@7NewsMelbourne) December 31, 2023
Hún var flutt á sjúkrahús en lést þar af sárum sínum. Lögreglan handtók Rohan Dennis á staðnum og hann var ákærður fyrir að hafa valdið dauða Melissu með kærulausum akstri.
Hjónin hafa bæði keppt í hjólreiðum á Ólympíuleikunum. Þau giftust árið 2018 og eignuðust tvö börn saman.
The family of Olympic cyclist and mother-of-two Melissa Hoskins has released a statement, after her tragic death on Saturday.
— 9News Adelaide (@9NewsAdel) January 2, 2024
Rohan Dennis, her husband since 2018 is charged with causing death by dangerous driving. #9News
READ MORE: https://t.co/1fCf1Ldebc pic.twitter.com/n8T6orh5gg
Rohan var látin laus gegn tryggingu en réttarhöld hans verða í mars samkvæmt frétt á ABC News.
Hann er 33 ára gamall og varð heimsmeistari í tvígang í kapphjólreiðum eða bæði 2018 og 2019.
Melissa Dennis var líka keppniskona í hjólreiðum og varð meðal annars heimsmeistari í liðakeppni árið 2015 auk þess að hafa tekið þátt í tveimur Ólympíuleikum. Hún var 32 ára gömul.