Tiger Woods telur sig enn geta unnið PGA mót Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. desember 2023 21:30 Tiger Woods gæti lyft 84. PGA mótstitlinum sínum á næsta ári. Richard Heathcote/Getty Images Tiger Woods hefur hægt og rólega snúið aftur á golfvöllinn eftir að hann slasaðist í bílslysi fyrir nær þremur árum. Hann stefnir á að taka þátt í PGA móti í hverjum mánuði árið 2024. Tiger tók þátt í PNC mótinu í Orlandu um helgina ásamt syni sínum Charlie, sem vakti mikla lukku meðal áhorfenda fyrir góða spilamennsku og hrífandi leik. Þeir feðgar áttu frábæran endasprett og fóru lokahringinn á 61 höggi en enduðu í 5. sæti mótsins, Bernhard og Jason Langer hömpuðu sigri á mótinu. Golfkerrur voru leyfðar um helgina, sem auðveldaði leikinn mjög fyrir Tiger, hann talaði við blaðamenn eftir mótið og sagði þar að líkaminn væri ryðgaður en á batavegi og ef hann kæmist í form gæti hann vel unnið PGA mót á næsta ári. „Ég veit að ég get unnið, þetta snýst bara um að æfa og undirbúa mig, leggja inn vinnuna til að koma mér á þann stað líkamlega að ég haldi mótið út. Ég kann ennþá að slá boltann, það er ekki málið. Ég get ennþá slegið og púttað en þarf að gera það á 72 holum, sem er erfitt.“ Tiger hefur takmarkað tíma sinn á golfvellinum mjög eftir bílslysið sem hann lenti í í febrúar 2021. Hann hefur aðeins tekið þátt í fjórum stórtitlakeppnum og einu PGA móti síðan. Takist honum markmið sitt að vinna PGA mót árið 2024 yrði það fyrsti sigur hans í PGA síðan á Zozo mótinu í Japan árið 2019. Golf PGA-meistaramótið Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger tók þátt í PNC mótinu í Orlandu um helgina ásamt syni sínum Charlie, sem vakti mikla lukku meðal áhorfenda fyrir góða spilamennsku og hrífandi leik. Þeir feðgar áttu frábæran endasprett og fóru lokahringinn á 61 höggi en enduðu í 5. sæti mótsins, Bernhard og Jason Langer hömpuðu sigri á mótinu. Golfkerrur voru leyfðar um helgina, sem auðveldaði leikinn mjög fyrir Tiger, hann talaði við blaðamenn eftir mótið og sagði þar að líkaminn væri ryðgaður en á batavegi og ef hann kæmist í form gæti hann vel unnið PGA mót á næsta ári. „Ég veit að ég get unnið, þetta snýst bara um að æfa og undirbúa mig, leggja inn vinnuna til að koma mér á þann stað líkamlega að ég haldi mótið út. Ég kann ennþá að slá boltann, það er ekki málið. Ég get ennþá slegið og púttað en þarf að gera það á 72 holum, sem er erfitt.“ Tiger hefur takmarkað tíma sinn á golfvellinum mjög eftir bílslysið sem hann lenti í í febrúar 2021. Hann hefur aðeins tekið þátt í fjórum stórtitlakeppnum og einu PGA móti síðan. Takist honum markmið sitt að vinna PGA mót árið 2024 yrði það fyrsti sigur hans í PGA síðan á Zozo mótinu í Japan árið 2019.
Golf PGA-meistaramótið Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira