Húsnæðisstuðningur framlengdur út veturinn Árni Sæberg skrifar 20. desember 2023 14:43 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir grannt fylgst með vendingu mála á Reykjanesi. Vísir/Ívar Fannar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina munu leggja til að húsnæðisstuðningur ríkisins við Grindvíkinga verði framlengdur út veturinn. Hann átti að renna sitt skeið í lok febrúar. Þetta tilkynnti Katrín á upplýsingafundi almannavarna í dag. Katrín sagði að áfram verði töluverð óvissa uppi um búsetu í Grindavík næstu vikurnar og því verði lagt til að húsnæðisstyrkurinn yrði framlengdur. Ríkisstjórnin kynnti sérstakan stuðning við Grindvíkinga þann 24. nóvember síðastliðinn. Aðgerðirnar, sem runnu auðveldlega í gegnum Alþingi, fela meðal annars í sér tímabundinn fjárhagslegan stuðning vegna aukins húsnæðiskostnaðar Grindvíkinga. Þá sagði að stuðningurinn yrði tímabundinn til þriggja mánaða og endurskoðaður fyrir lok þess tímabils með tilliti til þarfar á áframhaldandi stuðningi. Veittur yrði mánaðarlegur húsnæðisstuðningur sem færi stighækkandi eftir fjölda heimilisfólks gegn framvísun skráðs leigusamnings. Gert væri ráð fyrir að heildarkostnaður við slíkt stuðningskerfi gæti numið um 220 til 240 milljónum króna á mánuði. Bríet keypt áttatíu íbúðir Þá var hluti aðgerðanna kaup leigufélaganna Bríetar, sem er í eigu ríkisins, og Bjargs, sem er í eigu stéttarfélaga, á íbúðum sem leigðar yrðu Grindvíkingum. Katrín tilkynnti í dag að Bríet hefði þegar keypt áttatíu íbúðir og að unnt verði að flytja inn í sjötíu þeirra fyrir jól. Þá hafi Bjarg keypt sjö íbúðir. Húsnæðismálin helsta áhyggjuefnið Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur sagði á upplýsingafundinum að Grindvíkingum liði misvel vegna þeirrar stöðu sem nú er uppi. Húsnæðismálin væru helsta áhyggjuefni þeirra og því fagni hann því að húsnæðisstuðningurinn verði framlengdur. Of margar grindvískar fjölskyldur búi nú í húsnæði sem henti þörfum þeirra illa. Þá sagði hann gott að stuðningur verði í gildi út veturinn þar sem gert sé ráð fyrir því að skólastarf verði ekki hafið á ný í Grindavík á þessu skólaári. Því muni ekki þurfa að flytja börn úr bænum og í skóla annars staðar. Fundinn í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan: Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna vegna eldgoss Upplýsingafundur almannavarna vegna eldgossins við Sundhnúksgíga hefst klukkan 14. 20. desember 2023 13:29 „Sárt að horfa á fólk skemmta sér meðan maður sat með tárin í augunum“ Íbúi í Grindavík segir sárt að sjá landsmenn horfa á eldgosið við Sundhnúksgíga sem afþreyingu á meðan Grindvíkingar glíma við erfiðar tilfinningar. Grindvíkingar þurfi meiri vissu um hvað taki við á komandi mánuðum. 20. desember 2023 11:00 Haraldur telur enga ástæðu til halda Grindavík áfram lokaðri Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur stendur enn við þá skoðun sína að Grindavíkurbær sé ekki í hættu vegna eldgoss og að leyfa eigi bæjarbúum að snúa aftur heim til sín. 20. desember 2023 10:24 Öll umferð bönnuð í Grindavík Eftir fund aðgerðastjórnar og vettvangsstjórnar nú í morgun hefur Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákveðið að banna alla umferð og viðveru í Grindavíkurbæ á meðan nýtt hættumatskort er í gildi. 