Chris Wood með þrennu gegn gömlu félögunum Dagur Lárusson skrifar 26. desember 2023 14:28 Chris Wood lék á alls oddi í dag. Vísir/getty Chris Wood skoraði þrennu gegn sínum gömlu félögum í dag er Nottingham Forrest gerði sér lítið fyrir og vann Newcastle á St. James Park. Nuna Esperito Santo stýrði Nottingham Forrest í annað sinn í dag en hann tapaði sínum fyrsta leik með liðið gegn Bournemouth á heimavelli síðustu helgi. Gengi Newcastle hefur verið lélegt síðustu vikurnar en liðið hefur tapað hverjum leiknum á fætur öðrum og var engin breyting á í dag. Allt virtist þó ætla að ganga vel hjá Newcastle snemma leiks þegar Alexander Isak náði að krækja í vítaspyrnu á 23. mínútu. Svíinn fór sjálfur á punktinn og skoraði og staðan því orðin 1-0 fyrir Newcastle. Gestirnir voru alltaf hættulegir með skyndisóknir sínar og var Anthony Elanga öflugastur hjá þeim. Hann fékk boltann í uppbótartíma fyrri hálfleiks þar sem hann kom sér inn á teig, framhjá Livramento og gaf boltann síðan fyrir markið á Chris Wood sem þurfti lítið annað að gera en að koma boltanum yfir línuna. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún í hálfleik. Í seinni hálfleiknum urðu skyndisóknir gestanna enn þá öflugri og náði Anthony Elanga aftur að finna Chris Wood í góðri stöðu á 53. mínútu. Í þetta skiptið þurfti Chris Wood þó að gera mikið meira en hann lék á Dan Burn og vippaði boltanum síðan yfir Dubravka í markinu og staðan orðin 1-2. Chris Wood fullkomnaði síðan þrennuna á 60. mínútu þegar hann fékk hárnákvæma sendingu inn fyrir vörn Newcastle frá Murilla. Nýsjálendingurinn lék þá á Dubravka, fór framhjá honum og kom boltanum síðan í netið. Staðan orðin 1-3 og Chris Wood með þrennu gegn sínum gömlu félögum. Eftir leikinn er Nottingham Forrest komið með 17 stig og situr í 16. sæti á meðan Newcastle er í 7. sætinu með 29 stig. Enski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Nuna Esperito Santo stýrði Nottingham Forrest í annað sinn í dag en hann tapaði sínum fyrsta leik með liðið gegn Bournemouth á heimavelli síðustu helgi. Gengi Newcastle hefur verið lélegt síðustu vikurnar en liðið hefur tapað hverjum leiknum á fætur öðrum og var engin breyting á í dag. Allt virtist þó ætla að ganga vel hjá Newcastle snemma leiks þegar Alexander Isak náði að krækja í vítaspyrnu á 23. mínútu. Svíinn fór sjálfur á punktinn og skoraði og staðan því orðin 1-0 fyrir Newcastle. Gestirnir voru alltaf hættulegir með skyndisóknir sínar og var Anthony Elanga öflugastur hjá þeim. Hann fékk boltann í uppbótartíma fyrri hálfleiks þar sem hann kom sér inn á teig, framhjá Livramento og gaf boltann síðan fyrir markið á Chris Wood sem þurfti lítið annað að gera en að koma boltanum yfir línuna. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún í hálfleik. Í seinni hálfleiknum urðu skyndisóknir gestanna enn þá öflugri og náði Anthony Elanga aftur að finna Chris Wood í góðri stöðu á 53. mínútu. Í þetta skiptið þurfti Chris Wood þó að gera mikið meira en hann lék á Dan Burn og vippaði boltanum síðan yfir Dubravka í markinu og staðan orðin 1-2. Chris Wood fullkomnaði síðan þrennuna á 60. mínútu þegar hann fékk hárnákvæma sendingu inn fyrir vörn Newcastle frá Murilla. Nýsjálendingurinn lék þá á Dubravka, fór framhjá honum og kom boltanum síðan í netið. Staðan orðin 1-3 og Chris Wood með þrennu gegn sínum gömlu félögum. Eftir leikinn er Nottingham Forrest komið með 17 stig og situr í 16. sæti á meðan Newcastle er í 7. sætinu með 29 stig.
Enski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira