Réttur fatlaðra til fjölskyldulífs sé gríðarlega mikilvægur Helena Rós Sturludóttir skrifar 17. desember 2023 16:00 Árni Múli Jónasson er framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir dæmi um að börn hafi verið tekin of snemma frá seinfærum foreldrum án þess að allt hafi verið reynt og að það sé áhyggjuefni. Rétturinn til fjölskyldulífs sé mjög mikilvægur og aðlaga þurfi stuðningsþjónustu við þarfir hvers og eins Í kvöldfréttum okkar í gær var greint frá máli seinfærrar móður tveggja drengja sem settir voru í fóstur fyrir rúmum tveimur árum. Móðirin sagðist ekki þrá neitt heitar en að fá syni sína heim en Reykjavíkurborg vill svipta hana forsjá yfir þeim. Lögmaður móðurinnar segir óskiljanlegt að borgin skuli ekki hafa tekið tillit til fötlunar hennar við mat á stuðningsþörfum barnanna. Þá sagði prófessor í fötlunarfræði, sem rannsakað hefur mál fatlaðra foreldra í áratugi, sína reynslu vera að í langflestum tilfellum væri ekki búið að reyna allt áður en börn eru tekin af seinfærum foreldrum. Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, segir það áhyggjuefni. „Við höfum haft töluvert miklar áhyggjur af þessu og ekki af ástæðu lausu. Það hafa komið upp dæmi sem gefa tilefni til þess,“ segir Árni og bætir við að fordómar ríki í samfélaginu. „Það er kannski ekki alveg skilningur á því hvaða skyldur hvíla á opinberum aðilum samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks,“ segir Árni. Þar sé réttur fatlaðra til fjölskyldulífs, frjósemis og ala upp börn og fá til þess viðeigandi stuðning áréttaður. „Þetta er ekki að ástæðu lausu. Því alls staðar í heiminum, þar með talið á Íslandi, hefur verið gert allt of mikið af því að vanvirða þessi réttindi fatlaðra og ekki síst seinfærra foreldra,“ segir Árni og heldur áfram: „Þannig við höfum alltaf haft áhyggjur af því að það séu fordómar í kerfinu og ekki skilningur og kannski ekki búið að gera það sem þarf til að vinna, ekki síst, í viðhorfum þeirra sem þar eru. Rétturinn til fjölskyldulífs sé gríðarlega mikilvægur og þá eigi réttur barna eigi að vera í forgangi. Árni segir mikilvægt að fatlaðir foreldrar fái viðeigandi stuðning. „Þetta er mjög skýrt að það á að vera viðeigandi aðlögun, það á að laga þjónustuna að þörfum hvers og eins þannig að líkurnar fyrir hvern og einn að geta notið þessara réttinda séu hámörkuð,“ segir Árni. Auðvitað geti komið upp dæmi þar sem seinfærir foreldrar ráða ekki við að ala upp börn en það eigi ekki eingöngu við um seinfæra eða fatlaða foreldra. Málefni fatlaðs fólks Fjölskyldumál Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
Í kvöldfréttum okkar í gær var greint frá máli seinfærrar móður tveggja drengja sem settir voru í fóstur fyrir rúmum tveimur árum. Móðirin sagðist ekki þrá neitt heitar en að fá syni sína heim en Reykjavíkurborg vill svipta hana forsjá yfir þeim. Lögmaður móðurinnar segir óskiljanlegt að borgin skuli ekki hafa tekið tillit til fötlunar hennar við mat á stuðningsþörfum barnanna. Þá sagði prófessor í fötlunarfræði, sem rannsakað hefur mál fatlaðra foreldra í áratugi, sína reynslu vera að í langflestum tilfellum væri ekki búið að reyna allt áður en börn eru tekin af seinfærum foreldrum. Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, segir það áhyggjuefni. „Við höfum haft töluvert miklar áhyggjur af þessu og ekki af ástæðu lausu. Það hafa komið upp dæmi sem gefa tilefni til þess,“ segir Árni og bætir við að fordómar ríki í samfélaginu. „Það er kannski ekki alveg skilningur á því hvaða skyldur hvíla á opinberum aðilum samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks,“ segir Árni. Þar sé réttur fatlaðra til fjölskyldulífs, frjósemis og ala upp börn og fá til þess viðeigandi stuðning áréttaður. „Þetta er ekki að ástæðu lausu. Því alls staðar í heiminum, þar með talið á Íslandi, hefur verið gert allt of mikið af því að vanvirða þessi réttindi fatlaðra og ekki síst seinfærra foreldra,“ segir Árni og heldur áfram: „Þannig við höfum alltaf haft áhyggjur af því að það séu fordómar í kerfinu og ekki skilningur og kannski ekki búið að gera það sem þarf til að vinna, ekki síst, í viðhorfum þeirra sem þar eru. Rétturinn til fjölskyldulífs sé gríðarlega mikilvægur og þá eigi réttur barna eigi að vera í forgangi. Árni segir mikilvægt að fatlaðir foreldrar fái viðeigandi stuðning. „Þetta er mjög skýrt að það á að vera viðeigandi aðlögun, það á að laga þjónustuna að þörfum hvers og eins þannig að líkurnar fyrir hvern og einn að geta notið þessara réttinda séu hámörkuð,“ segir Árni. Auðvitað geti komið upp dæmi þar sem seinfærir foreldrar ráða ekki við að ala upp börn en það eigi ekki eingöngu við um seinfæra eða fatlaða foreldra.
Málefni fatlaðs fólks Fjölskyldumál Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira