Mál Guðmundu þyngra en tárum taki Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. desember 2023 18:11 Helga Arnardóttir segir mikilvægt að viðurkennt verði að brotið hafi verið á Guðmundu. Vísir/Samsett Helga Arnardóttir, kvikmyndagerðarkona, segir mál Guðmundu Tyrfingsdóttur sem var vörslusvipt búfénaði sínum og honum ólögmætt slátrað, vera þyngra en tárum tekur í færslu sem hún birti á Facebook í dag. Guðmunda Tyrfingsdóttir er bóndi í Lækjartúni í Ásahreppi og í desember í fyrra fór hún úr axlarlið og var flutt á sjúkrahús. Þá svipti Matvælastofnun hana vörslu allra gripa sinna þar sem enginn, að mati MAST, gat fengist til að sinna búfénaðinum í fjarveru hennar. Hallgerður Kolbrún fjallaði ítarlegar um málið á Vísi. Matvælaráðuneytið úrskurðaði fyrr í mánuðinum að MAST hafi ekki verið heimilt að slátra dýrunum. Í úrskurðinum kemur fram að engin staðfesting hafi verið í gögnum MAST að dýrin hafi orðið fyrir varanlegum skaða vegna vanrækingar eða slæms aðbúnaðar. Ástand dýranna hafi þá verið í lagi þegar ákvörðun var tekin um að slátra þeim. „Dýravinur og fyrirmyndarbóndi frá því hún man eftir sér sem þurfti að enda sinn búskap á þennan sorglega hátt,“ skrifar Helga í færslunni. Helga segir að Guðmunda hafi í rauninni misst mannréttindi sín við það að fara úr axlarlið. Hún segir að þó hún fái dýrin aldrei aftur sé mikilvægt að viðurkennt verði að brotið hafi verið á Guðmundu. „Ég var svo heppin að hitta Guðmundu skömmu fyrir jól árið 2011 þegar hún var tæplega áttræð. Ég varði næstum heilum degi með henni ásamt tökumanni Stöðvar 2: Friðriki Þór Halldórsson og viðtalið við Guðmundu var eitt það eftirminnilegasta á mínum fjölmiðlaferli. Fyrir utan þá staðreynd að Guðmunda sjálf er ógleymanleg persóna,“ bætir Helga við. Matvælaframleiðsla Landbúnaður Ásahreppur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Guðmunda Tyrfingsdóttir er bóndi í Lækjartúni í Ásahreppi og í desember í fyrra fór hún úr axlarlið og var flutt á sjúkrahús. Þá svipti Matvælastofnun hana vörslu allra gripa sinna þar sem enginn, að mati MAST, gat fengist til að sinna búfénaðinum í fjarveru hennar. Hallgerður Kolbrún fjallaði ítarlegar um málið á Vísi. Matvælaráðuneytið úrskurðaði fyrr í mánuðinum að MAST hafi ekki verið heimilt að slátra dýrunum. Í úrskurðinum kemur fram að engin staðfesting hafi verið í gögnum MAST að dýrin hafi orðið fyrir varanlegum skaða vegna vanrækingar eða slæms aðbúnaðar. Ástand dýranna hafi þá verið í lagi þegar ákvörðun var tekin um að slátra þeim. „Dýravinur og fyrirmyndarbóndi frá því hún man eftir sér sem þurfti að enda sinn búskap á þennan sorglega hátt,“ skrifar Helga í færslunni. Helga segir að Guðmunda hafi í rauninni misst mannréttindi sín við það að fara úr axlarlið. Hún segir að þó hún fái dýrin aldrei aftur sé mikilvægt að viðurkennt verði að brotið hafi verið á Guðmundu. „Ég var svo heppin að hitta Guðmundu skömmu fyrir jól árið 2011 þegar hún var tæplega áttræð. Ég varði næstum heilum degi með henni ásamt tökumanni Stöðvar 2: Friðriki Þór Halldórsson og viðtalið við Guðmundu var eitt það eftirminnilegasta á mínum fjölmiðlaferli. Fyrir utan þá staðreynd að Guðmunda sjálf er ógleymanleg persóna,“ bætir Helga við.
Matvælaframleiðsla Landbúnaður Ásahreppur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira