Handbolti

Enginn Mikler og Ung­verjar treysta á reynslulitla mark­verði

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Roland Mikler fagnar í leik Ungverjalands og Íslands á EM 2022. Íslendingar unnu leikinn, 30-29.
Roland Mikler fagnar í leik Ungverjalands og Íslands á EM 2022. Íslendingar unnu leikinn, 30-29. getty/Sanjin Strukic

Markvörðurinn reyndi, Roland Mikler, sem hefur reynst Íslendingum erfiður svo oft er ekki í EM-hópi ungverska handboltalandsliðsins. Ísland og Ungverjaland eru saman í riðli á EM 2024.

Chema Rodríguez, landsliðsþjálfari Ungverjalands, hefur valið tuttugu manna hóp fyrir Evrópumótið í Þýskalandi sem hefst 10. janúar.

Ungverjar fara aldrei þessu vant með nokkuð óreynda markverði á stórmót en þeir Mikler og Már­t­on Székely eru ekki í hópnum. Mikler ákvað að hvíla á EM vegna álags en Székely var ekki valinn. 

Markverðirnir í ungverska hópnum eru Lászlo Bartucz (Tatabánya), Arían Andó (Balat­on­füredi) og Kristóf Palasics (Logrono).

Ísland og Ungverjaland eru saman í C-riðli ásamt Serbíu og Svartfjallalandi. Íslendingar og Ungverjar mætast í lokaumferð riðlakeppninnar 16. janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×