Ekki nóg að merkja bjórauglýsingu með „léttöl“ Árni Sæberg skrifar 18. desember 2023 10:57 Svörtu stafirnir á dósinni urðu Sýn að falli. Heimkaup Fjölmiðlanefnd hefur sektað Sýn um 1,5 milljónir króna vegna áfengisauglýsingar sem birt var hér á Vísi. Nefndin taldi að um áfengisauglýsingu hafi verið að ræða þrátt fyrir að auglýsing á Víking Gylltum hafi verið merkt með orðinu „léttöl“. Í ákvörðun nefndarinnar, sem tekin var þann 14. desember, segir að nefndinni hafi borist kvörtun vegna ætlaðra viðskiptaboða fyrir áfengi á Vísi. Í kvörtuninni hafi komið fram að á Vísi hafi birst auglýsing frá Víking Brugghúsi fyrir vörutegundina Víking Gylltur. Neðst í auglýsingunni hafi komið fram að um léttöl væri að ræða en með henni hafi hins vegar birst þær upplýsingar að Víking Gylltur hafi hlotið gullviðurkenningu á European Beer Challenge. Að mati kvartanda gæfi auglýsingin því til kynna að léttölið hafi fengið viðurkenninguna en hið rétta væri að áfenga útgáfan hafi hlotið þau. Litur letursins kom upp um bjórinn Í niðurstöðukafla ákvörðunarinnar segir að þau viðskiptaboð sem kvörtun lúti að varði vörutegundina Víking Gylltur. Hún sé framleidd óáfeng og því heimilt að auglýsa þá útgáfu vörunnar. Í auglýsingunni á Vísi hafi hins vegar umbúðir áfengu útgáfunnar birst. Heiti tegundarinnar „Víking“ hafi verið ritað á flöskuna með svörtu letri, ásamt áfengisprósentunni 5,6%, en það letur vísi til áfengu tegundar vörunnar. Á umbúðum þeirrar óáfengu sé letrið hvítt, ásamt áfengisprósentunni 2,25%, til aðgreiningar fyrir neytendur. Upplýsingar sem birtust meðfram auglýsingunni um gullverðlaun/gullviðurkenningu frá European Beer Challenge eigi einnig aðeins við um áfengu útgáfuna af Víking Gylltum en tegundin hafi hlotið þau verðlaun árið 2022 í flokknum „International Style Pilsner“, samanber það sem fram kemur á vefsíðu keppninnar. Auglýsingin vísi því til áfengrar útgáfu vörunnar, bæði með umbúðum og vísun til fyrrgreindrar viðurkenningar. „Breytir engu þar um að auglýsingin hafi verið merkt með orðinu „Léttöl“, enda eru þær kröfur gerðar að lögum að einungis sé heimilt að auglýsa drykkjarvörur sem sannanlega eru óáfengar og á markaði fyrir neytendur.“ Margítrekað brotið reglurnar Með vísan til framangreindrar niðurstöðu hafi Fjölmiðlanefnd ákveðið að leggja stjórnvaldssekt á Sýn í samræmi við lög um fjölmiðla. Fjölmiðlanefnd telji hæfilegt að sektin nemi 1.500.000 kr. Við ákvörðun sektarfjárhæðar hafi verið tekið mið af því að Sýn hefur margítrekað brotið gegn ákvæði laga um fjölmiðla um bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi. Jafnframt hafi verið litið til eðlis brots Sýnar og atvika máls að öðru leyti. Vísir er í eigu Sýnar. Auglýsinga- og markaðsmál Áfengi og tóbak Fjölmiðlar Sýn Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Fleiri fréttir Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Sjá meira
Í ákvörðun nefndarinnar, sem tekin var þann 14. desember, segir að nefndinni hafi borist kvörtun vegna ætlaðra viðskiptaboða fyrir áfengi á Vísi. Í kvörtuninni hafi komið fram að á Vísi hafi birst auglýsing frá Víking Brugghúsi fyrir vörutegundina Víking Gylltur. Neðst í auglýsingunni hafi komið fram að um léttöl væri að ræða en með henni hafi hins vegar birst þær upplýsingar að Víking Gylltur hafi hlotið gullviðurkenningu á European Beer Challenge. Að mati kvartanda gæfi auglýsingin því til kynna að léttölið hafi fengið viðurkenninguna en hið rétta væri að áfenga útgáfan hafi hlotið þau. Litur letursins kom upp um bjórinn Í niðurstöðukafla ákvörðunarinnar segir að þau viðskiptaboð sem kvörtun lúti að varði vörutegundina Víking Gylltur. Hún sé framleidd óáfeng og því heimilt að auglýsa þá útgáfu vörunnar. Í auglýsingunni á Vísi hafi hins vegar umbúðir áfengu útgáfunnar birst. Heiti tegundarinnar „Víking“ hafi verið ritað á flöskuna með svörtu letri, ásamt áfengisprósentunni 5,6%, en það letur vísi til áfengu tegundar vörunnar. Á umbúðum þeirrar óáfengu sé letrið hvítt, ásamt áfengisprósentunni 2,25%, til aðgreiningar fyrir neytendur. Upplýsingar sem birtust meðfram auglýsingunni um gullverðlaun/gullviðurkenningu frá European Beer Challenge eigi einnig aðeins við um áfengu útgáfuna af Víking Gylltum en tegundin hafi hlotið þau verðlaun árið 2022 í flokknum „International Style Pilsner“, samanber það sem fram kemur á vefsíðu keppninnar. Auglýsingin vísi því til áfengrar útgáfu vörunnar, bæði með umbúðum og vísun til fyrrgreindrar viðurkenningar. „Breytir engu þar um að auglýsingin hafi verið merkt með orðinu „Léttöl“, enda eru þær kröfur gerðar að lögum að einungis sé heimilt að auglýsa drykkjarvörur sem sannanlega eru óáfengar og á markaði fyrir neytendur.“ Margítrekað brotið reglurnar Með vísan til framangreindrar niðurstöðu hafi Fjölmiðlanefnd ákveðið að leggja stjórnvaldssekt á Sýn í samræmi við lög um fjölmiðla. Fjölmiðlanefnd telji hæfilegt að sektin nemi 1.500.000 kr. Við ákvörðun sektarfjárhæðar hafi verið tekið mið af því að Sýn hefur margítrekað brotið gegn ákvæði laga um fjölmiðla um bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi. Jafnframt hafi verið litið til eðlis brots Sýnar og atvika máls að öðru leyti. Vísir er í eigu Sýnar.
Auglýsinga- og markaðsmál Áfengi og tóbak Fjölmiðlar Sýn Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Fleiri fréttir Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Sjá meira