Kylfingar ársins í fyrsta og fjórða sinn Smári Jökull Jónsson skrifar 28. desember 2023 18:31 Haraldur Franklín og Ragnhildur Kristinsdóttir eru kylfingar ársins 2023. Vísir/Getty/Golf.is Haraldur Franklín Magnús og Ragnhildur Kristinsdóttir voru í dag valin kylfingar ársins hjá Golfsambandi Íslands. Greint er frá valinu á heimasíðu GSÍ en þar kemur fram að þetta sé í 26. skipti sem kylfingar ársins eru valdir. Frá árinu 1973 var kylfingur ársins valinn en síðan árið 1998 hafa karl og kona verið valin sem kylfingar ársins. Haraldur er að hljóta nafnbótina kylfingur ársins í fjórða sinn en Ragnhildur í fyrsta skipti. Ragnhildur lék sitt fyrsta ár sem atvinnukylfingur og spilaði á LET Access mótaröðinni í Evrópu. Hún lék á tólf mótum og náði best 22. sæti á móti í júlí. Þá komst hún á lokastig úrtökutmóts fyrir Evrópumótaröðina nú í desember. Haraldur komst einnig á lokastig úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina og tryggði sér takmarkaðan þátttökurétt á mótaröðinni á næsta tímabili. Hann lék á Áskorendamótaröðinni í ár og náði best 19. sæti á móti í sumar. Þá lék hann nýlega á tveimur mótum á Evrópumótaröðinni í Ástralíu. Birgir Leifur Hafþórsson hefur oftast verið kjörinn kylfingur ársins eða ellefu sinnum en Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur sex sinnum hlotið nafnbótina sem er það mesta í kvennaflokki. Golf Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Greint er frá valinu á heimasíðu GSÍ en þar kemur fram að þetta sé í 26. skipti sem kylfingar ársins eru valdir. Frá árinu 1973 var kylfingur ársins valinn en síðan árið 1998 hafa karl og kona verið valin sem kylfingar ársins. Haraldur er að hljóta nafnbótina kylfingur ársins í fjórða sinn en Ragnhildur í fyrsta skipti. Ragnhildur lék sitt fyrsta ár sem atvinnukylfingur og spilaði á LET Access mótaröðinni í Evrópu. Hún lék á tólf mótum og náði best 22. sæti á móti í júlí. Þá komst hún á lokastig úrtökutmóts fyrir Evrópumótaröðina nú í desember. Haraldur komst einnig á lokastig úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina og tryggði sér takmarkaðan þátttökurétt á mótaröðinni á næsta tímabili. Hann lék á Áskorendamótaröðinni í ár og náði best 19. sæti á móti í sumar. Þá lék hann nýlega á tveimur mótum á Evrópumótaröðinni í Ástralíu. Birgir Leifur Hafþórsson hefur oftast verið kjörinn kylfingur ársins eða ellefu sinnum en Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur sex sinnum hlotið nafnbótina sem er það mesta í kvennaflokki.
Golf Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira