Lögmaður ekkju manns sem lést eftir að hafa fengið græddan í sig plastbarka segir málið í raun stórfurðulegt. Ekkjan muni gera hófsama skaðabótakröfu.
Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir dæmi um að börn hafi verið tekin of snemma frá seinfærum foreldrum án þess að allt hafi verið reynt og að það sé áhyggjuefni. Rétturinn til fjölskyldulífs sé mjög mikilvægur og aðlaga þurfi stuðningsþjónustu við þarfir hvers og eins.
Þá forvitnumst um auðugasta fólk jarðar sem fær sér stöðugt stærri snekkjur og kraftmeiri þotur til að komast á milli staða eða verja frítíma sínum í.
Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu klukkan 12:00.