Lasse Rydqvist veðurfræðingur hjá sænsku veðurfræðistofnuninni Klart segir í samtali við Aftonbladet að mengun gæti jafnvel borist til Svíþjóðar.
Veðurfræðingur frá norsku veðurstofunni segir að íbúar suðvesturstrandar Noregs komi til með að finna brennisteinslyktina í nótt en að ekki sé um hættulegt magn að ræða.
„Á morgun gætum við mælt örlítið hærra magn af því,“ segir Lasse en tekur fram að það verði ekki neitt gríðarlega hátt magn.