Mótmæla áætlunum Macrons um að skipta út gluggum Notre Dame Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. desember 2023 20:23 Hugmynd Macron er sú að hengja gömlu gluggana til sýnis í nýju Notre Dame safni. Getty/Chesnot Frakkar eru ævareiðir vegna fyrirhugaðra gluggaskipta í dómkirkjunni Notre Dame í París. Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur lagt það til að steindum gluggunum verði skipt út fyrir nýstárlegri glugga. Meira en 120 þúsund hafa skrifað undir ákall um að haldið verði í upphaflega hönnun glugganna. Mótmælendur hafa líkt áformunum við skemmdarverk og halda því fram að skiptin muni gerbreyta byggingunni á verri veg. Uppbygging kirkjunnar stendur enn yfir eftir að hún brann nánast til kaldra kola í apríl 2019. Macron heimsótti dómkirkjuna í desembermánuði og tilkynnti þar að gluggunum í sex af sjö hliðarkapellum kirkjunnar, sem rekja má aftur til þrettándu aldar, yrði skipt út. Gluggarnir sem setja á í eru líka steindir en með nýrri hönnun og var efnt til samkeppni til að velja útlitið. Samkvæmt frétt Guardian átti erkibiskup Parísar, Laurent Ulrich, hugmyndina að gluggaskiptunum. Ulrich er sagður hafa borið hugmyndina undir forsetann með formlegu bréfi og Macron litist vel á hugmyndina. Gluggarnir, sem skipta á út, voru hannaðir af arkitektinum Eugéne Viollet-le-Duc en hann teiknaði jafnframt turnspíruna, sem bætt var við mannvirkið um miðja 19. öld. Gluggarnir komust heilir í gegn um eldsvoðann sem eyðilagði hálfa kirkjuna og er ætlunin að stilla þeim upp til sýnis í nýju Notre Dame safni. Frakkland Bruninn í Notre-Dame Tengdar fréttir Stefna frönskum yfirvöldum vegna blýmengunar eftir brunann í Notre Dame Eitt stærsta stéttafélag í Frakklandi, heilbrigðissamtök og íbúar í París hafa tekið höndum saman og munu leggja fram stefnu gegn yfirvöldum í Frakklandi og Parísarborg vegna þess hve mikið blý hefur verið í andrúmsloftinu í París eftir brunann á Notre Dame. 6. júlí 2021 15:56 Tveggja alda gömul tré í spíru Notre Dame felld Franskir skógarhöggsmenn byrjuðu í gær að fella forn eikartré sem valin hafa verið vegna endurbyggingar spíru dómkirkjunnar Notre Dame í París. Fyrstu trén voru felld í í Berceskógi og var það fyrsta um 230 ára gamalt. 9. mars 2021 21:01 Leita að aldagömlum eikartrjám við smíði nýrrar spíru Áætlað er að þörf sé á allt að þúsund, 150 til 200 ára gömlum eikartrjám, þegar endurskapa skal hina 96 metra háu spíru á dómkirkjunni Notre Dame í París í Frakklandi sem eyðilagðist í stórbrunanum í apríl 2019. 16. febrúar 2021 14:53 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Meira en 120 þúsund hafa skrifað undir ákall um að haldið verði í upphaflega hönnun glugganna. Mótmælendur hafa líkt áformunum við skemmdarverk og halda því fram að skiptin muni gerbreyta byggingunni á verri veg. Uppbygging kirkjunnar stendur enn yfir eftir að hún brann nánast til kaldra kola í apríl 2019. Macron heimsótti dómkirkjuna í desembermánuði og tilkynnti þar að gluggunum í sex af sjö hliðarkapellum kirkjunnar, sem rekja má aftur til þrettándu aldar, yrði skipt út. Gluggarnir sem setja á í eru líka steindir en með nýrri hönnun og var efnt til samkeppni til að velja útlitið. Samkvæmt frétt Guardian átti erkibiskup Parísar, Laurent Ulrich, hugmyndina að gluggaskiptunum. Ulrich er sagður hafa borið hugmyndina undir forsetann með formlegu bréfi og Macron litist vel á hugmyndina. Gluggarnir, sem skipta á út, voru hannaðir af arkitektinum Eugéne Viollet-le-Duc en hann teiknaði jafnframt turnspíruna, sem bætt var við mannvirkið um miðja 19. öld. Gluggarnir komust heilir í gegn um eldsvoðann sem eyðilagði hálfa kirkjuna og er ætlunin að stilla þeim upp til sýnis í nýju Notre Dame safni.
Frakkland Bruninn í Notre-Dame Tengdar fréttir Stefna frönskum yfirvöldum vegna blýmengunar eftir brunann í Notre Dame Eitt stærsta stéttafélag í Frakklandi, heilbrigðissamtök og íbúar í París hafa tekið höndum saman og munu leggja fram stefnu gegn yfirvöldum í Frakklandi og Parísarborg vegna þess hve mikið blý hefur verið í andrúmsloftinu í París eftir brunann á Notre Dame. 6. júlí 2021 15:56 Tveggja alda gömul tré í spíru Notre Dame felld Franskir skógarhöggsmenn byrjuðu í gær að fella forn eikartré sem valin hafa verið vegna endurbyggingar spíru dómkirkjunnar Notre Dame í París. Fyrstu trén voru felld í í Berceskógi og var það fyrsta um 230 ára gamalt. 9. mars 2021 21:01 Leita að aldagömlum eikartrjám við smíði nýrrar spíru Áætlað er að þörf sé á allt að þúsund, 150 til 200 ára gömlum eikartrjám, þegar endurskapa skal hina 96 metra háu spíru á dómkirkjunni Notre Dame í París í Frakklandi sem eyðilagðist í stórbrunanum í apríl 2019. 16. febrúar 2021 14:53 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Stefna frönskum yfirvöldum vegna blýmengunar eftir brunann í Notre Dame Eitt stærsta stéttafélag í Frakklandi, heilbrigðissamtök og íbúar í París hafa tekið höndum saman og munu leggja fram stefnu gegn yfirvöldum í Frakklandi og Parísarborg vegna þess hve mikið blý hefur verið í andrúmsloftinu í París eftir brunann á Notre Dame. 6. júlí 2021 15:56
Tveggja alda gömul tré í spíru Notre Dame felld Franskir skógarhöggsmenn byrjuðu í gær að fella forn eikartré sem valin hafa verið vegna endurbyggingar spíru dómkirkjunnar Notre Dame í París. Fyrstu trén voru felld í í Berceskógi og var það fyrsta um 230 ára gamalt. 9. mars 2021 21:01
Leita að aldagömlum eikartrjám við smíði nýrrar spíru Áætlað er að þörf sé á allt að þúsund, 150 til 200 ára gömlum eikartrjám, þegar endurskapa skal hina 96 metra háu spíru á dómkirkjunni Notre Dame í París í Frakklandi sem eyðilagðist í stórbrunanum í apríl 2019. 16. febrúar 2021 14:53