Veit loksins hvers virði hann er Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 1. janúar 2024 19:00 Reynir segist hafa verið þjáður af minnimáttarkennd þegar hann var yngri. Viðurkenningin í dag hafi því komið sér ákaflega vel. Vísir Einn þekktasti göngugarpur landsins, Reynir Pétur Ingvarsson, var í dag sæmdur fálkaorðu á Bessastöðum fyrir afrek hans og framgöngu í þágu fatlaðra. Hann segist oft hafa spurt sig í gegnum tíðina hvers virði hann væri, en nú væri hann kominn með svarið. „Þetta var mjög fínt. Ég bara hef ekki orð, trúi ekki eigin augum.“ Svona lýsti Reynir Pétur tilfinningunni sem fylgdi því að vera sæmdur fálkaorðunni. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi átti hann erfitt með að leyna tilfinningum sínum, enda um stórviðburð að ræða. „Ég held þetta hafi komið því ég hef gert svo margt fyrir staðinn, Sólheima, og svo náttúrulega gangan mín.“ Gangan sem Reynir vísar til er afrek hans árið 1985 þegar hann gekk hringinn í kringum landið og safnaði áheitum sem nýtt voru við gerð íþróttahúss að Sólheimum. Um leið vakti hann athygli á málstað fólks með fötlun og þroskaskerðingar. Reynir Pétur ásamt forsetahjónunum og þeim þrettán öðrum sem einnig voru sæmdir fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.Vísir/Margrét Björk „Þetta gaf mér svo mikið, að fara gönguna, ekki bara að rjúfa múrinn, en að sjá landslagið, landið mitt. Þú sérð það mikið betur á eigin fótum heldur en en í bíl,“ segir Reynir. „Það er eiginlega gjöf sem ég fékk, að hafa fengið tækifæri til að fara hringinn.“ Vonast eftir kraftaverkaári Reynir segist hafa verið þjáður af minnimáttarkennd þegar hann var yngri. Viðurkenningin í dag hafi því komið sér ákaflega vel. „Ég er eiginlega bara hálf klökkur. Þetta er bara ágætt. Ég hef oft verið að hugsa „hvers virði er ég?“ og svarið er komið núna.“ Eins og ég segi er ég gráti næst, ég er mjög ánægður með þetta. Aðspurður um hvað sé framundan á nýju ári segir Reynir Pétur það verða að koma í ljós. Reynir Pétur ásamt Guðna Th, forseta Íslands í sumar, við styttu af Reyni sem var búin til í tengslum við Íslandsgöngu hans fyrir 38 árum þegar hann gekk hringinn í kringum landið 1985, alls 1.417 kílómetra. Vísir/Magnús Hlynur „Ég vona að þetta verði kraftaverkaár. Það sem ég vil er að biðja fyrir öllum í heiminum. Það er nógu mikið óhreint í heiminum, ég vil bara biðja um stóran frið yfir allan heiminn. Það sem er að þjaka, bæði stríð, misnotkun og misþyrmingar, nefndu það. Allt getur batnað svo það verði glitrandi hreint, silfur sem gull,“ segir fálkaorðuhafinn Reynir Pétur Ingvarsson. Fálkaorðan Tímamót Forseti Íslands Málefni fatlaðs fólks Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Elísabet, Gylfi Þór og Reynir Pétur í hópi nýrra fálkaorðuhafa Fjórtán Íslendingar – sjö karlar og sjö konur – voru sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2024 14:48 Reynir Pétur á rafskutlu á Sólheimum Einn þekktasti göngugarpur landsins, Reynir Pétur Ingvarsson á Sólheimum í Grímsnesi hefur lagt gönguskóna meira og minna á hilluna og ferðast nú um allt á rafskutlu. Þá er hundur á Sólheimum, sem veit ekkert skemmtilegra en að vera í körfu eiganda síns þegar hún ekur um svæðið á sinni rafskutlu. 20. september 2023 20:06 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
„Þetta var mjög fínt. Ég bara hef ekki orð, trúi ekki eigin augum.“ Svona lýsti Reynir Pétur tilfinningunni sem fylgdi því að vera sæmdur fálkaorðunni. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi átti hann erfitt með að leyna tilfinningum sínum, enda um stórviðburð að ræða. „Ég held þetta hafi komið því ég hef gert svo margt fyrir staðinn, Sólheima, og svo náttúrulega gangan mín.“ Gangan sem Reynir vísar til er afrek hans árið 1985 þegar hann gekk hringinn í kringum landið og safnaði áheitum sem nýtt voru við gerð íþróttahúss að Sólheimum. Um leið vakti hann athygli á málstað fólks með fötlun og þroskaskerðingar. Reynir Pétur ásamt forsetahjónunum og þeim þrettán öðrum sem einnig voru sæmdir fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.Vísir/Margrét Björk „Þetta gaf mér svo mikið, að fara gönguna, ekki bara að rjúfa múrinn, en að sjá landslagið, landið mitt. Þú sérð það mikið betur á eigin fótum heldur en en í bíl,“ segir Reynir. „Það er eiginlega gjöf sem ég fékk, að hafa fengið tækifæri til að fara hringinn.“ Vonast eftir kraftaverkaári Reynir segist hafa verið þjáður af minnimáttarkennd þegar hann var yngri. Viðurkenningin í dag hafi því komið sér ákaflega vel. „Ég er eiginlega bara hálf klökkur. Þetta er bara ágætt. Ég hef oft verið að hugsa „hvers virði er ég?“ og svarið er komið núna.“ Eins og ég segi er ég gráti næst, ég er mjög ánægður með þetta. Aðspurður um hvað sé framundan á nýju ári segir Reynir Pétur það verða að koma í ljós. Reynir Pétur ásamt Guðna Th, forseta Íslands í sumar, við styttu af Reyni sem var búin til í tengslum við Íslandsgöngu hans fyrir 38 árum þegar hann gekk hringinn í kringum landið 1985, alls 1.417 kílómetra. Vísir/Magnús Hlynur „Ég vona að þetta verði kraftaverkaár. Það sem ég vil er að biðja fyrir öllum í heiminum. Það er nógu mikið óhreint í heiminum, ég vil bara biðja um stóran frið yfir allan heiminn. Það sem er að þjaka, bæði stríð, misnotkun og misþyrmingar, nefndu það. Allt getur batnað svo það verði glitrandi hreint, silfur sem gull,“ segir fálkaorðuhafinn Reynir Pétur Ingvarsson.
Fálkaorðan Tímamót Forseti Íslands Málefni fatlaðs fólks Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Elísabet, Gylfi Þór og Reynir Pétur í hópi nýrra fálkaorðuhafa Fjórtán Íslendingar – sjö karlar og sjö konur – voru sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2024 14:48 Reynir Pétur á rafskutlu á Sólheimum Einn þekktasti göngugarpur landsins, Reynir Pétur Ingvarsson á Sólheimum í Grímsnesi hefur lagt gönguskóna meira og minna á hilluna og ferðast nú um allt á rafskutlu. Þá er hundur á Sólheimum, sem veit ekkert skemmtilegra en að vera í körfu eiganda síns þegar hún ekur um svæðið á sinni rafskutlu. 20. september 2023 20:06 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Elísabet, Gylfi Þór og Reynir Pétur í hópi nýrra fálkaorðuhafa Fjórtán Íslendingar – sjö karlar og sjö konur – voru sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2024 14:48
Reynir Pétur á rafskutlu á Sólheimum Einn þekktasti göngugarpur landsins, Reynir Pétur Ingvarsson á Sólheimum í Grímsnesi hefur lagt gönguskóna meira og minna á hilluna og ferðast nú um allt á rafskutlu. Þá er hundur á Sólheimum, sem veit ekkert skemmtilegra en að vera í körfu eiganda síns þegar hún ekur um svæðið á sinni rafskutlu. 20. september 2023 20:06