Skaftholtsréttum breytt í skautasvell Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. desember 2023 20:31 Vinkonurnar Harpa Kaldalóns Björnsdóttir 11 ára (t.h.) og Anna Pála Þórðardóttir 9 ára, sem eru duglegar að mæta i réttirnar og skauta. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skaftholtsréttir í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hafa fengið tímabundið nýtt hlutverk því búið er að útbúa skautasvell í réttunum. Mikil ánægja er á meðal heimamanna, ekki síst barnanna með nýja skautasvellið þó þar séu engar kindur. „Það er mikil ánægja með þetta og margir búnir að koma hér síðustu daga og njóta þess að fara á skauta. Það fór hér þrír tankbílar af slökkvibílum og hér var bara sprautað yfir og þetta fraus allt saman og hefur bara heppnast vel,” segir Haraldur Þór Jónsson sveitarstjóri Skeiða og Gnúpverjahrepps. Og eru allir velkomnir hingað að skauta eða? “Já, hingað mega allir koma, réttir á hverjum degi, þannig að það er ekki bara eins og venjulega einn dag á ári, nú er það marga daga á ári,” segir sveitarstjórinn hlæjandi. Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri Skeiða og Gnúpverjahrepps, sem er mjög ánægður með nýja skautasvellið í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og krökkunum finnst frábært að komast á skauta í réttunum. „Já þetta er frábært og ofsalega gaman“, segir vinkonurnar Harpa Kaldalóns Björnsdóttir 11 ára og Anna Pála Þórðardóttir 9 ára. Fullorðna fólkið er líka mjög ánægt með nýja skautavellið. „Heyrðu þetta er geggjað, mjög flott, það er bara frábært að sjá að fólkið mætir, það þurfa bara að drífa sig fleiri og prófa þetta. Það er um að gera að nota réttirnar í svona lagað, þær eru jú til þess að koma saman og hafa gaman,” segir Lilja Loftsdóttir íbúi í sveitarfélaginu. Og það eru nokkuð mörg ár síðan að Hrönn Jónsdóttir fór á skauta en hún ákvað að rifja upp gamla takta í réttunum. „Ég er allavega ekki í eins og góðu formi og ég hélt, það er nokkuð ljóst,” segir Hrönn og hlær, En ertu „gömul“ skautadrottning eða? „Nei, það væri kannski aðeins ý kjur að tala um skautadrottningu en ég átti jú skauta,” segir hún og hlær enn meira. Allir eru velkomnir að mæta í réttirnar og skauta þar sér til gamans og ánægju, ungir sem aldnir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Skautaíþróttir Landbúnaður Réttir Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira
„Það er mikil ánægja með þetta og margir búnir að koma hér síðustu daga og njóta þess að fara á skauta. Það fór hér þrír tankbílar af slökkvibílum og hér var bara sprautað yfir og þetta fraus allt saman og hefur bara heppnast vel,” segir Haraldur Þór Jónsson sveitarstjóri Skeiða og Gnúpverjahrepps. Og eru allir velkomnir hingað að skauta eða? “Já, hingað mega allir koma, réttir á hverjum degi, þannig að það er ekki bara eins og venjulega einn dag á ári, nú er það marga daga á ári,” segir sveitarstjórinn hlæjandi. Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri Skeiða og Gnúpverjahrepps, sem er mjög ánægður með nýja skautasvellið í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og krökkunum finnst frábært að komast á skauta í réttunum. „Já þetta er frábært og ofsalega gaman“, segir vinkonurnar Harpa Kaldalóns Björnsdóttir 11 ára og Anna Pála Þórðardóttir 9 ára. Fullorðna fólkið er líka mjög ánægt með nýja skautavellið. „Heyrðu þetta er geggjað, mjög flott, það er bara frábært að sjá að fólkið mætir, það þurfa bara að drífa sig fleiri og prófa þetta. Það er um að gera að nota réttirnar í svona lagað, þær eru jú til þess að koma saman og hafa gaman,” segir Lilja Loftsdóttir íbúi í sveitarfélaginu. Og það eru nokkuð mörg ár síðan að Hrönn Jónsdóttir fór á skauta en hún ákvað að rifja upp gamla takta í réttunum. „Ég er allavega ekki í eins og góðu formi og ég hélt, það er nokkuð ljóst,” segir Hrönn og hlær, En ertu „gömul“ skautadrottning eða? „Nei, það væri kannski aðeins ý kjur að tala um skautadrottningu en ég átti jú skauta,” segir hún og hlær enn meira. Allir eru velkomnir að mæta í réttirnar og skauta þar sér til gamans og ánægju, ungir sem aldnir.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Skautaíþróttir Landbúnaður Réttir Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira