Reyndu að plata lesendur með fréttum um Mbappe Smári Jökull Jónsson skrifar 28. desember 2023 20:30 Kylian Mbappe er ekki á leið til Barcelona. Vísir/Getty Lesendur Mundo Deportivo hafa eflaust rekið upp stór augu þegar þeir lásu fréttir dagsins. Þar var meðal annars greint frá því að Kylian Mbappe væri óvænt á leið til Barcelona. Þær eru ófáar fréttirnar sem hafa verið skrifaðar um möguleg félagaskipti Kylian Mbappe. Flestar hafa þær verið á þá leið að hann væri á leið til Real Madrid og er almennt talið að þegar og ef Mbappe yfirgefur PSG þá verði Madrid hans næsti áfangastaður. Barcelona hefur að minnsta kosti sjaldan verið nefnt í þessu samhengi. Þar til í morgun. Þá birtist frétt hjá spænska miðlinum Mundo Deportivo þar sem greint var frá því að forsetar Real Madrid og Barcelona hefðu náð samkomulagi um að Barcelona fengi að semja við Mbappe í friði og ró. Sagt var að þeir Florentino Perez og Joan Laporta forsetar félaganna hefðu hist á leynilegum fundi þar sem Perez hefði sagst ætla að leyfa Barcelona að semja við Mbappe. Ástæðan fyrir þessari góðmennsku Perez væri að Laporta hafi stutt vel við Perez og Real Madrid í umræðunni um Ofurdeildina í knattspyrnu. Sagt var að Mbappe myndi flytja í íbúðina sem Ousmane Dembele bjó í og í þokkabót myndu tölvuleikir Dembele fylgja með en Frakkinn er mikill leikjaspilari. Samkomulagið fól einnig í sér að Mbappe mætti ekki skjóta með hægri fæti í leikjum gegn Real. Líklegast áttuðu flestir lesendur sig á því að eitthvað skrýtið væri á seyði. Sú var líka raunin því 28. desember er nefnilega fyrir Spánverjum það sem 1. apríl er hér á landi. Fréttin var því uppspuni frá upphafi til enda. Þetta var ekki eina platfréttin í spænska boltanum í dag. Real Betis tilkynnti að goðsögnin Joaquin ætlaði að taka fram skóna á nýjan leik. Það var því miður einnig plat. Spænski boltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Þær eru ófáar fréttirnar sem hafa verið skrifaðar um möguleg félagaskipti Kylian Mbappe. Flestar hafa þær verið á þá leið að hann væri á leið til Real Madrid og er almennt talið að þegar og ef Mbappe yfirgefur PSG þá verði Madrid hans næsti áfangastaður. Barcelona hefur að minnsta kosti sjaldan verið nefnt í þessu samhengi. Þar til í morgun. Þá birtist frétt hjá spænska miðlinum Mundo Deportivo þar sem greint var frá því að forsetar Real Madrid og Barcelona hefðu náð samkomulagi um að Barcelona fengi að semja við Mbappe í friði og ró. Sagt var að þeir Florentino Perez og Joan Laporta forsetar félaganna hefðu hist á leynilegum fundi þar sem Perez hefði sagst ætla að leyfa Barcelona að semja við Mbappe. Ástæðan fyrir þessari góðmennsku Perez væri að Laporta hafi stutt vel við Perez og Real Madrid í umræðunni um Ofurdeildina í knattspyrnu. Sagt var að Mbappe myndi flytja í íbúðina sem Ousmane Dembele bjó í og í þokkabót myndu tölvuleikir Dembele fylgja með en Frakkinn er mikill leikjaspilari. Samkomulagið fól einnig í sér að Mbappe mætti ekki skjóta með hægri fæti í leikjum gegn Real. Líklegast áttuðu flestir lesendur sig á því að eitthvað skrýtið væri á seyði. Sú var líka raunin því 28. desember er nefnilega fyrir Spánverjum það sem 1. apríl er hér á landi. Fréttin var því uppspuni frá upphafi til enda. Þetta var ekki eina platfréttin í spænska boltanum í dag. Real Betis tilkynnti að goðsögnin Joaquin ætlaði að taka fram skóna á nýjan leik. Það var því miður einnig plat.
Spænski boltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira