Körfubolti

Yfir­gefur Hauka eftir að­eins þrjá leiki

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Damier Pitts stoppaði stutt í Haukum
Damier Pitts stoppaði stutt í Haukum Karfan.is

Bandaríski körfuboltamaðurinn Damier Pitts hefur yfirgefið herbúðir Hauka eftir að hafa leikið aðeins þrjá deildarleiki fyrir félagið.

Frá þessu er greint á Karfan.is, en Pitts gekk í raðir Hauka eftir að yfirstandandi tímabil hófst. Hann lék þrjá leiki fyrir félagið þar sem hann skilaði 17 stigum, þrem fráköstum og fjórum stoðsendingum að meðaltali í leik.

Með Haukum vann Pitts einn leik og tapaði tveimur, en samkvæmt heimildum Körfunnar vinna Haukar nú að því að finna mann í stað Pitts.

Haukar sitja í tíunda sæti Subway-deildar karla með aðeins sex stig eftir ellefu leiki, fjórum stigum fyrir ofan fallsvæðið. Næsti leikur liðsins er gegn Breiðablik á útivelli þann 4. janúar næstkomandi, en Blikar sitja einmitt sæti neðar en Haukar í töflunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×