20. desember 2023 10:59 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Þetta tilkynnti Katrín á upplýsingafundi almannavarna í dag. Katrín sagði að áfram verði töluverð óvissa uppi um búsetu í Grindavík næstu vikurnar og því verði lagt til að húsnæðisstyrkurinn yrði framlengdur. Ríkisstjórnin kynnti sérstakan stuðning við Grindvíkinga þann 24. nóvember síðastliðinn. Aðgerðirnar, sem runnu auðveldlega í gegnum Alþingi, fela meðal annars í sér tímabundinn fjárhagslegan stuðning vegna aukins húsnæðiskostnaðar Grindvíkinga. Þá sagði að stuðningurinn yrði tímabundinn til þriggja mánaða og endurskoðaður fyrir lok þess tímabils með tilliti til þarfar á áframhaldandi stuðningi. Veittur yrði mánaðarlegur húsnæðisstuðningur sem færi stighækkandi eftir fjölda heimilisfólks gegn framvísun skráðs leigusamnings. Gert væri ráð fyrir að heildarkostnaður við slíkt stuðningskerfi gæti numið um 220 til 240 milljónum króna á mánuði. Bríet keypt áttatíu íbúðir Þá var hluti aðgerðanna kaup leigufélaganna Bríetar, sem er í eigu ríkisins, og Bjargs, sem er í eigu stéttarfélaga, á íbúðum sem leigðar yrðu Grindvíkingum. Katrín tilkynnti í dag að Bríet hefði þegar keypt áttatíu íbúðir og að unnt verði að flytja inn í sjötíu þeirra fyrir jól. Þá hafi Bjarg keypt sjö íbúðir. Húsnæðismálin helsta áhyggjuefnið Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur sagði á upplýsingafundinum að Grindvíkingum liði misvel vegna þeirrar stöðu sem nú er uppi. Húsnæðismálin væru helsta áhyggjuefni þeirra og því fagni hann því að húsnæðisstuðningurinn verði framlengdur. Of margar grindvískar fjölskyldur búi nú í húsnæði sem henti þörfum þeirra illa. Þá sagði hann gott að stuðningur verði í gildi út veturinn þar sem gert sé ráð fyrir því að skólastarf verði ekki hafið á ný í Grindavík á þessu skólaári. Því muni ekki þurfa að flytja börn úr bænum og í skóla annars staðar. Fundinn í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan:
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna vegna eldgoss Upplýsingafundur almannavarna vegna eldgossins við Sundhnúksgíga hefst klukkan 14. 20. desember 2023 13:29 „Sárt að horfa á fólk skemmta sér meðan maður sat með tárin í augunum“ Íbúi í Grindavík segir sárt að sjá landsmenn horfa á eldgosið við Sundhnúksgíga sem afþreyingu á meðan Grindvíkingar glíma við erfiðar tilfinningar. Grindvíkingar þurfi meiri vissu um hvað taki við á komandi mánuðum. 20. desember 2023 11:00 Haraldur telur enga ástæðu til halda Grindavík áfram lokaðri Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur stendur enn við þá skoðun sína að Grindavíkurbær sé ekki í hættu vegna eldgoss og að leyfa eigi bæjarbúum að snúa aftur heim til sín. 20. desember 2023 10:24 Öll umferð bönnuð í Grindavík Eftir fund aðgerðastjórnar og vettvangsstjórnar nú í morgun hefur Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákveðið að banna alla umferð og viðveru í Grindavíkurbæ á meðan nýtt hættumatskort er í gildi. 20. desember 2023 10:59 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna vegna eldgoss Upplýsingafundur almannavarna vegna eldgossins við Sundhnúksgíga hefst klukkan 14. 20. desember 2023 13:29
„Sárt að horfa á fólk skemmta sér meðan maður sat með tárin í augunum“ Íbúi í Grindavík segir sárt að sjá landsmenn horfa á eldgosið við Sundhnúksgíga sem afþreyingu á meðan Grindvíkingar glíma við erfiðar tilfinningar. Grindvíkingar þurfi meiri vissu um hvað taki við á komandi mánuðum. 20. desember 2023 11:00
Haraldur telur enga ástæðu til halda Grindavík áfram lokaðri Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur stendur enn við þá skoðun sína að Grindavíkurbær sé ekki í hættu vegna eldgoss og að leyfa eigi bæjarbúum að snúa aftur heim til sín. 20. desember 2023 10:24
Öll umferð bönnuð í Grindavík Eftir fund aðgerðastjórnar og vettvangsstjórnar nú í morgun hefur Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákveðið að banna alla umferð og viðveru í Grindavíkurbæ á meðan nýtt hættumatskort er í gildi. 20. desember 2023 10:59