Fæðuöryggi Íslands á stríðstímum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. desember 2023 14:31 Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Magnús Hlynur Hreiðarsson Formaður Bændasamtakanna hefur miklar áhyggjur af fæðuöryggi þjóðarinnar á stríðstímum, sem séu einhverjir níu dagar á meðan Finnar eiga til dæmis níu mánaða matar birgðir fyrir sitt fólk. Þegar talað er um fæðuöryggi þjóða er meðal annars átt við að allir íbúar viðkomandi lands hafi alltaf aðgang að nægum, öruggum og næringarríkum matvælum til að uppfylla næringarþarfir sínar. Sem sagt að íbúar þurfi ekki að óttast hungur eða svelti komi eitthvað alvarlegt ástand upp í landinu eins og á Íslandi. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna hefur áhyggjur af fæðuöryggi Íslands og ræddi meðal annars málið á opnum fundi nýlega hjá Framsóknarfélagi Árborgar. En hvernig er fæðuöryggi á Íslandi skilgreint í dag? „Ég held að það sé ekki skilgreint í neinum vikum eða mánuðum hvað við þurfum að eiga. Finnar eru með níu mánaða birgðahald á hreinu hvað þeir eiga af mat til næstu níu mánaða. Ég held að við séum með skilgreinda lagertölu upp á níu daga eða kannski níu vikur ef við náum því. En þetta er ekki vænlegt á stríðstímum,“ segir Gunnar. Gunnar hefur áhyggjur af fleiri málum þegar íslenskur landbúnaður er annars vegar. „Já, ég hef ég bara talsverðar áhyggjur af hvað við erum að framleiða ef við erum búin að tapa um 20% af framleiðslu í kjöti til útlanda, hvernig ætlum við að ná því til baka og ef við förum enn nú lengra, hvernig raungerðist það ef að við förum í 40%. Það er ekkert auðvelt að endurvekja svona starfsemi,“ segir Gunnar. Gunnar segir að staða landbúnaðarins á Íslandi sé mjög erfið á öllum sviðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En staða landbúnaðarins á Íslandi heild yfir, hvernig er hún að mati Gunnars? „Hún er bara mjög erfið og það er bara mjög erfitt mjög víða og alveg sama um hvaða grein við erum að tala, það er sama hvort það er sauðfjárrækt, kúabúskapur, garðyrkja eða alls staðar annars staðar.“)) Og Gunnar segir stjórnvöld ósköp áhugalítil um landbúnaðinn og stöðu hans. „Já, þau eru búin að vera mjög áhugalítil allt þetta ár og nú er allt í einu farið að sverfa til stáls og þá segja menn bara, já, við hefðum kannski átt að ræða þetta aðeins fyrr,“ segir Gunnar formaður. Matvælaframleiðsla Landbúnaður Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Þegar talað er um fæðuöryggi þjóða er meðal annars átt við að allir íbúar viðkomandi lands hafi alltaf aðgang að nægum, öruggum og næringarríkum matvælum til að uppfylla næringarþarfir sínar. Sem sagt að íbúar þurfi ekki að óttast hungur eða svelti komi eitthvað alvarlegt ástand upp í landinu eins og á Íslandi. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna hefur áhyggjur af fæðuöryggi Íslands og ræddi meðal annars málið á opnum fundi nýlega hjá Framsóknarfélagi Árborgar. En hvernig er fæðuöryggi á Íslandi skilgreint í dag? „Ég held að það sé ekki skilgreint í neinum vikum eða mánuðum hvað við þurfum að eiga. Finnar eru með níu mánaða birgðahald á hreinu hvað þeir eiga af mat til næstu níu mánaða. Ég held að við séum með skilgreinda lagertölu upp á níu daga eða kannski níu vikur ef við náum því. En þetta er ekki vænlegt á stríðstímum,“ segir Gunnar. Gunnar hefur áhyggjur af fleiri málum þegar íslenskur landbúnaður er annars vegar. „Já, ég hef ég bara talsverðar áhyggjur af hvað við erum að framleiða ef við erum búin að tapa um 20% af framleiðslu í kjöti til útlanda, hvernig ætlum við að ná því til baka og ef við förum enn nú lengra, hvernig raungerðist það ef að við förum í 40%. Það er ekkert auðvelt að endurvekja svona starfsemi,“ segir Gunnar. Gunnar segir að staða landbúnaðarins á Íslandi sé mjög erfið á öllum sviðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En staða landbúnaðarins á Íslandi heild yfir, hvernig er hún að mati Gunnars? „Hún er bara mjög erfið og það er bara mjög erfitt mjög víða og alveg sama um hvaða grein við erum að tala, það er sama hvort það er sauðfjárrækt, kúabúskapur, garðyrkja eða alls staðar annars staðar.“)) Og Gunnar segir stjórnvöld ósköp áhugalítil um landbúnaðinn og stöðu hans. „Já, þau eru búin að vera mjög áhugalítil allt þetta ár og nú er allt í einu farið að sverfa til stáls og þá segja menn bara, já, við hefðum kannski átt að ræða þetta aðeins fyrr,“ segir Gunnar formaður.
Matvælaframleiðsla Landbúnaður Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira