Fótbolti

Árni Vil­hjálms­son búinn að finna sér lið á Ítalíu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Árni Vilhjálmsson er búinn að finnasér lið á Ítalíu.
Árni Vilhjálmsson er búinn að finnasér lið á Ítalíu. Facebook Zalgiris

Knattspyrnumaðurinn Árni Vilhjálmsson hefur gert samning við ítalska C-deildarliðið Novara. Hann gengur formlega í raðir félagsins eftir áramót.

Árni hefur verið án félags síðan hann yfirgaf herbúðir litháíska liðsins Zalgiris í ágúst, en ítalski miðillinn La voce Novara e lag­hi greinir frá því í dag að Árni verði fyrsti leikmaðurinn sem gangi í raðir félagsins eftir að ný stjórn tók við félaginu.

Árni, sem er 29 ára gamall, var orðaður við heimkomu síðasta sumar, en nú virðist það vera orðið ljóst að hann ætli áfram að taka slaginn úti.

Á ferli sínum hefur Árni leikið með Breiðabliki, Haukum, Lilleström í Noregi, Jönköpings Södra í Svíþjóð, Termalica Nieciecza í Póllandi, Chornomorets Odesa og Kolos Kovalivka í Úkraínu, Rodez í Frakklandi og Zalgiris í Litháen.

Ljóst er að Árni og félagar í Novara eiga erfitt verkefni fyrir höndum eftir áramót, en liðið situr í neðsta sæti C-deildarinnar með aðeins 12 stig eftir 18 leiki og hefur aðeins unnið einn leik á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×