Rabiot hélt Juventus á lífi í toppbaráttunni Siggeir Ævarsson skrifar 30. desember 2023 21:45 Adrien Rabiot í leik með Juventus Getty Images Juventus mátti ekki við því að misstíga sig þegar Roma kom í heimsókn í stórleik umferðarinnar í ítölsku úrvalsdeildinni. Aðeins eitt mark leit dagsins ljós en það dugði Juventus til sigurs. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað nema kannski fyrir aðdáendur þétts varnarleiks en bæði lið vörðust vel eins og stundum vill verða í toppslögum í ítölsku deildinni. Eina mark leiksins kom í upphafi seinni hálfleiks þegar Adrien Rabiot kom á fleygiferð inn í teiginn frá vinstri vængnum og nýtti sér vel augnabliks glufu sem myndaðist í varnarleik Róma. Úrslitin þýða að Juventus andar áfram ofan í hálsmálið á toppliði Inter. Juventus með 43 stig í öðru sæti en Inter á toppnum með 45 þegar deildin er hálfnuð, 18 umferðir að baki. Úrslit dagsins í Seríu A Atalanta - Lecca 1-0 Cagliari - Empoli 0-0 Udinese - Bologna 3-0 Verona - Salernitana 0-1 Milan - Sassuolo 1-0 Ítalski boltinn
Juventus mátti ekki við því að misstíga sig þegar Roma kom í heimsókn í stórleik umferðarinnar í ítölsku úrvalsdeildinni. Aðeins eitt mark leit dagsins ljós en það dugði Juventus til sigurs. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað nema kannski fyrir aðdáendur þétts varnarleiks en bæði lið vörðust vel eins og stundum vill verða í toppslögum í ítölsku deildinni. Eina mark leiksins kom í upphafi seinni hálfleiks þegar Adrien Rabiot kom á fleygiferð inn í teiginn frá vinstri vængnum og nýtti sér vel augnabliks glufu sem myndaðist í varnarleik Róma. Úrslitin þýða að Juventus andar áfram ofan í hálsmálið á toppliði Inter. Juventus með 43 stig í öðru sæti en Inter á toppnum með 45 þegar deildin er hálfnuð, 18 umferðir að baki. Úrslit dagsins í Seríu A Atalanta - Lecca 1-0 Cagliari - Empoli 0-0 Udinese - Bologna 3-0 Verona - Salernitana 0-1 Milan - Sassuolo 1-0
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti