Már og Sonja sköruðu fram úr í ár Sindri Sverrisson skrifar 19. desember 2023 16:27 Sonja Sigurðardóttir og Már Gunnarsson eru íþróttafólk ársins hjá ÍF. ÍF Sundfólkið Már Gunnarsson og Sonja Sigurðardóttir var í dag útnefnt íþróttamaður og íþróttakona Íþróttasambands fatlaðra árið 2023. Jafnframt hlaut Karen Ásta Friðjónsdóttir Hvataverðlaun ÍF sem veitt eru þeim sem á framsækinn hátt hafa unnið í þágu íþróttastarfs fatlaðra á árinu. Þetta er í fjórða sinn sem að Sonja er útnefnd íþróttakona ársins úr röðum fatlaðra, og í þriðja sinn sem að Már er valinn íþróttamaður ársins. Þau áttu bæði frábæra frammistöðu á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug í Manchester á þessu ári, og eru eins og staðan er í dag á leiðinni á Ólympíumót fatlaðra (e. Paralympics) í París á næsta ári. Sonja Sigurðardóttir var valin íþróttakona ársins hjá ÍF árin 2008, 2009 og 2016.ÍF Bæði framarlega á HM í Manchester Sonja synti til úrslita í fjórum greinum á HM og náði þar frábærum árangri þegar hún hafnaði í 5. sæti í 50m baksundi. Þá varð hún sjötta í 200m skriðsundi, sjöunda í 100m skriðsundi og sjöunda í 50m skriðsundi. Sonja er núna í árslok í 6. sæti heimslistans í 50m baksundi. Sonja setti alls 18 Íslandsmet á árinu en þetta árið keppti hún í flokki S3 þar sem hún fékk flokkun úr flokki S4 í S3. Már Gunnarsson fékk nafnbótina einnig árið 2019 og 2021.ÍF Már er einn af fremstu baksundsmönnum heims og hafnaði í 6. sæti í 100m baksundi á HM. Már synti þá á tímanum 1:10.72 mín. sem er steinsnar frá Íslandsmeti hans sem er 1.10.36 mín. og stendur því enn frá Paralympics í Tókýó 2021. Már er núna í árslok í 8. sæti heimslistans yfir bestu tíma ársins í 100m baksundi í flokki S11. Bæði Már og Sonja hafa náð lágmörkum fyrir leikana í París en á Paralympics þýða lágmörk ekki það sama og að komast inn. Að svo stöddu hafa verðlaunahafar á síðasta heimsmeistaramóti eingöngu fengið keppnisrétt í París en í febrúar skýrist frekar hverjir hljóta boðið en þá er staða á heimslista og árangur m.a. tekið til skoðunar og sætum úthlutað. Karen Ásta Friðjónsdóttir hlaut Hvataverðlaunin í ár.vísir/Sigurjón Karen Ásta Friðjónsdóttir hlaut eins og fyrr segir Hvataverðlaunin. Í umsögn segir að hún sé ein af mikilvægustu liðsmönnum Special Olympcis á Íslandi og hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Hún hafi tekið að sér fjölmörg verkefni í sjálfboðavinnu og alltaf verið boðin og búin til aðstoðar, sama hvert umfang verkefnanna sé. Sund Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Sjá meira
Jafnframt hlaut Karen Ásta Friðjónsdóttir Hvataverðlaun ÍF sem veitt eru þeim sem á framsækinn hátt hafa unnið í þágu íþróttastarfs fatlaðra á árinu. Þetta er í fjórða sinn sem að Sonja er útnefnd íþróttakona ársins úr röðum fatlaðra, og í þriðja sinn sem að Már er valinn íþróttamaður ársins. Þau áttu bæði frábæra frammistöðu á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug í Manchester á þessu ári, og eru eins og staðan er í dag á leiðinni á Ólympíumót fatlaðra (e. Paralympics) í París á næsta ári. Sonja Sigurðardóttir var valin íþróttakona ársins hjá ÍF árin 2008, 2009 og 2016.ÍF Bæði framarlega á HM í Manchester Sonja synti til úrslita í fjórum greinum á HM og náði þar frábærum árangri þegar hún hafnaði í 5. sæti í 50m baksundi. Þá varð hún sjötta í 200m skriðsundi, sjöunda í 100m skriðsundi og sjöunda í 50m skriðsundi. Sonja er núna í árslok í 6. sæti heimslistans í 50m baksundi. Sonja setti alls 18 Íslandsmet á árinu en þetta árið keppti hún í flokki S3 þar sem hún fékk flokkun úr flokki S4 í S3. Már Gunnarsson fékk nafnbótina einnig árið 2019 og 2021.ÍF Már er einn af fremstu baksundsmönnum heims og hafnaði í 6. sæti í 100m baksundi á HM. Már synti þá á tímanum 1:10.72 mín. sem er steinsnar frá Íslandsmeti hans sem er 1.10.36 mín. og stendur því enn frá Paralympics í Tókýó 2021. Már er núna í árslok í 8. sæti heimslistans yfir bestu tíma ársins í 100m baksundi í flokki S11. Bæði Már og Sonja hafa náð lágmörkum fyrir leikana í París en á Paralympics þýða lágmörk ekki það sama og að komast inn. Að svo stöddu hafa verðlaunahafar á síðasta heimsmeistaramóti eingöngu fengið keppnisrétt í París en í febrúar skýrist frekar hverjir hljóta boðið en þá er staða á heimslista og árangur m.a. tekið til skoðunar og sætum úthlutað. Karen Ásta Friðjónsdóttir hlaut Hvataverðlaunin í ár.vísir/Sigurjón Karen Ásta Friðjónsdóttir hlaut eins og fyrr segir Hvataverðlaunin. Í umsögn segir að hún sé ein af mikilvægustu liðsmönnum Special Olympcis á Íslandi og hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Hún hafi tekið að sér fjölmörg verkefni í sjálfboðavinnu og alltaf verið boðin og búin til aðstoðar, sama hvert umfang verkefnanna sé.
Sund Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Sjá meira