Mál Guðmundu þyngra en tárum taki Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. desember 2023 18:11 Helga Arnardóttir segir mikilvægt að viðurkennt verði að brotið hafi verið á Guðmundu. Vísir/Samsett Helga Arnardóttir, kvikmyndagerðarkona, segir mál Guðmundu Tyrfingsdóttur sem var vörslusvipt búfénaði sínum og honum ólögmætt slátrað, vera þyngra en tárum tekur í færslu sem hún birti á Facebook í dag. Guðmunda Tyrfingsdóttir er bóndi í Lækjartúni í Ásahreppi og í desember í fyrra fór hún úr axlarlið og var flutt á sjúkrahús. Þá svipti Matvælastofnun hana vörslu allra gripa sinna þar sem enginn, að mati MAST, gat fengist til að sinna búfénaðinum í fjarveru hennar. Hallgerður Kolbrún fjallaði ítarlegar um málið á Vísi. Matvælaráðuneytið úrskurðaði fyrr í mánuðinum að MAST hafi ekki verið heimilt að slátra dýrunum. Í úrskurðinum kemur fram að engin staðfesting hafi verið í gögnum MAST að dýrin hafi orðið fyrir varanlegum skaða vegna vanrækingar eða slæms aðbúnaðar. Ástand dýranna hafi þá verið í lagi þegar ákvörðun var tekin um að slátra þeim. „Dýravinur og fyrirmyndarbóndi frá því hún man eftir sér sem þurfti að enda sinn búskap á þennan sorglega hátt,“ skrifar Helga í færslunni. Helga segir að Guðmunda hafi í rauninni misst mannréttindi sín við það að fara úr axlarlið. Hún segir að þó hún fái dýrin aldrei aftur sé mikilvægt að viðurkennt verði að brotið hafi verið á Guðmundu. „Ég var svo heppin að hitta Guðmundu skömmu fyrir jól árið 2011 þegar hún var tæplega áttræð. Ég varði næstum heilum degi með henni ásamt tökumanni Stöðvar 2: Friðriki Þór Halldórsson og viðtalið við Guðmundu var eitt það eftirminnilegasta á mínum fjölmiðlaferli. Fyrir utan þá staðreynd að Guðmunda sjálf er ógleymanleg persóna,“ bætir Helga við. Matvælaframleiðsla Landbúnaður Ásahreppur Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Guðmunda Tyrfingsdóttir er bóndi í Lækjartúni í Ásahreppi og í desember í fyrra fór hún úr axlarlið og var flutt á sjúkrahús. Þá svipti Matvælastofnun hana vörslu allra gripa sinna þar sem enginn, að mati MAST, gat fengist til að sinna búfénaðinum í fjarveru hennar. Hallgerður Kolbrún fjallaði ítarlegar um málið á Vísi. Matvælaráðuneytið úrskurðaði fyrr í mánuðinum að MAST hafi ekki verið heimilt að slátra dýrunum. Í úrskurðinum kemur fram að engin staðfesting hafi verið í gögnum MAST að dýrin hafi orðið fyrir varanlegum skaða vegna vanrækingar eða slæms aðbúnaðar. Ástand dýranna hafi þá verið í lagi þegar ákvörðun var tekin um að slátra þeim. „Dýravinur og fyrirmyndarbóndi frá því hún man eftir sér sem þurfti að enda sinn búskap á þennan sorglega hátt,“ skrifar Helga í færslunni. Helga segir að Guðmunda hafi í rauninni misst mannréttindi sín við það að fara úr axlarlið. Hún segir að þó hún fái dýrin aldrei aftur sé mikilvægt að viðurkennt verði að brotið hafi verið á Guðmundu. „Ég var svo heppin að hitta Guðmundu skömmu fyrir jól árið 2011 þegar hún var tæplega áttræð. Ég varði næstum heilum degi með henni ásamt tökumanni Stöðvar 2: Friðriki Þór Halldórsson og viðtalið við Guðmundu var eitt það eftirminnilegasta á mínum fjölmiðlaferli. Fyrir utan þá staðreynd að Guðmunda sjálf er ógleymanleg persóna,“ bætir Helga við.
Matvælaframleiðsla Landbúnaður Ásahreppur Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira