Fjórði sigurinn í röð hjá lærisveinum Dyche Smári Jökull Jónsson skrifar 16. desember 2023 19:30 Michael Keane horfir á eftir boltanum í netið en hann skoraði seinna mark Everton í leiknum í kvöld. Vísir/Getty Everton vann í kvöld sinn fjórða sigur í röð í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið lagði Burnley á Turf Moore. Sean Dyche knattspyrnustjóri Everton fékk góðar móttökur hjá stuðningsmönnum Burnley fyrir leikinn en hann var knattspyrnustjóri félagsins í mörg ár og er afar vinsæll á Turf Moore. Hann gerði þó sínu gamla félagi enga greiða í dag. Everton hefur verið á góðu skriði undanfarið og héldu því áfram í dag. Amadou Onana kom Everton í 1-0 á 19. mínútu og Michael Keane bætti öðru marki við sex mínútum síðar. Everton var betri aðilinn í leiknum í dag og Burnley skapaði fá færi. Mörkin urðu ekki fleiri í síðari hálfleik og lærisveinar Sean Dyche fögnuðu góðum 2-0 sigri. Þetta er fjórði sigurleikur Everton í röð og liðið hefur haldið hreinu í öllum þessum leikjum. Everton er komið upp í 16. sæti og það þrátt fyrir að tíu stig hafi verið dregin af félaginu í síðasta mánuði vegna brota á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar. Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Burnley en hann á við meiðsli að stríða. Enski boltinn
Everton vann í kvöld sinn fjórða sigur í röð í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið lagði Burnley á Turf Moore. Sean Dyche knattspyrnustjóri Everton fékk góðar móttökur hjá stuðningsmönnum Burnley fyrir leikinn en hann var knattspyrnustjóri félagsins í mörg ár og er afar vinsæll á Turf Moore. Hann gerði þó sínu gamla félagi enga greiða í dag. Everton hefur verið á góðu skriði undanfarið og héldu því áfram í dag. Amadou Onana kom Everton í 1-0 á 19. mínútu og Michael Keane bætti öðru marki við sex mínútum síðar. Everton var betri aðilinn í leiknum í dag og Burnley skapaði fá færi. Mörkin urðu ekki fleiri í síðari hálfleik og lærisveinar Sean Dyche fögnuðu góðum 2-0 sigri. Þetta er fjórði sigurleikur Everton í röð og liðið hefur haldið hreinu í öllum þessum leikjum. Everton er komið upp í 16. sæti og það þrátt fyrir að tíu stig hafi verið dregin af félaginu í síðasta mánuði vegna brota á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar. Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Burnley en hann á við meiðsli að stríða.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti