Albert tryggði Genoa liðinu jafntefli með marki á 48. mínútu leiksins en Juventus hafði komist yfir eftir tæplega hálftíma leik.
Það var þó ekki aðeins markið hjá Alberti sem kom honum í sviðsljósið á netmiðlum heldur einnig það þegar hann fíflaði tvo varnarmenn Juventus liðsins í röð.
Albert hefur verið duglegur að taka menn á í vetur og tveir leikmenn Juve fengu að kynnast betur boltatækni hans í leiknum á föstudagskvöldið.
Albert fékk þá boltann út við hliðarlínu í þröngri stöðu en náði að koma sér úr pressunni með því klobba tvo varnarmenn Juventus í röð.
Leikmennirnir sem Albert fór svona illa með voru Serbinn Filip Kostic og Ítalinn Fabio Miretti. Það má sjá þessi tilþrif Vesturbæingsins hér fyrir neðan. Ef að Instagram myndbandið birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttina.