Hafði áhyggjur af því að það myndi flækja málin að deyja í Balmoral Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. desember 2023 07:19 Elísabet hafði áhyggjur af því að hún væri að gera allt erfiðara með því að deyja í Balmoral. Getty/Chris Jackson Elísabet II Bretadrottning hafði áhyggjur af því skömmu fyrir andlát sitt að það myndi valda skipuleggjendum útfarar hennar vandræðum ef hún félli frá í Skotlandi. Frá þessu greinir Anna, dóttir Elísabetar, í nýrri heildarmynd um fyrsta ár Karls III Bretakonungs á valdastóli, sem sýnd verður á BBC á annan í jólum. Elísabet lést í Balmoral í Skotlandi 8. september í fyrra. Hún var 96 ára gömul og hafði verið drottning í 70 ár. Balmoral var uppáhalds aðsetur drottningarinnar og dvaldi hún þar öll sumur. Síðustu daga Elísabetar lýsti hún áhyggjum af því að það myndi flækja skipulagningu „Lundúnarbrúar“, aðgerðaáætluninnar sem fór af stað við andlát hennar, ef hún félli frá í Skotlandi frekar en í Lundúnum. Í heimildarmyndinni segir Anna fjölskyldu drottningarinnar hins vegar hafa freistað þess að sannfæra hana um að hún ætti ekki að láta það stjórna ákvörðunum sínum. Segist prinessan vona að móðir sín hafi orðið sátt við það að lokum. Elizabeth II Bretlandsdrottning tók á móti nöfnu sinni Mary Elizabeth Truss í Balmoral aðeins þremur dögum áður en hún lést.AP/Jane Barlow Anna segir gæfu hafa ráðið því að hún var hjá móður sinni áður en hún dó og segist hafa upplifað ákveðinn létti þegar krúnudjásnin voru fjarlægð af kistu móður hennar áður en hún var látinn síga niður í hina konunglegu grafhvelfingu að fjölskyldu Elísabetar viðstaddri. Það augnablik markaði þá stund er Karl tók við. „Til að vera fullkomlega hreinskilin þá er ég ekki viss um að nokkur geti verið undirbúinn fyrir þessa umbreytingu... að minnsta kosti ekki þannig að þetta sé auðvelt,“ sagði hún um það hvernig umrætt tímabil hefði verið fyrir bróður sinn. „Svo verður þessi breyting og þú segir: Ok, nú þarf ég bara að halda áfram.“ Anna hrósar Camillu drottningu einnig fyrir stuðning hennar við Karl og skilning hennar á hlutverki sínu. Þá segir hún jafnvel Karl og Camillu ekki hafa gert sér grein fyrir því hversu viðamikil dagskrá drottningarinnar hefði verið en þau hefðu komist að raun um það og lært að njóta þess. Bretland Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Karl III Bretakonungur Kóngafólk Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Sjá meira
Frá þessu greinir Anna, dóttir Elísabetar, í nýrri heildarmynd um fyrsta ár Karls III Bretakonungs á valdastóli, sem sýnd verður á BBC á annan í jólum. Elísabet lést í Balmoral í Skotlandi 8. september í fyrra. Hún var 96 ára gömul og hafði verið drottning í 70 ár. Balmoral var uppáhalds aðsetur drottningarinnar og dvaldi hún þar öll sumur. Síðustu daga Elísabetar lýsti hún áhyggjum af því að það myndi flækja skipulagningu „Lundúnarbrúar“, aðgerðaáætluninnar sem fór af stað við andlát hennar, ef hún félli frá í Skotlandi frekar en í Lundúnum. Í heimildarmyndinni segir Anna fjölskyldu drottningarinnar hins vegar hafa freistað þess að sannfæra hana um að hún ætti ekki að láta það stjórna ákvörðunum sínum. Segist prinessan vona að móðir sín hafi orðið sátt við það að lokum. Elizabeth II Bretlandsdrottning tók á móti nöfnu sinni Mary Elizabeth Truss í Balmoral aðeins þremur dögum áður en hún lést.AP/Jane Barlow Anna segir gæfu hafa ráðið því að hún var hjá móður sinni áður en hún dó og segist hafa upplifað ákveðinn létti þegar krúnudjásnin voru fjarlægð af kistu móður hennar áður en hún var látinn síga niður í hina konunglegu grafhvelfingu að fjölskyldu Elísabetar viðstaddri. Það augnablik markaði þá stund er Karl tók við. „Til að vera fullkomlega hreinskilin þá er ég ekki viss um að nokkur geti verið undirbúinn fyrir þessa umbreytingu... að minnsta kosti ekki þannig að þetta sé auðvelt,“ sagði hún um það hvernig umrætt tímabil hefði verið fyrir bróður sinn. „Svo verður þessi breyting og þú segir: Ok, nú þarf ég bara að halda áfram.“ Anna hrósar Camillu drottningu einnig fyrir stuðning hennar við Karl og skilning hennar á hlutverki sínu. Þá segir hún jafnvel Karl og Camillu ekki hafa gert sér grein fyrir því hversu viðamikil dagskrá drottningarinnar hefði verið en þau hefðu komist að raun um það og lært að njóta þess.
Bretland Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Karl III Bretakonungur Kóngafólk Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Sjá meira