Sex ára dreng flogið á vitlausan áfangastað Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. desember 2023 11:19 Drengurinn ætlaði að heimsækja ömmu sína í borginni Fort Myers í Flórída. EPA Sex ára bandarískum dreng, sem ferðast átti frá Pennsylvania-ríki til Fort Myers í Flórída með flugfélaginu Spirit Airlines í gær, var komið fyrir í flugvél til Orlandó borgar af fylgdarmanni flugfélagsins. CBS hefur eftir talsmanni Spirit að drengnum hafi verið ranglega komið fyrir um borð í flugvél sem flaug honum til borgarinnar Orlandó, en ekki Fort Myers, þar sem hann átti að lenda. Rúmlega 250 kílómetrar eru milli borganna. Þá segir talsmaðurinn málið vera í rannsókn. Drengurinn hafi allan tímann verið undir eftirliti fylgdarmanns frá flugfélaginu. Og um leið og upp komst að hann væri í vitlausri flugferð hefði félagið haft samband við foreldra hans. Sagði engin börn í flugvélinni Drengurinn er sagður sex ára gamall og að flugferðin hefði verið hans fyrsta. Tilgangur ferðarinnar hafi verið heimsókn til ömmu hans. Fréttaveitan WINK TV hefur eftir Mariu Ramos, ömmu drengsins, að atvikið sé eitt það óhugnanlegasta sem hún hefur lent í. „Þau sögðu: Nei, hann er ekki í þessu flugi. Hann missti af fluginu. Ég sagði: nei, hann gæti ekki hafa misst af fluginu vegna þess að ég er með innritunarmiðann hans,“ sagði hún við miðilinn. „Ég hljóp inn í flugvélina til flugfreyjunnar og spurði hana: Hvar er barnabarnið mitt? Hann kom til ykkar í Philadelphia. Hún sagði: nei, það voru engin börn í flugferðinni.“ Síðan þá hefur flugfélagið beðið fjölskyldu drengsins afsökunar og er eins og áður segir með málið í rannsókn. Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
CBS hefur eftir talsmanni Spirit að drengnum hafi verið ranglega komið fyrir um borð í flugvél sem flaug honum til borgarinnar Orlandó, en ekki Fort Myers, þar sem hann átti að lenda. Rúmlega 250 kílómetrar eru milli borganna. Þá segir talsmaðurinn málið vera í rannsókn. Drengurinn hafi allan tímann verið undir eftirliti fylgdarmanns frá flugfélaginu. Og um leið og upp komst að hann væri í vitlausri flugferð hefði félagið haft samband við foreldra hans. Sagði engin börn í flugvélinni Drengurinn er sagður sex ára gamall og að flugferðin hefði verið hans fyrsta. Tilgangur ferðarinnar hafi verið heimsókn til ömmu hans. Fréttaveitan WINK TV hefur eftir Mariu Ramos, ömmu drengsins, að atvikið sé eitt það óhugnanlegasta sem hún hefur lent í. „Þau sögðu: Nei, hann er ekki í þessu flugi. Hann missti af fluginu. Ég sagði: nei, hann gæti ekki hafa misst af fluginu vegna þess að ég er með innritunarmiðann hans,“ sagði hún við miðilinn. „Ég hljóp inn í flugvélina til flugfreyjunnar og spurði hana: Hvar er barnabarnið mitt? Hann kom til ykkar í Philadelphia. Hún sagði: nei, það voru engin börn í flugferðinni.“ Síðan þá hefur flugfélagið beðið fjölskyldu drengsins afsökunar og er eins og áður segir með málið í rannsókn.
Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira