Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson, Guðrún Hafsteinsdóttir, Guðmundur Ingi Guðbrandsson Margrét Kristín Blöndal skrifar 1. janúar 2024 10:01 Nú eru þeir orðnir fimm, sólarhringarnir, þar sem Palestínumenn með samþykkta fjölskyldusameiningu hafa hafst við í fimbulkulda í tjöldum fyrir utan Alþingi á Austurvelli til að minna ykkur á fjölskyldur sínar sem hafast við í tjöldum á götum Gaza sem sprengd hefur verið til heitasta helvítis af Ísraelsher á undanförnum þremur mánuðum. Fjölskyldur sem hafa nú þegar dvalarleyfi hérna eru ekki sóttar þótt þær búi við þær skelfilegustu og lífshættulegustu aðstæður sem hugsast getur. Inni í hlýju og vel búnu Alþingishúsinu er hins vegar ekki sála á ferli því þingmenn eru löngu farnir í kærkomið og langt jólafríi eftir langan og strangan vetur og hafa þeir væntanlega varið fríinu í hlýjum faðmi sinna fjölskyldna við mat og drykk og dýrmætar samverustundir um jólin. Opinberlega hefst ríkisstjórnin ekkert annað að en að fara fram og aftur í rólegheitum með ósannindi um þetta mál, þegar þau ættu að vera löngu búin að senda fulltrúa sinn að landamærastöðinni í Rafha og koma fjölskyldunum hingað í gegnum Egyptaland. Önnur ríki senda einfaldlega embættisfólk út til þess að tryggja framgang sameiningarmála. Daglega gera nágrannaþjóðir okkar Svíar og Norðmenn einmitt það og einnig Írar, Tyrkir og Serbar. Nei, ráðherrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur verja frekar dýrmætum tímanum, út á við, með því að ljúga hver í kapp við annan um þetta mál og verða sjálfum sér ítrekað til ævarandi hneisu og niðurlægingar með því að fara með síendurtekinn þvætting og rangfærslur um staðreyndir í bland við að lýsa yfir „skilningi“ á líðan fólksins. Það er okkur almenningi fullkomlega óskiljanlegt hvers vegna ríkisstjórnin kemur svona fram við fólk sem á líf sitt undir því að hún bregðist við. Bjarni Benediktsson hélt því fram í viðtali við Vísi þann 12. desember að ráðuneyti hans hafi sett fjölskyldusameiningar Palestínufólks í forgang. Síðan þá hefur ekkert heyrst frá honum eða ráðuneyti hans um málið, nema þegar því var haldið ranglega fram að landamæri Egyptalands væru lokuð. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra heldur svo uppi stemningunni og lýgur upp í opið geðið á fréttamanni Vísis/Stöðvar 2 að ekkert ríki í Evrópu sé að vinna í fjölskyldusameiningarmálum. Annaðhvort er þetta fólk viti sínu fjær eða gefur ekki skít fyrir manneskjur í lífshættu, vill bara ekki undir nokkrum kringumstæðum rétta út hjálparhönd þegar líf liggur við. Almenningur og ríkisstjórn Íslands deilir ekki siðferðisgildum. Ríkisstjórn Íslands þiggur ekki vald sitt frá guði, heldur almenningi. Almenningur gerir þá kröfu að þið ráðherrar sem hér að ofan, eru ávarpaðir, bregðist umsvifalaust við! Margrét Kristín Blöndal Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Kristín Blöndal Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Nú eru þeir orðnir fimm, sólarhringarnir, þar sem Palestínumenn með samþykkta fjölskyldusameiningu hafa hafst við í fimbulkulda í tjöldum fyrir utan Alþingi á Austurvelli til að minna ykkur á fjölskyldur sínar sem hafast við í tjöldum á götum Gaza sem sprengd hefur verið til heitasta helvítis af Ísraelsher á undanförnum þremur mánuðum. Fjölskyldur sem hafa nú þegar dvalarleyfi hérna eru ekki sóttar þótt þær búi við þær skelfilegustu og lífshættulegustu aðstæður sem hugsast getur. Inni í hlýju og vel búnu Alþingishúsinu er hins vegar ekki sála á ferli því þingmenn eru löngu farnir í kærkomið og langt jólafríi eftir langan og strangan vetur og hafa þeir væntanlega varið fríinu í hlýjum faðmi sinna fjölskyldna við mat og drykk og dýrmætar samverustundir um jólin. Opinberlega hefst ríkisstjórnin ekkert annað að en að fara fram og aftur í rólegheitum með ósannindi um þetta mál, þegar þau ættu að vera löngu búin að senda fulltrúa sinn að landamærastöðinni í Rafha og koma fjölskyldunum hingað í gegnum Egyptaland. Önnur ríki senda einfaldlega embættisfólk út til þess að tryggja framgang sameiningarmála. Daglega gera nágrannaþjóðir okkar Svíar og Norðmenn einmitt það og einnig Írar, Tyrkir og Serbar. Nei, ráðherrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur verja frekar dýrmætum tímanum, út á við, með því að ljúga hver í kapp við annan um þetta mál og verða sjálfum sér ítrekað til ævarandi hneisu og niðurlægingar með því að fara með síendurtekinn þvætting og rangfærslur um staðreyndir í bland við að lýsa yfir „skilningi“ á líðan fólksins. Það er okkur almenningi fullkomlega óskiljanlegt hvers vegna ríkisstjórnin kemur svona fram við fólk sem á líf sitt undir því að hún bregðist við. Bjarni Benediktsson hélt því fram í viðtali við Vísi þann 12. desember að ráðuneyti hans hafi sett fjölskyldusameiningar Palestínufólks í forgang. Síðan þá hefur ekkert heyrst frá honum eða ráðuneyti hans um málið, nema þegar því var haldið ranglega fram að landamæri Egyptalands væru lokuð. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra heldur svo uppi stemningunni og lýgur upp í opið geðið á fréttamanni Vísis/Stöðvar 2 að ekkert ríki í Evrópu sé að vinna í fjölskyldusameiningarmálum. Annaðhvort er þetta fólk viti sínu fjær eða gefur ekki skít fyrir manneskjur í lífshættu, vill bara ekki undir nokkrum kringumstæðum rétta út hjálparhönd þegar líf liggur við. Almenningur og ríkisstjórn Íslands deilir ekki siðferðisgildum. Ríkisstjórn Íslands þiggur ekki vald sitt frá guði, heldur almenningi. Almenningur gerir þá kröfu að þið ráðherrar sem hér að ofan, eru ávarpaðir, bregðist umsvifalaust við! Margrét Kristín Blöndal
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar