Óeining innan stjórnkerfisins varðandi vopnahlésályktun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. desember 2023 08:26 Kirby sagði í gær að enn væri unnið að texta ályktunarinnar. Hún verður mögulega tekin til atkvæðagreiðslu í dag. AP/Andrew Harnik Atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasa í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna var frestað í annað sinn í gær. Enn er unnið að því að haga textanum þannig að Bandaríkjamenn geti setið hjá. Drög ályktunarinnar voru lögð fram af Sameinuðu arabísku furstadæmunum en unnið hefur verið að því síðustu daga að haga orðalaginu þannig að Bandaríkjamenn geti setið hjá, frekar en að beita neitunarvaldi sínu. Upphaflega stóð til að greiða atkvæði um ályktunina á mánudag og svo í gær en erlendir miðlar segja ósætti innan stjórnkerfisins í Bandaríkjunum orsök þess að málið hefur ekki enn verið tekið fyrir. Orðalag ályktunarinnar var upphaflega þannig að kallað var eftir því að látið yrði af átökum á Gasa en því var síðar breytt á þann veg að kallað væri eftir mannúðarhléi og skrefum til að binda enda á átökin. Sendinefnd Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar var sögð hafa verið sátt við síðarnefnda orðalagið en babb komið í bátinn þegar málið var borið undir Hvíta húsið, sem er sagt vera afdráttarlausara í stuðningi sínum við Ísrael en utanríkisráðuneytið. Innan Hvíta hússins eru menn sagðir hafa verið mótfallnir því að talað væri um endalok átaka yfir höfuð og efasemda um ákvæði þar sem fjallað er um eftirlit Sameinuðu þjóðanna með neyðaraðstoð til handa íbúum Gasa, án þess að minnst væri á rétt Ísrael til að hafa eftirlit með gögnum sem færu um ríkið. Þá var því mótmælt að árásir Hamas á Ísrael 7. október síðastliðinn væru ekki fordæmdar. John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, sagði í gær að vinna við textann stæði enn yfir en það væri afar mikilvægt að ekkert væri dregið undan hvað varðaði voðaverk Hamas né rétt Ísrael til að grípa til varna. Þá væri mikilvægt að heimsbyggðin áttaði sig á því hvað væri í húfi. Æðsti pólitíski leiðtogi Hamas, Ismail Haniyeh, sem hefur aðsetur í Katar, mun ferðast til Egyptalands í dag til að eiga viðræður um annað samkomulag um vopnahlé gegn lausn gísla. Isaac Herzog, forseti Ísrael, hefur staðfest að Ísraelsmenn séu áhugasamir um nýtt samkomulag. Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Öryggis- og varnarmál Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Drög ályktunarinnar voru lögð fram af Sameinuðu arabísku furstadæmunum en unnið hefur verið að því síðustu daga að haga orðalaginu þannig að Bandaríkjamenn geti setið hjá, frekar en að beita neitunarvaldi sínu. Upphaflega stóð til að greiða atkvæði um ályktunina á mánudag og svo í gær en erlendir miðlar segja ósætti innan stjórnkerfisins í Bandaríkjunum orsök þess að málið hefur ekki enn verið tekið fyrir. Orðalag ályktunarinnar var upphaflega þannig að kallað var eftir því að látið yrði af átökum á Gasa en því var síðar breytt á þann veg að kallað væri eftir mannúðarhléi og skrefum til að binda enda á átökin. Sendinefnd Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar var sögð hafa verið sátt við síðarnefnda orðalagið en babb komið í bátinn þegar málið var borið undir Hvíta húsið, sem er sagt vera afdráttarlausara í stuðningi sínum við Ísrael en utanríkisráðuneytið. Innan Hvíta hússins eru menn sagðir hafa verið mótfallnir því að talað væri um endalok átaka yfir höfuð og efasemda um ákvæði þar sem fjallað er um eftirlit Sameinuðu þjóðanna með neyðaraðstoð til handa íbúum Gasa, án þess að minnst væri á rétt Ísrael til að hafa eftirlit með gögnum sem færu um ríkið. Þá var því mótmælt að árásir Hamas á Ísrael 7. október síðastliðinn væru ekki fordæmdar. John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, sagði í gær að vinna við textann stæði enn yfir en það væri afar mikilvægt að ekkert væri dregið undan hvað varðaði voðaverk Hamas né rétt Ísrael til að grípa til varna. Þá væri mikilvægt að heimsbyggðin áttaði sig á því hvað væri í húfi. Æðsti pólitíski leiðtogi Hamas, Ismail Haniyeh, sem hefur aðsetur í Katar, mun ferðast til Egyptalands í dag til að eiga viðræður um annað samkomulag um vopnahlé gegn lausn gísla. Isaac Herzog, forseti Ísrael, hefur staðfest að Ísraelsmenn séu áhugasamir um nýtt samkomulag.
Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Öryggis- og varnarmál Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira