Veit loksins hvers virði hann er Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 1. janúar 2024 19:00 Reynir segist hafa verið þjáður af minnimáttarkennd þegar hann var yngri. Viðurkenningin í dag hafi því komið sér ákaflega vel. Vísir Einn þekktasti göngugarpur landsins, Reynir Pétur Ingvarsson, var í dag sæmdur fálkaorðu á Bessastöðum fyrir afrek hans og framgöngu í þágu fatlaðra. Hann segist oft hafa spurt sig í gegnum tíðina hvers virði hann væri, en nú væri hann kominn með svarið. „Þetta var mjög fínt. Ég bara hef ekki orð, trúi ekki eigin augum.“ Svona lýsti Reynir Pétur tilfinningunni sem fylgdi því að vera sæmdur fálkaorðunni. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi átti hann erfitt með að leyna tilfinningum sínum, enda um stórviðburð að ræða. „Ég held þetta hafi komið því ég hef gert svo margt fyrir staðinn, Sólheima, og svo náttúrulega gangan mín.“ Gangan sem Reynir vísar til er afrek hans árið 1985 þegar hann gekk hringinn í kringum landið og safnaði áheitum sem nýtt voru við gerð íþróttahúss að Sólheimum. Um leið vakti hann athygli á málstað fólks með fötlun og þroskaskerðingar. Reynir Pétur ásamt forsetahjónunum og þeim þrettán öðrum sem einnig voru sæmdir fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.Vísir/Margrét Björk „Þetta gaf mér svo mikið, að fara gönguna, ekki bara að rjúfa múrinn, en að sjá landslagið, landið mitt. Þú sérð það mikið betur á eigin fótum heldur en en í bíl,“ segir Reynir. „Það er eiginlega gjöf sem ég fékk, að hafa fengið tækifæri til að fara hringinn.“ Vonast eftir kraftaverkaári Reynir segist hafa verið þjáður af minnimáttarkennd þegar hann var yngri. Viðurkenningin í dag hafi því komið sér ákaflega vel. „Ég er eiginlega bara hálf klökkur. Þetta er bara ágætt. Ég hef oft verið að hugsa „hvers virði er ég?“ og svarið er komið núna.“ Eins og ég segi er ég gráti næst, ég er mjög ánægður með þetta. Aðspurður um hvað sé framundan á nýju ári segir Reynir Pétur það verða að koma í ljós. Reynir Pétur ásamt Guðna Th, forseta Íslands í sumar, við styttu af Reyni sem var búin til í tengslum við Íslandsgöngu hans fyrir 38 árum þegar hann gekk hringinn í kringum landið 1985, alls 1.417 kílómetra.Vísir/Magnús Hlynur „Ég vona að þetta verði kraftaverkaár. Það sem ég vil er að biðja fyrir öllum í heiminum. Það er nógu mikið óhreint í heiminum, ég vil bara biðja um stóran frið yfir allan heiminn. Það sem er að þjaka, bæði stríð, misnotkun og misþyrmingar, nefndu það. Allt getur batnað svo það verði glitrandi hreint, silfur sem gull,“ segir fálkaorðuhafinn Reynir Pétur Ingvarsson. Fálkaorðan Tímamót Forseti Íslands Málefni fatlaðs fólks Guðni Th. Jóhannesson Sólheimar í Grímsnesi Tengdar fréttir Elísabet, Gylfi Þór og Reynir Pétur í hópi nýrra fálkaorðuhafa Fjórtán Íslendingar – sjö karlar og sjö konur – voru sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2024 14:48 Reynir Pétur á rafskutlu á Sólheimum Einn þekktasti göngugarpur landsins, Reynir Pétur Ingvarsson á Sólheimum í Grímsnesi hefur lagt gönguskóna meira og minna á hilluna og ferðast nú um allt á rafskutlu. Þá er hundur á Sólheimum, sem veit ekkert skemmtilegra en að vera í körfu eiganda síns þegar hún ekur um svæðið á sinni rafskutlu. 20. september 2023 20:06 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Sjá meira
