Innherji

Mesta tækni­bylting frá upp­hafi mun hafa fordæmalausar breytingar á lífi allra

Ritstjórn Innherja skrifar
Gunnar Zoéga tók við sem forstjóri OK í fyrra. Hann var áður framkvæmdastjóra hjá Origo.
Gunnar Zoéga tók við sem forstjóri OK í fyrra. Hann var áður framkvæmdastjóra hjá Origo. Vísir/Vilhelm

Upplýsingatækni er sá geiri sem þróast hvað hraðast. „Næstu ár verða sérstaklega áhugaverð enda mesta tæknibylting frá upphafi tengd gervigreind sem mun hafa fordæmalausar breytingar á lífi allra,“ segir Gunnar Zoëga, forstjóri OK. Opin Kerfi og Premis sameinuðust í fyrra undir nafninu OK.

Hann segir að það sé mjög mikilvægt að ná niður verðbólgu og að kjarasamningar verði til hagsbóta fyrir alla.

Gunnar segir að eftirspurnin eftir vörum og þjónustu OK hafi margfaldast en að það hafi líka verið miklar rekstrarlegar áskoranir eins og hjá öðrum tengt „töluvert hærri kostnaði sem við höfum þurft að taka á okkur.“ Það hafi líka verið „ákveðnar sveiflur“ hjá viðskiptavinum.

Stofnaði Varist og keypti starfsemi á Selfossi

OK festi kaup á vírusvarnarhugbúnaði alþjóðlega netöryggisfyrirtækisins Cyren Ltd og stofnaði í kjölfarið dótturfélagið Varist með fyrrverandi starfsmönnum Cyren á Íslandi. Að auki lauk OK við kaup á upplýsingatæknihluta fyrirtækisins TRS á Selfossi í lok árs.

Hluthafar OK eru framtakssjóðurinn VEX I, Fiskisund og félög í eigu starfsmanna.

Hvernig var rekstrarumhverfið á árinu 2023?

„Okkar markmið er að styðja við atvinnulífið á Íslandi með búnaði og þjónustu í upplýsingatækni eins og best verður á kosið hverju sinni. Þetta er ákveðin grunnþjónusta sem þarf að vera til staðar og það hefur gengið vel á árinu hjá okkur. Eftirspurnin eftir vörum og þjónustu hefur margfaldast hjá okkur enda erum við á spennandi vegferð að bæta þjónustu í upplýsingatækni fyrir íslenskt atvinnulíf. En að sjálfsögðu hafa verið miklar rekstrarlegar áskoranir eins og hjá öðrum tengt töluvert hærri kostnaði sem við höfum þurft að taka á okkur. Það hafa líka verið ákveðnar sveiflur hjá okkar viðskiptavinum sem við erum að styðja við. Þrátt fyrir þessar áskoranir þá gengur reksturinn vel hjá okkur og til marks það þá tókum við á móti viðurkenningu frá Creditinfo fyrir að vera framúrskarandi fyrirtæki.“

Lykilár í sameiningarvinnu

Hvað stóð upp úr?

„Fyrir okkur þá var þetta lykilár í sameiningarvinnu OK en OK varð til við samruna upplýsingatækifyrirtækjanna Opinna kerfa og Premis. Við fórum í stærstu innri fjárfestingar í sögu félaganna og því mikil tímamót að klára það samhliða. Það var því sérstaklega ánægjulegt að fá viðurkenningu VR sem fyrirtæki ársins 2023.

Í mars festum við kaup á vírusvarnarhugbúnaði alþjóðlega netöryggisfyrirtækisins Cyren Ltd og í kjölfarið stofnuðum við dótturfélagið Varist ehf. Félagið er í sameiginlegri eigu OK og fyrrverandi starfsmanna Cyren á Íslandi. Grunnur að öllu í upplýsingatækni eru öryggismál og þau verða enn stærri þáttur á komandi árum.

Í lok árs kláruðum við kaup á upplýsingatæknihluta fyrirtækisins TRS á Selfossi. Stefna OK er að þjónusta íslenskt atvinnulíf um allt land og þessi kaup er stór þáttur í þeirri vegferð. Við erum með starfsstöðvar í Reykjavík, á Sauðárkróki, Akureyri og nú Selfossi.“

Hverjar voru helstu áskoranirnar?

„Ytri þættir eins og verðbólga og aðrir óvæntir atburðir sem valda sveiflum í sölu.

Innri þættir sem snúa að því að bæta eigin innviði og ferla. Öll verkefnin hafa styrkt okkar stöðu og munu vera grunnur að þjónusta okkar viðskiptavini eins og best er á kosið næstu misserin. Starfsfólkið okkar skiptir mestu mál og því leggjum við kappkost á að bjóða upp á eftirsóknarvert starfsumhverfi. Það er mikil eftirspurn eftir þjónustu og ráðgjöf í upplýsingatækni og því mikilvægt að við Íslendingar hlúum vel að þessari starfsgrein. Hluti að því er að tryggja störf úti á landi svo að starfsmenn og viðskiptavinir geti notið ágóða þess.“

Fyrir okkur þá var þetta lykilár í sameiningarvinnu OK en OK varð til við samruna upplýsingatækifyrirtækjanna Opinna kerfa og Premis. Við fórum í stærstu innri fjárfestingar í sögu félaganna og því mikil tímamót að klára það samhliða.

Hvernig lítur næsta ár út frá ykkar bæjardyrum séð?

„Upplýsingatækni er sá geiri sem þróast hvað hraðast og mest því þurfum við sífellt að aðlaga okkur að breyttum aðstæðum hverju sinni. Það er alltaf spennandi og mikið fjör þegar kemur að upplýsingatækni. Næstu ár verða sérstaklega áhugaverð enda mesta tæknibylting frá upphafi tengd gervigreind sem mun hafa fordæmalausar breytingar á lífi allra.

Umhverfis- og sjálfbærnisvitund er sífellt hærra í forgangsröðuninni hjá fyrirtækjum. Við finnum í vaxandi mæli að þau vilji vita hvaða áherslur samstarfsaðilar okkar hafa í þeim efnum. Við búum svo vel að hafa HP tölvuframleiðandinn, sem er leiðandi í sjálfbærni og ábyrgum viðskiptaháttum. Við finnum að stefna HP fellur sérlega vel að viðhorfum fyrirtækja þegar kemur að tölvukaupum.

Út frá rekstrinum þá er mjög mikilvægt að ná niður verðbólgu og kjarasamningar verði til hagsbóta fyrir alla. Við erum mjög bjartsýn og spennt fyrir komandi ári enda viljum við vera í farabroddi þegar kemur að búnaði og þjónustu í upplýsingatækni.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×