„Þetta var mjög fínt. Ég bara hef ekki orð, trúi ekki eigin augum.“ Svona lýsti Reynir Pétur tilfinningunni sem fylgdi því að vera sæmdur fálkaorðunni. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi átti hann erfitt með að leyna tilfinningum sínum, enda um stórviðburð að ræða. „Ég held þetta hafi komið því ég hef gert svo margt fyrir staðinn, Sólheima, og svo náttúrulega gangan mín.“ Gangan sem Reynir vísar til er afrek hans árið 1985 þegar hann gekk hringinn í kringum landið og safnaði áheitum sem nýtt voru við gerð íþróttahúss að Sólheimum. Um leið vakti hann athygli á málstað fólks með fötlun og þroskaskerðingar. Reynir Pétur ásamt forsetahjónunum og þeim þrettán öðrum sem einnig voru sæmdir fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.Vísir/Margrét Björk „Þetta gaf mér svo mikið, að fara gönguna, ekki bara að rjúfa múrinn, en að sjá landslagið, landið mitt. Þú sérð það mikið betur á eigin fótum heldur en en í bíl,“ segir Reynir. „Það er eiginlega gjöf sem ég fékk, að hafa fengið tækifæri til að fara hringinn.“ Vonast eftir kraftaverkaári Reynir segist hafa verið þjáður af minnimáttarkennd þegar hann var yngri. Viðurkenningin í dag hafi því komið sér ákaflega vel. „Ég er eiginlega bara hálf klökkur. Þetta er bara ágætt. Ég hef oft verið að hugsa „hvers virði er ég?“ og svarið er komið núna.“ Eins og ég segi er ég gráti næst, ég er mjög ánægður með þetta. Aðspurður um hvað sé framundan á nýju ári segir Reynir Pétur það verða að koma í ljós. Reynir Pétur ásamt Guðna Th, forseta Íslands í sumar, við styttu af Reyni sem var búin til í tengslum við Íslandsgöngu hans fyrir 38 árum þegar hann gekk hringinn í kringum landið 1985, alls 1.417 kílómetra.Vísir/Magnús Hlynur „Ég vona að þetta verði kraftaverkaár. Það sem ég vil er að biðja fyrir öllum í heiminum. Það er nógu mikið óhreint í heiminum, ég vil bara biðja um stóran frið yfir allan heiminn. Það sem er að þjaka, bæði stríð, misnotkun og misþyrmingar, nefndu það. Allt getur batnað svo það verði glitrandi hreint, silfur sem gull,“ segir fálkaorðuhafinn Reynir Pétur Ingvarsson.
Fálkaorðan Tímamót Forseti Íslands Málefni fatlaðs fólks Guðni Th. Jóhannesson Sólheimar í Grímsnesi Tengdar fréttir Elísabet, Gylfi Þór og Reynir Pétur í hópi nýrra fálkaorðuhafa Fjórtán Íslendingar – sjö karlar og sjö konur – voru sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2024 14:48 Reynir Pétur á rafskutlu á Sólheimum Einn þekktasti göngugarpur landsins, Reynir Pétur Ingvarsson á Sólheimum í Grímsnesi hefur lagt gönguskóna meira og minna á hilluna og ferðast nú um allt á rafskutlu. Þá er hundur á Sólheimum, sem veit ekkert skemmtilegra en að vera í körfu eiganda síns þegar hún ekur um svæðið á sinni rafskutlu. 20. september 2023 20:06 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Sjá meira
Elísabet, Gylfi Þór og Reynir Pétur í hópi nýrra fálkaorðuhafa Fjórtán Íslendingar – sjö karlar og sjö konur – voru sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2024 14:48
Reynir Pétur á rafskutlu á Sólheimum Einn þekktasti göngugarpur landsins, Reynir Pétur Ingvarsson á Sólheimum í Grímsnesi hefur lagt gönguskóna meira og minna á hilluna og ferðast nú um allt á rafskutlu. Þá er hundur á Sólheimum, sem veit ekkert skemmtilegra en að vera í körfu eiganda síns þegar hún ekur um svæðið á sinni rafskutlu. 20. september 2023 20:06